Áfengisneysla og uppgjör í fyrstu bók Baldvin Þormóðsson skrifar 12. júní 2014 13:00 Alma Mjöll er listrænn stjórnandi nýs bókaforlags. vísir/vilhelm „Stærstu sögurnar eru svolítið út frá mér og það getur verið mjög ógnvekjandi að gefa þær út,“ segir hin 23 ára gamla Alma Mjöll Ólafsdóttir sem gefur út sína fyrstu bók, 10.01 Nótt, á afmælisdegi sínum á morgun, föstudaginn þrettánda. „Bókin er smásagnasafn með einu ljóði sem dreifist yfir bókina, formið er mjög laust,“ segir Alma sem lýsir bókinni sem eins konar uppgjöri hennar við fyrri lifnaðarhætti. „Bókin á að vera einlæg, heiðarleg og vitnisburður um hvernig það er að vera ungur og týndur, allt skrifað út frá manneskju sem er frekar týnd sjálf,“ segir rithöfundurinn og bætir því við að hún sé á mun betri stað í dag. „Ég er löngu fundin og það er fallegt, ég hefði aldrei getað gefið út bókina ef ég væri enn þá í sama fari,“ segir Alma. „Sumt í henni er ég alveg skíthrædd við að gefa út en það er svo frelsandi því ég er komin svo langt frá þessu.“Meginþemað er áfengisneysla Alma Mjöll segir meginþema bókarinnar vera áfengisneyslu og alkóhólisma og byggir sumar af smásögunum á eigin reynslu. Hún gefur bókina út hjá nýju forlagi sem nefnist Sagarana Editoria. „Þetta byrjaði þegar ég hélt sýningu í mars á krotinu mínu og í kjölfarið hafði maður samband við mig sem var að stofna nýtt forlag,“ segir Alma en henni var síðan boðið að vera listrænn stjórnandi og sjá um bókarkápuhönnun forlagsins. „Það er besta vinna sem ég get ímyndað mér, algjör millivegur á milli þess sem ég elska, myndlistar og bóka,“ segir Alma og hlær en systir hennar, Helga Dögg Ólafsdóttir, hannar kápuna á 10.01 Nótt. „Mér finnst mjög fallegt að systir mín fái að gera kápuna því hún er svo persónuleg bókin,“ segir rithöfundurinn. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Stærstu sögurnar eru svolítið út frá mér og það getur verið mjög ógnvekjandi að gefa þær út,“ segir hin 23 ára gamla Alma Mjöll Ólafsdóttir sem gefur út sína fyrstu bók, 10.01 Nótt, á afmælisdegi sínum á morgun, föstudaginn þrettánda. „Bókin er smásagnasafn með einu ljóði sem dreifist yfir bókina, formið er mjög laust,“ segir Alma sem lýsir bókinni sem eins konar uppgjöri hennar við fyrri lifnaðarhætti. „Bókin á að vera einlæg, heiðarleg og vitnisburður um hvernig það er að vera ungur og týndur, allt skrifað út frá manneskju sem er frekar týnd sjálf,“ segir rithöfundurinn og bætir því við að hún sé á mun betri stað í dag. „Ég er löngu fundin og það er fallegt, ég hefði aldrei getað gefið út bókina ef ég væri enn þá í sama fari,“ segir Alma. „Sumt í henni er ég alveg skíthrædd við að gefa út en það er svo frelsandi því ég er komin svo langt frá þessu.“Meginþemað er áfengisneysla Alma Mjöll segir meginþema bókarinnar vera áfengisneyslu og alkóhólisma og byggir sumar af smásögunum á eigin reynslu. Hún gefur bókina út hjá nýju forlagi sem nefnist Sagarana Editoria. „Þetta byrjaði þegar ég hélt sýningu í mars á krotinu mínu og í kjölfarið hafði maður samband við mig sem var að stofna nýtt forlag,“ segir Alma en henni var síðan boðið að vera listrænn stjórnandi og sjá um bókarkápuhönnun forlagsins. „Það er besta vinna sem ég get ímyndað mér, algjör millivegur á milli þess sem ég elska, myndlistar og bóka,“ segir Alma og hlær en systir hennar, Helga Dögg Ólafsdóttir, hannar kápuna á 10.01 Nótt. „Mér finnst mjög fallegt að systir mín fái að gera kápuna því hún er svo persónuleg bókin,“ segir rithöfundurinn.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira