Innlent

Íþróttahúsinu á Hellu lokað í tíu daga

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mikill vatnsleki var í húsinu um helgina.
Mikill vatnsleki var í húsinu um helgina. vísir/magnús hlynur
„Við krossum bara fingur og vonum það besta, vonandi er dúkurinn ekki ónýtur," segir Heimir Hafsteinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Rangárþingi ytra en íþróttahúsinu á Hellu hefur verið lokað í tíu daga vegna mikils vatnsleka um helgina.

„Já, það flæddi inn í húsið vegna mikilla rigninga, niðurföll þorpsins höfðu ekki undan og vatnið leitaði því á lægsta punktinn, sem er íþróttahúsið og var fór þar inn í stríðum straumi. Eftir að við þurrkuðum vatnið upp kom tryggingafélagið með allskonar blásara og græjur, sem verða í húsinu næstu daga til að freista þess að þurrka það upp, ekki síst grindina undir gólfinu," segir Þórhallur Svavarsson, umsjónarmaður íþróttahússins. Enginn starfsemi er í húsinu á meðan.

Skötuveisla færð í annað íþróttahús

Föstudagskvöldið 5. desember stóð til að halda 500 manna skötuveislu í íþróttahúsinu sem Ásmundur Friðriksson, alþingismaður stendur fyrir, ásamt forsvarsmönnum hestamannafélaganna á Suðurlandi.

Veislan hefur verið flutt í íþróttahúsið á Laugalandi í Holtum, sem er í eigu Rangárþings ytra. Eins og sjá má á myndum, sem Heimir Hafsteinsson tók var mikið vatn á gólfi hússins.

vísir/magnús hlynur
vísir/magnús hlynur
vísir/magnús hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×