Innlent

Fólk leiti ekki á bráðamóttöku nema í neyð

Hanna Rún skrifar
Spítalinn beinir þeim tilmælum til fólks að leita til heilsugæslunnar eða á Læknavaktina frekar en á bráðamóttöku Landspítala, nema brýna nauðsyn beri til.
Spítalinn beinir þeim tilmælum til fólks að leita til heilsugæslunnar eða á Læknavaktina frekar en á bráðamóttöku Landspítala, nema brýna nauðsyn beri til.
Yfirfullt er á Landspítalanum þessa dagana. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu spítalans og rúmanýting er vel yfir 100 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum.

Á þessu er engin skýring heldur munu vandamálin vera margvísleg að því er fram kemur í tilkynningunni.

Spítalinn beinir þeim tilmælum til fólks að leita til heilsugæslunnar eða á Læknavaktina frekar en á bráðamóttöku Landspítala, nema brýna nauðsyn beri til.

Framkvæmdastjórn spítalans kom saman í hádeginu til þess að bregðast við vandanum. Viðbótarstarfsfólk hefur verið kallað til á bráðdeildum og legudeildum.

Þar sem allar deildir eru fullar, að meðtöldum bráðadeildum og gjörgæsludeildum, var ákveðið að fresta aðgerðum og rannsóknum, bæði varðandi skurðlækningar og lyflækningar. Einnig verður leitast við að flýta blóðrannsóknum á legudeildum til þess að greiða fyrir útskriftum.

Fulltrúar úr framkvæmdastjórn spítalans munu koma saman daglega þar til plássastaðan er komin í viðunandi horf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×