Innlent

Par staðið að verki við lyfjasölu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Við húsleit hjá þeim framvísaði konan rúmlega sextíu svefntöflum og töluverðu magni af kvíðastillandi lyfjum.
Við húsleit hjá þeim framvísaði konan rúmlega sextíu svefntöflum og töluverðu magni af kvíðastillandi lyfjum. vísir/getty
Maður og kona voru handtekin síðdegis í gær, eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði staðið þau að sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum. Við húsleit hjá þeim framvísaði konan rúmlega sextíu svefntöflum og töluverðu magni af kvíðastillandi lyfjum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að lögregla hafi haft hendur í hári tveggja „viðskiptavina“ parsins, sem báðir höfðu í fórum sínum svefntöflur sem þau höfðu keypt af þeim, auk þess sem annar þeirra var með tíu grömm af amfetamíni.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×