Lífið

Koma út með niðurlægjandi minningar úr æsku sinni

Tynan
Tynan
Mortified Nation er heimildamynd eftir David Nadleberg sem fylgir eftir fullorðnu fólki þar sem það les upp úr dagbókum úr æsku sinni. 

Það eru sennilega ekki margir sem væru til í að standa á sviði og lesa upp úr dagbókum sem það skrifaði sem börn eða unglingar fyrir framan fullan sal af ókunnugu fólki, en það er nákvæmlega það sem gerist í heimildamyndinni. 

Þar má finna ýmiss konar færslur, til að mynda ástarbréf sem aldrei skiluðu sér og hádramatísk ljóð um flækjur þess að vera unglingur.

Hér að neðan má sjá klippu úr heimildamyndinni þar sem Tynan berar æskuminningarnar.

Hann notaði sína dagbók til þess að tjá sinn innri mann, sem var svokallaður gangster-rappari. Tynan lýsir sjálfum sér sem ástsjúkum fimmtán ára gömlum dreng sem hafði hjarta ljóðskálds en orðaforða Flava Flav.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.