
Ég fékk þennan í Spútnik fyrir ca. 10 árum. Ég keypti hann fyrir árshátíð hjá 17 þegar ég var 17 ára og vaknaði til tískuvitundar. Ég hef notað hann við ýmis tækifæri en hann er svona sígildur sparitoppur sem alltaf er hægt að grípa í.

Þetta er kímónó sem ég keypti á fatamarkaði fyrir nokkrum árum. Ég gróf hann upp og er rosalega ánægð með hann en svona kímónóar eru mikið í tísku núna.

Þessar fékk ég á fatamarkaði á Prikinu. Þetta eru háar pokaleðurbuxur. Ég er meira fyrir að kaupa mér föt sem ég get notað bæði hversdags og fínt. Annaðhvort klæði ég það svo upp eða niður.

Stígvélin eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Þau passa í raun við allt. Hvort sem ég er í skólanum eða að skreppa í bíó, þá get ég farið í þeim. Þau eru með örlitlum hæl sem er mjög skemmtilegt.

Ég fékk jakkann í afmælisgjöf frá Rúnari kærasta mínum og þetta er besti jakki sem ég hef eignast. Hann er úr Geysisbúðinni sem er uppáhaldsbúðin mín. Ég get notað hann við allt. Bæði í skólann og þegar ég er að fara út eitthvað aðeins fínna.

Ég fékk hana í jólagjöf frá kærastanum. Hann koma mér svolítið á óvart. Ég kaupi mér ekki mikið af fötum sjálf hér heima nema á mörkuðum eða í Kolaportinu svo það er æðislegt að fá falleg föt að gjöf. Þessi peysa er ótrúlega þægileg og ég get notað hana rosalega mikið. Hún er hlý og fín og í miklu uppáhaldi.