Nýr bóksölulisti vikunnar: Elítan og almenningur á sitthvorri bylgjulengdinni Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2014 16:45 Arnaldur og Yrsa þekkja það að kljást á toppi sölulista í jólabókaflóði. Kamp Knox Arnaldar Indriðasonar situr áfram í efsta sæti á Bóksölulistans en DNA Yrsu Sigurðardóttur, sem átti fjórða sætið í síðustu viku, stekkur nú upp í annað sætið. Þetta kemur fram sé bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda skoðaður. Barnabókahöfundarnir kappsömu lúta í lægra haldi fyrir glæpasagnahöfundunum. Gula spjaldið hans Gunnars Helga fellur úr þriðja sæti niður í það fjórða og Vísinda-Villi fer úr þriðja sæti niður í það fimmta. Annars mega börn og ungmenni vel við una því á lista yfir 10 mest seldu bækur síðustu viku eru 5 þeirra ætlaðar börnum. Útkallið er á miklu flugi og stekkur úr sjöunda sæti upp í það þriðja en hún var í 6.-7. sæti á sama tíma í fyrra. Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna, Gullmiðann, og ekki er að sjá að þær bækur sem tilnefndar rími við áhugasvið þeirra sem kaupa bækur. En, kannski breytist það þegar útgefendur fara að auglýsa tilnefningarnar að kappi. En, þetta á reyndar ekki við um Öræfi Ófeigs Sigurðssonar, sem er svo þriðja skáldsagan fyrir utan Arnald og Yrsu, sem nær inn á topplistann. Jafnframt er hún eina bókin sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem telja má að sé á góðu flugi. Séu listarnir skoðaðir nánar með þennan samanburð í huga eru Öræfi eina tilnefnda skáldverkið sem kemst inn á skáldverkalistann: Þrír sneru aftur og Koparakur eru ekki meðal tíu mest seldu íslensku skáldverkanna og ljóðabækurnar tvær sem tilnefndar voru komast hvorugar inn á ljóðabókalistann, Kok og Velúr. Ef skoðaðar eru tilnefningarnar í flokki barna- og ungmennabóka þá er Hafnfirðingabrandarinn hennar Bryndísar Björgvinsdóttur eina bókin sem kemst á blað, en hún situr í 5. sæti ungmennabókalistans. Og sama sagan er í fræðibókageiranum, þar er það bara Lífríki Íslands sem eitthvað er að seljast samkvæmt Bóksölulistanum, en hún situr í fjórða sæti fræðibókalistans. Með öðrum orðum: Almenningur er á allt annarri bylgjulengd en dómnefndir Íslensku bókmenntaverðlaunanna og er það umhugsunarvert. En, svona líta þeir út listarnir, heitir úr kompum félags bókaútgefenda.Topplistinn – mest seldu bækur Bóksölulistans 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. DNA Yrsa Sigurðardóttir 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 5. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 6. Hjálp Þorgrímur Þráinsson 7. Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson 8. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 9. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 10. Öræfi Ófeigur Sigurðsson Ævisögur 1. Saga þeirra, saga mín Helga Guðrún Johnson 2. Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir 3. Hans Jónatan : Maðurinn sem stal... Gísli Pálsson 4. Í krafti sannfæringar : saga lögmanns.. Jón Steinar Gunnlaugsson 5. Líf mitt (IB) Luis Suárez 6. Handan minninga Sally Magnusson 7. Líf mitt (Kilja) Luis Suárez 8. Sigurður dýralæknir 2 Sigurður Sigurðarson 9. Kaupmaðurinn á horninu : Óskar... Jakob F. Ásgeirsson 10. Winston S. Churchill : ævisaga Jón Þ. Þór Íslensk skáldverk 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. DNA Yrsa Sigurðardóttir 3. Öræfi Ófeigur Sigurðsson 4. Vonarlandið Kristín Steinsdóttir 5. Skálmöld Einar Kárason 6. Kata Steinar Bragi 7. Litlu dauðarnir Stefán Máni 8. Táningabók Sigurður Pálsson 9. Gæðakonur Steinunn Sigurðardóttir 10. Afdalabarn Guðrún frá Lundi Þýdd skáldverk 1. Náðarstund Hannah Kent 2. Pabbi er farinn á veiðar Mary Higgins Clark 3. Í innsta hring (Kilja) Vivica Sten 4. Pabbi er farinn á veiðar Mary Higgins Clark 5. Hátíð merkingarleysunnar Milan Kundera 6. Sverðagnýr I : Stál og snjór George R.R. Martin 7. Maður sem heitir Ove Fredrik Backman 8. Ævintýraferð fakírsins sem festist... Romain Puértolas 9. Amma biður að heilsa Fredrik Backman 10. Lífið að leysa Alice Munro Barnabækur 1. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 4. Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson 5. Loom æðið Kat Roberts 6. Þrettán dagar til jóla Brian Pilkington 7. Ævintýri fyrir yngstu börnin Setberg 8. Rottuborgari David Walliams 9. Fjölfræðibók Sveppa Sverrir Þór Sverrisson 10. Leitin að Blóðey - Ótrúleg ævintýri afa Guðni Líndal Benediktsson Ungmennabækur 1. Hjálp Þorgrímur Þráinsson 2. Fótboltaspurningar Bjarni Þór Guðjónsson / Guðjón Eiríksson 3. Töfradísin - Leyndardómurinn um... Michael Scott 4. Eleanor og Park Rainbow Rowell 5. Hafnfirðingabrandarinn Bryndís Björgvinsdóttir 6. Djásn : Freyju saga 2 Sif Sigmarsdóttir 7. Arfleifð Veronica Roth 8. Rauð sem blóð Salla Simukka 9. Andóf Veronica Roth 10. Óreiða Lauren Oliver Fræði og almennt efni 1. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 2. Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir / Bragi Valdimar Skúlason 3. Skagfirskar skemmtisögur Björn Jóhann Björnsson 4. Lífríki Íslands Snorri Baldursson 5. Hrossahlátur Júlíus Brjánsson 6. Flugvélar í máli og myndum Sam Atkinson / Jemima Dunnie 7. Draumaráðningar Símon Jón Jóhannsson 8. Í köldu stríði Styrmir Gunnarsson 9. Hallgerður Guðni Ágústsson 10. Meistarasögur Brjánn Guðjónsson Ljóð & leikrit 1. Sjósuða Bergþóra Einarsdóttir 2. Feigðarórar Kristófer Páll Viðarsson 3. Íslensk úrvalsljóð Guðmundur Andri Thorsson valdi 4. Vornóttin angar Oddur Sigfússon 5. Íslenskar úrvalsstökur Guðmundur Andri Thorsson valdi 6. Eddukvæði í öskju Gísli Sigurðsson ritst. 7. Tautar og raular Þórarinn Eldjárn 8. Drápa Gerður Kristný 9. Ljóðasafn Gerður Kristný 10. Yahya Hassan Yahya Hassan Matreiðslubækur 1. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 2. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring 3. Af bestu lyst 4 Heiða Björg Hilmisdóttir / Laufey Steingrímsdóttir / Gunnar Sverrisson 4. Læknirinn í eldhúsinu : veislan... Ragnar Freyr Ingvarsson 5. Dísukökur Hafdís Priscilla Magnúsdóttir 6. Eldhúsið okkar: Íslenskur hátíðarmatur Magnús Ingi Magnússon 7. Leyndarmál Tapasbarsins Bjarki Freyr Gunnlaugsson / Carlos Horacio Gimenez 8. Kolvetnissnauðir hversdagsréttir.. Gunnar Már Sigfússon 9. Sveitasæla : Góður matur gott líf Inga Elsa Bergþórsdóttir / Gísli Egils Hrafnsson 10. Stóra alifuglabókin Úlfar Finnbjörnsson Handavinnubækur 1. Stóra heklbókin May Corfield 2. Íslenskt prjón - 25 tilbrigði Hélène Magnússon 3. Heklfélagið : úrval uppskrifta eftir 15.. Tinna Þórudóttir Þorvaldar 4. Tvöfalt prjón : flott báðum megin Guðrún María Guðmundsdóttir 5. Hekl, skraut og fylgihlutir Ros Badger 6. Litlu skrímslin Nuriya Khegay 7. Treflaprjón Guðrún S. Magnúsdóttir 8. Prjónaást Jessica Biscoe 9. Slaufur Rannveig Hafsteinsdóttir 10. Sokkaprjón Guðrún S. Magnúsdóttir Hljóðbókalisti 1. Útkall-örlagaskotið Óttar Sveinsson 2. Afdalabarn Guðrún frá Lundi 3. Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir 4. Góði dátinn Svejk Jaroslav Hašek 5. Skemmtilegu smábarnabækurnar Ýmsir 6. Gæðakonur Steinunn Sigurðardóttir 7. Ronja ræningjadóttir Astrid Lindgren 8. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 9. DNA Yrsa Sigurðardóttir 10. Amma biður að heilsa Fredrik Backman Kiljulistinn 1. Afdalabarn Guðrún frá Lundi 2. Í innsta hring Vivica Sten 3. Pabbi er farinn á veiðar Mary Higgins Clark 4. Hvernig á að rústa lífi sínu...og vera.. Sævar Daníel Kolandavelu 5. Drón Halldór Armand 6. Kistan Elí Freysson 7. Sverðagnýr I : Stál og snjór George R.R. Martin 8. Maður sem heitir Ove Fredrik Backman 9. Ævintýraferð fakírsins sem festist... Romain Puértolas 10. Amma biður að heilsa Fredrik Backman Uppsafnaður listi frá áramótum Söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Grillréttir Hagkaups Friðrika Hjördís Geirsdóttir 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. DNA Yrsa Sigurðardóttir 5. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 6. 30 dagar - leið til betri lífsstíls Davíð Kristinsson 7. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 8. Útkall - Örlagaskotið Óttar Sveinsson 9. 5:2 mataræðið með Lukku í Happ Unnur Guðrún Pálsdóttir 10. Amma biður að heilsa Fredrik Backman Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Kamp Knox Arnaldar Indriðasonar situr áfram í efsta sæti á Bóksölulistans en DNA Yrsu Sigurðardóttur, sem átti fjórða sætið í síðustu viku, stekkur nú upp í annað sætið. Þetta kemur fram sé bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda skoðaður. Barnabókahöfundarnir kappsömu lúta í lægra haldi fyrir glæpasagnahöfundunum. Gula spjaldið hans Gunnars Helga fellur úr þriðja sæti niður í það fjórða og Vísinda-Villi fer úr þriðja sæti niður í það fimmta. Annars mega börn og ungmenni vel við una því á lista yfir 10 mest seldu bækur síðustu viku eru 5 þeirra ætlaðar börnum. Útkallið er á miklu flugi og stekkur úr sjöunda sæti upp í það þriðja en hún var í 6.-7. sæti á sama tíma í fyrra. Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna, Gullmiðann, og ekki er að sjá að þær bækur sem tilnefndar rími við áhugasvið þeirra sem kaupa bækur. En, kannski breytist það þegar útgefendur fara að auglýsa tilnefningarnar að kappi. En, þetta á reyndar ekki við um Öræfi Ófeigs Sigurðssonar, sem er svo þriðja skáldsagan fyrir utan Arnald og Yrsu, sem nær inn á topplistann. Jafnframt er hún eina bókin sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem telja má að sé á góðu flugi. Séu listarnir skoðaðir nánar með þennan samanburð í huga eru Öræfi eina tilnefnda skáldverkið sem kemst inn á skáldverkalistann: Þrír sneru aftur og Koparakur eru ekki meðal tíu mest seldu íslensku skáldverkanna og ljóðabækurnar tvær sem tilnefndar voru komast hvorugar inn á ljóðabókalistann, Kok og Velúr. Ef skoðaðar eru tilnefningarnar í flokki barna- og ungmennabóka þá er Hafnfirðingabrandarinn hennar Bryndísar Björgvinsdóttur eina bókin sem kemst á blað, en hún situr í 5. sæti ungmennabókalistans. Og sama sagan er í fræðibókageiranum, þar er það bara Lífríki Íslands sem eitthvað er að seljast samkvæmt Bóksölulistanum, en hún situr í fjórða sæti fræðibókalistans. Með öðrum orðum: Almenningur er á allt annarri bylgjulengd en dómnefndir Íslensku bókmenntaverðlaunanna og er það umhugsunarvert. En, svona líta þeir út listarnir, heitir úr kompum félags bókaútgefenda.Topplistinn – mest seldu bækur Bóksölulistans 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. DNA Yrsa Sigurðardóttir 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 5. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 6. Hjálp Þorgrímur Þráinsson 7. Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson 8. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 9. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 10. Öræfi Ófeigur Sigurðsson Ævisögur 1. Saga þeirra, saga mín Helga Guðrún Johnson 2. Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir 3. Hans Jónatan : Maðurinn sem stal... Gísli Pálsson 4. Í krafti sannfæringar : saga lögmanns.. Jón Steinar Gunnlaugsson 5. Líf mitt (IB) Luis Suárez 6. Handan minninga Sally Magnusson 7. Líf mitt (Kilja) Luis Suárez 8. Sigurður dýralæknir 2 Sigurður Sigurðarson 9. Kaupmaðurinn á horninu : Óskar... Jakob F. Ásgeirsson 10. Winston S. Churchill : ævisaga Jón Þ. Þór Íslensk skáldverk 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. DNA Yrsa Sigurðardóttir 3. Öræfi Ófeigur Sigurðsson 4. Vonarlandið Kristín Steinsdóttir 5. Skálmöld Einar Kárason 6. Kata Steinar Bragi 7. Litlu dauðarnir Stefán Máni 8. Táningabók Sigurður Pálsson 9. Gæðakonur Steinunn Sigurðardóttir 10. Afdalabarn Guðrún frá Lundi Þýdd skáldverk 1. Náðarstund Hannah Kent 2. Pabbi er farinn á veiðar Mary Higgins Clark 3. Í innsta hring (Kilja) Vivica Sten 4. Pabbi er farinn á veiðar Mary Higgins Clark 5. Hátíð merkingarleysunnar Milan Kundera 6. Sverðagnýr I : Stál og snjór George R.R. Martin 7. Maður sem heitir Ove Fredrik Backman 8. Ævintýraferð fakírsins sem festist... Romain Puértolas 9. Amma biður að heilsa Fredrik Backman 10. Lífið að leysa Alice Munro Barnabækur 1. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 4. Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson 5. Loom æðið Kat Roberts 6. Þrettán dagar til jóla Brian Pilkington 7. Ævintýri fyrir yngstu börnin Setberg 8. Rottuborgari David Walliams 9. Fjölfræðibók Sveppa Sverrir Þór Sverrisson 10. Leitin að Blóðey - Ótrúleg ævintýri afa Guðni Líndal Benediktsson Ungmennabækur 1. Hjálp Þorgrímur Þráinsson 2. Fótboltaspurningar Bjarni Þór Guðjónsson / Guðjón Eiríksson 3. Töfradísin - Leyndardómurinn um... Michael Scott 4. Eleanor og Park Rainbow Rowell 5. Hafnfirðingabrandarinn Bryndís Björgvinsdóttir 6. Djásn : Freyju saga 2 Sif Sigmarsdóttir 7. Arfleifð Veronica Roth 8. Rauð sem blóð Salla Simukka 9. Andóf Veronica Roth 10. Óreiða Lauren Oliver Fræði og almennt efni 1. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 2. Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir / Bragi Valdimar Skúlason 3. Skagfirskar skemmtisögur Björn Jóhann Björnsson 4. Lífríki Íslands Snorri Baldursson 5. Hrossahlátur Júlíus Brjánsson 6. Flugvélar í máli og myndum Sam Atkinson / Jemima Dunnie 7. Draumaráðningar Símon Jón Jóhannsson 8. Í köldu stríði Styrmir Gunnarsson 9. Hallgerður Guðni Ágústsson 10. Meistarasögur Brjánn Guðjónsson Ljóð & leikrit 1. Sjósuða Bergþóra Einarsdóttir 2. Feigðarórar Kristófer Páll Viðarsson 3. Íslensk úrvalsljóð Guðmundur Andri Thorsson valdi 4. Vornóttin angar Oddur Sigfússon 5. Íslenskar úrvalsstökur Guðmundur Andri Thorsson valdi 6. Eddukvæði í öskju Gísli Sigurðsson ritst. 7. Tautar og raular Þórarinn Eldjárn 8. Drápa Gerður Kristný 9. Ljóðasafn Gerður Kristný 10. Yahya Hassan Yahya Hassan Matreiðslubækur 1. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 2. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring 3. Af bestu lyst 4 Heiða Björg Hilmisdóttir / Laufey Steingrímsdóttir / Gunnar Sverrisson 4. Læknirinn í eldhúsinu : veislan... Ragnar Freyr Ingvarsson 5. Dísukökur Hafdís Priscilla Magnúsdóttir 6. Eldhúsið okkar: Íslenskur hátíðarmatur Magnús Ingi Magnússon 7. Leyndarmál Tapasbarsins Bjarki Freyr Gunnlaugsson / Carlos Horacio Gimenez 8. Kolvetnissnauðir hversdagsréttir.. Gunnar Már Sigfússon 9. Sveitasæla : Góður matur gott líf Inga Elsa Bergþórsdóttir / Gísli Egils Hrafnsson 10. Stóra alifuglabókin Úlfar Finnbjörnsson Handavinnubækur 1. Stóra heklbókin May Corfield 2. Íslenskt prjón - 25 tilbrigði Hélène Magnússon 3. Heklfélagið : úrval uppskrifta eftir 15.. Tinna Þórudóttir Þorvaldar 4. Tvöfalt prjón : flott báðum megin Guðrún María Guðmundsdóttir 5. Hekl, skraut og fylgihlutir Ros Badger 6. Litlu skrímslin Nuriya Khegay 7. Treflaprjón Guðrún S. Magnúsdóttir 8. Prjónaást Jessica Biscoe 9. Slaufur Rannveig Hafsteinsdóttir 10. Sokkaprjón Guðrún S. Magnúsdóttir Hljóðbókalisti 1. Útkall-örlagaskotið Óttar Sveinsson 2. Afdalabarn Guðrún frá Lundi 3. Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir 4. Góði dátinn Svejk Jaroslav Hašek 5. Skemmtilegu smábarnabækurnar Ýmsir 6. Gæðakonur Steinunn Sigurðardóttir 7. Ronja ræningjadóttir Astrid Lindgren 8. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 9. DNA Yrsa Sigurðardóttir 10. Amma biður að heilsa Fredrik Backman Kiljulistinn 1. Afdalabarn Guðrún frá Lundi 2. Í innsta hring Vivica Sten 3. Pabbi er farinn á veiðar Mary Higgins Clark 4. Hvernig á að rústa lífi sínu...og vera.. Sævar Daníel Kolandavelu 5. Drón Halldór Armand 6. Kistan Elí Freysson 7. Sverðagnýr I : Stál og snjór George R.R. Martin 8. Maður sem heitir Ove Fredrik Backman 9. Ævintýraferð fakírsins sem festist... Romain Puértolas 10. Amma biður að heilsa Fredrik Backman Uppsafnaður listi frá áramótum Söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Grillréttir Hagkaups Friðrika Hjördís Geirsdóttir 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. DNA Yrsa Sigurðardóttir 5. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 6. 30 dagar - leið til betri lífsstíls Davíð Kristinsson 7. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 8. Útkall - Örlagaskotið Óttar Sveinsson 9. 5:2 mataræðið með Lukku í Happ Unnur Guðrún Pálsdóttir 10. Amma biður að heilsa Fredrik Backman
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira