Innlent

Troðfullt á Hótel Rangá yfir jól og áramót: Ferðamennirnir skoða norðurljósin og stjörnurnar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mikil norðurljós hafa verið síðustu kvöld yfir Hótel Rangá.
Mikil norðurljós hafa verið síðustu kvöld yfir Hótel Rangá. Vísir
„Jú, það má segja að það sé fullt hjá okkur allan tímann og reyndar troðfullt flesta dagana. Það hefur verið afar skemmtilegt að fylgjast með ánægju gesta okkar, þar sem norðurljósin hafa töluvert verið að sýna sig og svo hefur gefið ágætlega til stjörnuskoðunar og félagarnir í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness verið hjá okkur mörg kvöld til að skýra og sýna stjörnuhimininn í nýja stjörnuskoðunarhúsinu okkar“, segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár þegar hann var spurður hvernig staðan væri á hótelinu yfir jóla og áramót.

„Þegar norðurljósin eru sem mest hlaupa gestir hótelsins út, hvort sem þeir eru á herbergjunum sínum eða í veitingasalnum til að skoða þetta magnaða fyrirbæri, sem norðurljósin eru“, bætir Friðrik við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.