Lífið

Er Ísland fegursta land í heimi?

Rúnar Ingi Einarsson leikstjóri myndbandsins.
Rúnar Ingi Einarsson leikstjóri myndbandsins.
Nýtt myndband þar sem farið er yfir öryggisatriði í flugvélum Icelandair hefur vakið mikla athygli. Myndbandið rataði í fjölmiðla erlendis og hefur Daily Mail meðal annars birt frétt um myndbandið og lofað það.

Íslenska auglýsingastofan gerði myndbandið en um leikstjórn sá Rúnar Ingi Einarsson hjá Pegasusi.

Um er að ræða einkar glæsilegt myndband þar sem hin einstaka náttúrufegurð Íslands er í fyrirrúmi. Þar má meðal annars sjá norðurljósunum, Jökulsárlóni, Þórsmörk og fleiri fögrum stöðum bregða fyrir.

Daily Mail vill meina að myndbandið sé fyrsta öryggisatriðamyndbandið sem einstaklingar vilja virkilega horfa á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.