Þjálfarinn sem Gay klagaði úrskurðaður í átta ára bann Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. desember 2014 14:30 Jon Drummond þarf að finna sér eitthvað annað að gera. vísir/getty Jon Drummond, fyrrverandi þjálfari spretthlauparans Tysons Gay, var í gær úrskurðaður í átta ára bann af bandaríska lyfjaeftirlitinu. Drummond, sem vann gull með boðhlaupssveit Bandaríkjanna í 4x100 metra hlaupi í Sydney, var fundinn sekur um að hafa átt, selt og sprautað ólöglegum lyfjum í íþróttamenn sem hann þjálfaði. Bannið tók gildi í gær, daginn sem hann var fundinn sekur, og má hann ekki koma nálægt frjálsíþróttum næstu átta árin, en hann er 46 ára gamall. Fyrr á þessu ári var Gay úrskurðaður í eins árs keppnisbann þegar anabólískir sterar fundust í þvagsýni hans. Bannið var stytt verulega því Gay veitti bandaríska lyfjaeftirlitinu upplýsingar sem leiddu til þess að mál var sótt gegn Drummond og hann á endanum fundinn sekur. Þetta er fjórum sinnum lengra bann en íþróttamenn eru vanalega úrskurðaðir í fyrir svipuð brot, en lyfjaeftirlit Bandaríkjanna tekur hart á því þegar þjálfarar misnota aðstöðu sína „Þjálfarar eiga að vernda íþróttamenn, ekki notfæra sér þá. Þeir eiga að sjá til þess að íþróttamennirnir njóti stuðnings, æfi vel og veita þeim góð ráð sem hjálpa þeim að vinna heiðarlega,“ segir Travis Tygart, framkvæmdastjóri lyfjaeftirlitsins. Drummond má ekki þjálfa eða leiðbeina frjálsíþróttamönnum á meðan banninu stendur, en bannið var samþykkt af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu og gildir því um allan heim, ekki bara í Bandaríkjunum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Haukar - Grindavík | Meistararnir fá sterka Grindjána í heimsókn Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira
Jon Drummond, fyrrverandi þjálfari spretthlauparans Tysons Gay, var í gær úrskurðaður í átta ára bann af bandaríska lyfjaeftirlitinu. Drummond, sem vann gull með boðhlaupssveit Bandaríkjanna í 4x100 metra hlaupi í Sydney, var fundinn sekur um að hafa átt, selt og sprautað ólöglegum lyfjum í íþróttamenn sem hann þjálfaði. Bannið tók gildi í gær, daginn sem hann var fundinn sekur, og má hann ekki koma nálægt frjálsíþróttum næstu átta árin, en hann er 46 ára gamall. Fyrr á þessu ári var Gay úrskurðaður í eins árs keppnisbann þegar anabólískir sterar fundust í þvagsýni hans. Bannið var stytt verulega því Gay veitti bandaríska lyfjaeftirlitinu upplýsingar sem leiddu til þess að mál var sótt gegn Drummond og hann á endanum fundinn sekur. Þetta er fjórum sinnum lengra bann en íþróttamenn eru vanalega úrskurðaðir í fyrir svipuð brot, en lyfjaeftirlit Bandaríkjanna tekur hart á því þegar þjálfarar misnota aðstöðu sína „Þjálfarar eiga að vernda íþróttamenn, ekki notfæra sér þá. Þeir eiga að sjá til þess að íþróttamennirnir njóti stuðnings, æfi vel og veita þeim góð ráð sem hjálpa þeim að vinna heiðarlega,“ segir Travis Tygart, framkvæmdastjóri lyfjaeftirlitsins. Drummond má ekki þjálfa eða leiðbeina frjálsíþróttamönnum á meðan banninu stendur, en bannið var samþykkt af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu og gildir því um allan heim, ekki bara í Bandaríkjunum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Haukar - Grindavík | Meistararnir fá sterka Grindjána í heimsókn Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira