Búast við að fleiri þolendur leiti hjálpar 17. nóvember 2014 07:00 Átak gegn ofbeldi Draga á úr heimilisofbeldi í Reykjavík. Fréttablaðið/Getty „Það hafa komið fram óformlegar óskir um það frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að vinna þetta með okkur, en við þurfum hins vegar að innleiða þetta í okkar stóra velferðarkerfi. Það er eðlilegt fyrsta skref, en við erum meira en tilbúin í samstarf þegar við getum talað af einhverri reynslu og þekkingu,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, um átaksverkefni borgarinnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi, spurð af hverju verkefnið einskorðast við Reykjavík í stað þess að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni að átakinu í sameiningu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá samþykkti borgarráð einróma að grípa til aðgerða gegn heimilisofbeldi í Reykjavík. Sett verður upp föst vakt til að vinna með og styðja fórnarlömb heimilisofbeldis og 24 aðgerðir hafa verið teiknaðar upp sem miða að því að draga úr heimilisofbeldi. Árlegur kostnaðarauki vegna verkefnisins verður um 50 milljónir króna.Anna Kristinsdóttir.Sérstaklega er horft til þess árangurs sem hefur náðst á Suðurnesjum, og verkefnið er að mörgu leyti sambærilegt. Anna segir enga ástæðu til að halda annað en að vænta megi góðs árangurs af verkefninu í Reykjavík eins og suður með sjó. Ein stærsta breytingin, af mörgum, er að starfsmaður velferðarþjónustunnar einbeitir sér að því að liðsinna þolendum ofbeldisins en lögregla getur einbeitt sér að gerandanum. Eins að eftirfylgni í kerfinu er tryggð og innan viku er farið inn á heimilið með lögreglu að nýju til að grafast fyrir um hvernig mál hafa þróast. „Það var reynslan á Suðurnesjum að málunum fjölgaði í kjölfar átaksins þar. Við gerum ráð fyrir að það gerist í Reykjavík einnig, vegna þess að almenningur sem ekki hefur leitað ásjár lögreglu fer í meira mæli að óska eftir hjálp, í krafti þessarar breyttu aðferðarfræði,“ segir Anna. En átakið gengur enn lengra en á Suðurnesjum, sem birtist í sérstakri áherslu á mál sem varða konur af erlendum uppruna og fatlaðar konur. „Vinnuhópur er þegar farinn af stað til að skoða stöðu fatlaðra kvenna, því aðstæður þeirra krefjast sérstakrar athygli. Hvað varðar konur af erlendum uppruna er lögð meiri áhersla á túlkaþjónustu svo dæmi sé nefnt, því það er mikilvægt að upplýsa þessar konur um rétt sinn,“ segir Anna. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
„Það hafa komið fram óformlegar óskir um það frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að vinna þetta með okkur, en við þurfum hins vegar að innleiða þetta í okkar stóra velferðarkerfi. Það er eðlilegt fyrsta skref, en við erum meira en tilbúin í samstarf þegar við getum talað af einhverri reynslu og þekkingu,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, um átaksverkefni borgarinnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi, spurð af hverju verkefnið einskorðast við Reykjavík í stað þess að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni að átakinu í sameiningu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá samþykkti borgarráð einróma að grípa til aðgerða gegn heimilisofbeldi í Reykjavík. Sett verður upp föst vakt til að vinna með og styðja fórnarlömb heimilisofbeldis og 24 aðgerðir hafa verið teiknaðar upp sem miða að því að draga úr heimilisofbeldi. Árlegur kostnaðarauki vegna verkefnisins verður um 50 milljónir króna.Anna Kristinsdóttir.Sérstaklega er horft til þess árangurs sem hefur náðst á Suðurnesjum, og verkefnið er að mörgu leyti sambærilegt. Anna segir enga ástæðu til að halda annað en að vænta megi góðs árangurs af verkefninu í Reykjavík eins og suður með sjó. Ein stærsta breytingin, af mörgum, er að starfsmaður velferðarþjónustunnar einbeitir sér að því að liðsinna þolendum ofbeldisins en lögregla getur einbeitt sér að gerandanum. Eins að eftirfylgni í kerfinu er tryggð og innan viku er farið inn á heimilið með lögreglu að nýju til að grafast fyrir um hvernig mál hafa þróast. „Það var reynslan á Suðurnesjum að málunum fjölgaði í kjölfar átaksins þar. Við gerum ráð fyrir að það gerist í Reykjavík einnig, vegna þess að almenningur sem ekki hefur leitað ásjár lögreglu fer í meira mæli að óska eftir hjálp, í krafti þessarar breyttu aðferðarfræði,“ segir Anna. En átakið gengur enn lengra en á Suðurnesjum, sem birtist í sérstakri áherslu á mál sem varða konur af erlendum uppruna og fatlaðar konur. „Vinnuhópur er þegar farinn af stað til að skoða stöðu fatlaðra kvenna, því aðstæður þeirra krefjast sérstakrar athygli. Hvað varðar konur af erlendum uppruna er lögð meiri áhersla á túlkaþjónustu svo dæmi sé nefnt, því það er mikilvægt að upplýsa þessar konur um rétt sinn,“ segir Anna.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira