Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 15:09 Vísir/Anton Ísland lenti í sterkum riðli á EM í körfubolta en dregið var í Disney-landi í París í dag. Riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi þar sem strákarnir okkar leika gegn Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum auk heimamönnum. Ísland var önnur þjóðin dregin úr sjöunda potti og fór í B-riðilinn þar sem spila ofangreindar þjóðir. Sem fyrr segir er um gríðarlega sterkan riðil að ræða, en Spánn, Serbía og Tyrkland hafa verið á meðal bestu þjóða Evrópukörfuboltans um margra ára skeið. Þýskaland var í sjötta styrkleikaflokki, en það er á heimavelli og hefur NBA-stjarnan Dirk Nowitzki gefið það út að hann mun ljúka landsliðsferli sínum með þýska landsliðinu á EM á næsta ári. Nowitzki hefur tvívegis orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks. EM í körfubolta hefst þann 5. september og lýkur fimmtán dögum síðar. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi. Riðlarnir:A-riðill (Montpellier): Frakkland, Finnland, Bosnía, Pólland, Ísrael, Rússland.B-riðill (Berlín): Spánn, Þýskaland, Serbía, Tyrkland, Ítalía, Ísland.C-riðill (Zagreb): Króatía, Slóvenía, Grikkland, Makedónía, Georgía, Holland.D-riðill (Riga): Lettland, Litháen, Eistland, Úkraína, Belgía, Tékkland.16.22: Styttist í að Ísland verði dregið úr sinni skál.16.20: B-riðill lítur út fyrir að vera ansi sterkur.16.17: Lettland er í D-riðli og því ljóst að Ísland er ekki í þeim riðli.16.15: Jæja, þá er þetta að fara að byrja.16.05: Upphaflega átti EM 2015 að fara fram í Úkraínu en hætt var við það vegna þess óstöðuga ástands sem ríkt hefur í landinu.16.00: Þá er útsendingin hafin og vonandi stutt í að þetta verði allt saman ljóst.15.55: Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, segir samkvæmt karfan.is, að hin svokallaða Körfuboltafjölskylda hafi safnað rúmum sex milljónum króna fyrir þátttöku landsliðsins á EM næsta sumar. Meira um það hér.15.50: Það er nóg fram undan hjá körfuboltalandsliðinu en auk EM í körfubolta verður liðið í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í vor.15.30: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með drættinum sem er fram undan í Disney-landi í París. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fyrirkomulag dráttsins. Körfubolti Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Ísland lenti í sterkum riðli á EM í körfubolta en dregið var í Disney-landi í París í dag. Riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi þar sem strákarnir okkar leika gegn Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum auk heimamönnum. Ísland var önnur þjóðin dregin úr sjöunda potti og fór í B-riðilinn þar sem spila ofangreindar þjóðir. Sem fyrr segir er um gríðarlega sterkan riðil að ræða, en Spánn, Serbía og Tyrkland hafa verið á meðal bestu þjóða Evrópukörfuboltans um margra ára skeið. Þýskaland var í sjötta styrkleikaflokki, en það er á heimavelli og hefur NBA-stjarnan Dirk Nowitzki gefið það út að hann mun ljúka landsliðsferli sínum með þýska landsliðinu á EM á næsta ári. Nowitzki hefur tvívegis orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks. EM í körfubolta hefst þann 5. september og lýkur fimmtán dögum síðar. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi. Riðlarnir:A-riðill (Montpellier): Frakkland, Finnland, Bosnía, Pólland, Ísrael, Rússland.B-riðill (Berlín): Spánn, Þýskaland, Serbía, Tyrkland, Ítalía, Ísland.C-riðill (Zagreb): Króatía, Slóvenía, Grikkland, Makedónía, Georgía, Holland.D-riðill (Riga): Lettland, Litháen, Eistland, Úkraína, Belgía, Tékkland.16.22: Styttist í að Ísland verði dregið úr sinni skál.16.20: B-riðill lítur út fyrir að vera ansi sterkur.16.17: Lettland er í D-riðli og því ljóst að Ísland er ekki í þeim riðli.16.15: Jæja, þá er þetta að fara að byrja.16.05: Upphaflega átti EM 2015 að fara fram í Úkraínu en hætt var við það vegna þess óstöðuga ástands sem ríkt hefur í landinu.16.00: Þá er útsendingin hafin og vonandi stutt í að þetta verði allt saman ljóst.15.55: Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, segir samkvæmt karfan.is, að hin svokallaða Körfuboltafjölskylda hafi safnað rúmum sex milljónum króna fyrir þátttöku landsliðsins á EM næsta sumar. Meira um það hér.15.50: Það er nóg fram undan hjá körfuboltalandsliðinu en auk EM í körfubolta verður liðið í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í vor.15.30: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með drættinum sem er fram undan í Disney-landi í París. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fyrirkomulag dráttsins.
Körfubolti Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira