Körfubolti

Naumt tap hjá Elvari og Martin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Strákarnir í New York
Strákarnir í New York vísir/svali
LIU Brooklyn Blackbirds varð að sætta sig við fimmta tapið í jafn mörgum leikjum í bandaríska háskóla körfuboltanum þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Lehigh Mountain Hawks 80-76.

Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 34-31 fyrir Haukana.

Um miðbik seinni hálfleiks náðu Haukarnir yfir tíu stiga forystu og það náðu Svartfuglarnir aldrei að vinna upp og þriggja stiga karfa Elvars Friðrikssonar þegar leiktíminn rann út dugði skammt.

Elvar skoraði 13 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 4 fráköst en hann hitti úr 4 af 9 skotum sínum, þar af 3 af 7 þriggja stiga skotum. Hann nýtti þó aðeins 2 af 6 vítum sínum í leiknum.

Martin Hermannsson var næst stigahæstur í liði Svartfuglanna með 19 stig auk þess að gefa 3 stoðsendingar og taka 2 fráköst en hann hitti úr 6 af 13 skotum sínum en aðeins einu af fimm þriggja stiga skotum. Hann hitti úr 6 af 7 vítaskotum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×