Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 15:09 Vísir/Anton Ísland lenti í sterkum riðli á EM í körfubolta en dregið var í Disney-landi í París í dag. Riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi þar sem strákarnir okkar leika gegn Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum auk heimamönnum. Ísland var önnur þjóðin dregin úr sjöunda potti og fór í B-riðilinn þar sem spila ofangreindar þjóðir. Sem fyrr segir er um gríðarlega sterkan riðil að ræða, en Spánn, Serbía og Tyrkland hafa verið á meðal bestu þjóða Evrópukörfuboltans um margra ára skeið. Þýskaland var í sjötta styrkleikaflokki, en það er á heimavelli og hefur NBA-stjarnan Dirk Nowitzki gefið það út að hann mun ljúka landsliðsferli sínum með þýska landsliðinu á EM á næsta ári. Nowitzki hefur tvívegis orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks. EM í körfubolta hefst þann 5. september og lýkur fimmtán dögum síðar. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi. Riðlarnir:A-riðill (Montpellier): Frakkland, Finnland, Bosnía, Pólland, Ísrael, Rússland.B-riðill (Berlín): Spánn, Þýskaland, Serbía, Tyrkland, Ítalía, Ísland.C-riðill (Zagreb): Króatía, Slóvenía, Grikkland, Makedónía, Georgía, Holland.D-riðill (Riga): Lettland, Litháen, Eistland, Úkraína, Belgía, Tékkland.16.22: Styttist í að Ísland verði dregið úr sinni skál.16.20: B-riðill lítur út fyrir að vera ansi sterkur.16.17: Lettland er í D-riðli og því ljóst að Ísland er ekki í þeim riðli.16.15: Jæja, þá er þetta að fara að byrja.16.05: Upphaflega átti EM 2015 að fara fram í Úkraínu en hætt var við það vegna þess óstöðuga ástands sem ríkt hefur í landinu.16.00: Þá er útsendingin hafin og vonandi stutt í að þetta verði allt saman ljóst.15.55: Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, segir samkvæmt karfan.is, að hin svokallaða Körfuboltafjölskylda hafi safnað rúmum sex milljónum króna fyrir þátttöku landsliðsins á EM næsta sumar. Meira um það hér.15.50: Það er nóg fram undan hjá körfuboltalandsliðinu en auk EM í körfubolta verður liðið í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í vor.15.30: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með drættinum sem er fram undan í Disney-landi í París. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fyrirkomulag dráttsins. Körfubolti Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Ísland lenti í sterkum riðli á EM í körfubolta en dregið var í Disney-landi í París í dag. Riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi þar sem strákarnir okkar leika gegn Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum auk heimamönnum. Ísland var önnur þjóðin dregin úr sjöunda potti og fór í B-riðilinn þar sem spila ofangreindar þjóðir. Sem fyrr segir er um gríðarlega sterkan riðil að ræða, en Spánn, Serbía og Tyrkland hafa verið á meðal bestu þjóða Evrópukörfuboltans um margra ára skeið. Þýskaland var í sjötta styrkleikaflokki, en það er á heimavelli og hefur NBA-stjarnan Dirk Nowitzki gefið það út að hann mun ljúka landsliðsferli sínum með þýska landsliðinu á EM á næsta ári. Nowitzki hefur tvívegis orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks. EM í körfubolta hefst þann 5. september og lýkur fimmtán dögum síðar. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi. Riðlarnir:A-riðill (Montpellier): Frakkland, Finnland, Bosnía, Pólland, Ísrael, Rússland.B-riðill (Berlín): Spánn, Þýskaland, Serbía, Tyrkland, Ítalía, Ísland.C-riðill (Zagreb): Króatía, Slóvenía, Grikkland, Makedónía, Georgía, Holland.D-riðill (Riga): Lettland, Litháen, Eistland, Úkraína, Belgía, Tékkland.16.22: Styttist í að Ísland verði dregið úr sinni skál.16.20: B-riðill lítur út fyrir að vera ansi sterkur.16.17: Lettland er í D-riðli og því ljóst að Ísland er ekki í þeim riðli.16.15: Jæja, þá er þetta að fara að byrja.16.05: Upphaflega átti EM 2015 að fara fram í Úkraínu en hætt var við það vegna þess óstöðuga ástands sem ríkt hefur í landinu.16.00: Þá er útsendingin hafin og vonandi stutt í að þetta verði allt saman ljóst.15.55: Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, segir samkvæmt karfan.is, að hin svokallaða Körfuboltafjölskylda hafi safnað rúmum sex milljónum króna fyrir þátttöku landsliðsins á EM næsta sumar. Meira um það hér.15.50: Það er nóg fram undan hjá körfuboltalandsliðinu en auk EM í körfubolta verður liðið í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í vor.15.30: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með drættinum sem er fram undan í Disney-landi í París. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fyrirkomulag dráttsins.
Körfubolti Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira