Lífið

Þetta er ekki fyrir viðkvæma - myndband

Ellý Ármanns skrifar
Ríkarður með 90 cm Hæng í sömu veiðiferð og flugan festist í lófa hans.
Ríkarður með 90 cm Hæng í sömu veiðiferð og flugan festist í lófa hans.
Margt ber að varast þegar veiði er annars vegar og slysin gera ekki boð á undan sér eins og Rikarður Hjálmarsson fékk að reyna í Eystri Rangá á dögunum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann öngul í miðjan lófann. 



símamynd/Ríkarður
,,Ég var að að losa þríkrækju úr laxi og trúlega var spenna á stönginni sem skilaði önglinum í mig," útskýrir Ríkarður spurður um atvikið.

Ekki alvarlegt


,,Það var stutt í næstu heilsugæslu svo þetta var ekkert mál að láta fjarlægja krókinn. Enda ekki alvarlegt.  Hefði svo sem getað fjarlægt þetta með hjálp og réttum græjum eins og töng til að klippa öngulinn og einhverju sótthreinsandi. Það er betra að láta fagmann fjarlægja svona úr sér en verra er ef menn eru fjarri mannabyggðum. Þá hefði maður látið sig hafa það," segir hann.

Réttar aðferðir eru til þegar kemur að svona óhöppum

,,Það eru til aðferðir til að ná krókum úr sér og mörg myndbönd sem sýna það en þegar á hólminn er komið og maður er einn og hefur ekki gert það áður á sjálfum sér þá vandast málið.  Ég hef fjarlægt flugu úr öðrum og allmargir veiðimenn hafa lent í því eða orðið vitni að slíku."

Mikilvægt að vera með réttu tólin áður en lagt er af stað

,,Vert er að minna veiðimenn á að hafa skyndihjálpartösku í bílnum,  töng og sótthreinsandi efni. Svo er öruggast að nota ávallt gleraugu við veiðar," segir Ríkarður að lokum.

Athugið að meðfylgjandi myndskeið eru alls ekki fyrir viðkvæma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.