UFC 177: Nýliði berst um titilinn í kvöld með sólarhrings fyrirvara Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. ágúst 2014 17:00 TJ Dillashaw og Joe Soto í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer UFC 177 fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaganum munu mætast þeir TJ Dillashaw og UFC nýliðinn Joe Soto, en Soto kemur inn í titilbardagann með aðeins sólarhrings fyrirvara. Seint í gær bárust þær fregnir að Renan Barao gæti ekki keppt um titilinn gegn TJ Dillashaw eins og til stóð. Ástæðan ku vera sú að niðurskurður Barao hafi verið honum um of, en Barao féll í yfirlið við að reyna að ná 135 punda takmarkinu. UFC nýliðinn Joe Soto tekur því hans stað. Það var í maí á þessu ári sem TJ Dillashaw og Renan Barao mættust fyrst um bantamvigtartitil UFC. Renan Barao var ríkjandi meistari og hafði farið taplaus í gegnum 33 bardaga í röð yfir níu ára tímabil. Andstæðingur hans, TJ Dillashaw, var upprennandi bardagamaður sem margir töldu að gæti orðið meistari einn daginn, þó þessi bardagi væri almennt álitinn sem of snemmbær fyrir hann. Samkvæmt veðbönkunum átti hann ekki séns í meistarann. Flestir töldu því að bardaginn yrði leikur einn fyrir Renan Barao, en annað kom á daginn. Dillashaw var nálægt því að rota Barao í fyrstu lotu og náði Barao aldrei að jafna sig eftir það. Eftir mikinn yfirburðabardaga kórónaði Dillashaw svo eigin frammistöðu með því að rota Barao í fimmtu og síðustu lotunni. Einn óvæntasti (en jafnframt mest sannfærandi) sigur í sögu UFC varð að veruleika. Til stóð að Renan Barao fengi að hefna ófaranna frá því í maí og endurheimta titilinn sinn. Því miður fyrir hann var niðurskurðurinn of erfiður og því fær UFC nýliðinn Joe Soto tækifæri lífs síns í kvöld þegar hann tekst á við sjálfan bantamvigtarmeistarann. Upphaflega átti Soto að berjast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins gegn Anthony Birchak en fær nú titilbardaga. Soto var eini bantamvigtarmaðurinn sem UFC gat fengið með sólarhrings fyrirvara þar sem hann var nú þegar tilbúinn til að berjast annað kvöld. UFC hefði aldrei getað fengið þekktari bantamvigtarkappa til að berjast með aðeins sólarhrings fyrirvara þar sem enginn hefði getað náð 135 punda takmarkinu á svo skömmum tíma, hvað þá komið sér á staðinn. Því var eina lausn UFC að fá annan bantamvigtarkappa af sama bardagakvöldi. Fyrsti bardagi Soto verður risastór – mun stærri en hann átti upphaflega að vera. Hann hefur þó engu að tapa og má vel við una ef hann lifir af fyrstu lotuna. Sigri hann á morgun væru það óvæntustu úrslit í sögu UFC, svo einfalt er það. Nánar má lesa um Joe Soto á vef MMA Frétta hér. Ákveðin bölvun hefur hvílt á UFC 177 bardagakvöldinu enda hafa margir bardagamenn meiðst sem áttu að berjast á þessu kvöldi. Tíðindin í gær voru stærsta áfallið, en UFC gerðu þó það besta sem hægt var að gera úr stöðunni. Bardaginn í kvöld verður því áhugaverður fyrir margar sakir. Útsendingin hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Í kvöld fer UFC 177 fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaganum munu mætast þeir TJ Dillashaw og UFC nýliðinn Joe Soto, en Soto kemur inn í titilbardagann með aðeins sólarhrings fyrirvara. Seint í gær bárust þær fregnir að Renan Barao gæti ekki keppt um titilinn gegn TJ Dillashaw eins og til stóð. Ástæðan ku vera sú að niðurskurður Barao hafi verið honum um of, en Barao féll í yfirlið við að reyna að ná 135 punda takmarkinu. UFC nýliðinn Joe Soto tekur því hans stað. Það var í maí á þessu ári sem TJ Dillashaw og Renan Barao mættust fyrst um bantamvigtartitil UFC. Renan Barao var ríkjandi meistari og hafði farið taplaus í gegnum 33 bardaga í röð yfir níu ára tímabil. Andstæðingur hans, TJ Dillashaw, var upprennandi bardagamaður sem margir töldu að gæti orðið meistari einn daginn, þó þessi bardagi væri almennt álitinn sem of snemmbær fyrir hann. Samkvæmt veðbönkunum átti hann ekki séns í meistarann. Flestir töldu því að bardaginn yrði leikur einn fyrir Renan Barao, en annað kom á daginn. Dillashaw var nálægt því að rota Barao í fyrstu lotu og náði Barao aldrei að jafna sig eftir það. Eftir mikinn yfirburðabardaga kórónaði Dillashaw svo eigin frammistöðu með því að rota Barao í fimmtu og síðustu lotunni. Einn óvæntasti (en jafnframt mest sannfærandi) sigur í sögu UFC varð að veruleika. Til stóð að Renan Barao fengi að hefna ófaranna frá því í maí og endurheimta titilinn sinn. Því miður fyrir hann var niðurskurðurinn of erfiður og því fær UFC nýliðinn Joe Soto tækifæri lífs síns í kvöld þegar hann tekst á við sjálfan bantamvigtarmeistarann. Upphaflega átti Soto að berjast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins gegn Anthony Birchak en fær nú titilbardaga. Soto var eini bantamvigtarmaðurinn sem UFC gat fengið með sólarhrings fyrirvara þar sem hann var nú þegar tilbúinn til að berjast annað kvöld. UFC hefði aldrei getað fengið þekktari bantamvigtarkappa til að berjast með aðeins sólarhrings fyrirvara þar sem enginn hefði getað náð 135 punda takmarkinu á svo skömmum tíma, hvað þá komið sér á staðinn. Því var eina lausn UFC að fá annan bantamvigtarkappa af sama bardagakvöldi. Fyrsti bardagi Soto verður risastór – mun stærri en hann átti upphaflega að vera. Hann hefur þó engu að tapa og má vel við una ef hann lifir af fyrstu lotuna. Sigri hann á morgun væru það óvæntustu úrslit í sögu UFC, svo einfalt er það. Nánar má lesa um Joe Soto á vef MMA Frétta hér. Ákveðin bölvun hefur hvílt á UFC 177 bardagakvöldinu enda hafa margir bardagamenn meiðst sem áttu að berjast á þessu kvöldi. Tíðindin í gær voru stærsta áfallið, en UFC gerðu þó það besta sem hægt var að gera úr stöðunni. Bardaginn í kvöld verður því áhugaverður fyrir margar sakir. Útsendingin hefst kl 2 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira