Áfengisneysla og uppgjör í fyrstu bók Baldvin Þormóðsson skrifar 12. júní 2014 13:00 Alma Mjöll er listrænn stjórnandi nýs bókaforlags. vísir/vilhelm „Stærstu sögurnar eru svolítið út frá mér og það getur verið mjög ógnvekjandi að gefa þær út,“ segir hin 23 ára gamla Alma Mjöll Ólafsdóttir sem gefur út sína fyrstu bók, 10.01 Nótt, á afmælisdegi sínum á morgun, föstudaginn þrettánda. „Bókin er smásagnasafn með einu ljóði sem dreifist yfir bókina, formið er mjög laust,“ segir Alma sem lýsir bókinni sem eins konar uppgjöri hennar við fyrri lifnaðarhætti. „Bókin á að vera einlæg, heiðarleg og vitnisburður um hvernig það er að vera ungur og týndur, allt skrifað út frá manneskju sem er frekar týnd sjálf,“ segir rithöfundurinn og bætir því við að hún sé á mun betri stað í dag. „Ég er löngu fundin og það er fallegt, ég hefði aldrei getað gefið út bókina ef ég væri enn þá í sama fari,“ segir Alma. „Sumt í henni er ég alveg skíthrædd við að gefa út en það er svo frelsandi því ég er komin svo langt frá þessu.“Meginþemað er áfengisneysla Alma Mjöll segir meginþema bókarinnar vera áfengisneyslu og alkóhólisma og byggir sumar af smásögunum á eigin reynslu. Hún gefur bókina út hjá nýju forlagi sem nefnist Sagarana Editoria. „Þetta byrjaði þegar ég hélt sýningu í mars á krotinu mínu og í kjölfarið hafði maður samband við mig sem var að stofna nýtt forlag,“ segir Alma en henni var síðan boðið að vera listrænn stjórnandi og sjá um bókarkápuhönnun forlagsins. „Það er besta vinna sem ég get ímyndað mér, algjör millivegur á milli þess sem ég elska, myndlistar og bóka,“ segir Alma og hlær en systir hennar, Helga Dögg Ólafsdóttir, hannar kápuna á 10.01 Nótt. „Mér finnst mjög fallegt að systir mín fái að gera kápuna því hún er svo persónuleg bókin,“ segir rithöfundurinn. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
„Stærstu sögurnar eru svolítið út frá mér og það getur verið mjög ógnvekjandi að gefa þær út,“ segir hin 23 ára gamla Alma Mjöll Ólafsdóttir sem gefur út sína fyrstu bók, 10.01 Nótt, á afmælisdegi sínum á morgun, föstudaginn þrettánda. „Bókin er smásagnasafn með einu ljóði sem dreifist yfir bókina, formið er mjög laust,“ segir Alma sem lýsir bókinni sem eins konar uppgjöri hennar við fyrri lifnaðarhætti. „Bókin á að vera einlæg, heiðarleg og vitnisburður um hvernig það er að vera ungur og týndur, allt skrifað út frá manneskju sem er frekar týnd sjálf,“ segir rithöfundurinn og bætir því við að hún sé á mun betri stað í dag. „Ég er löngu fundin og það er fallegt, ég hefði aldrei getað gefið út bókina ef ég væri enn þá í sama fari,“ segir Alma. „Sumt í henni er ég alveg skíthrædd við að gefa út en það er svo frelsandi því ég er komin svo langt frá þessu.“Meginþemað er áfengisneysla Alma Mjöll segir meginþema bókarinnar vera áfengisneyslu og alkóhólisma og byggir sumar af smásögunum á eigin reynslu. Hún gefur bókina út hjá nýju forlagi sem nefnist Sagarana Editoria. „Þetta byrjaði þegar ég hélt sýningu í mars á krotinu mínu og í kjölfarið hafði maður samband við mig sem var að stofna nýtt forlag,“ segir Alma en henni var síðan boðið að vera listrænn stjórnandi og sjá um bókarkápuhönnun forlagsins. „Það er besta vinna sem ég get ímyndað mér, algjör millivegur á milli þess sem ég elska, myndlistar og bóka,“ segir Alma og hlær en systir hennar, Helga Dögg Ólafsdóttir, hannar kápuna á 10.01 Nótt. „Mér finnst mjög fallegt að systir mín fái að gera kápuna því hún er svo persónuleg bókin,“ segir rithöfundurinn.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira