Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 20:30 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var sáttur með fréttir dagsins. Vísir/Valli Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. „Ég talaði við Arne Elovsson, varaforseta EHF, og þetta er niðurstaðan á fundinum. Ég skil ekkert í þeim af hverju þeir gefa ekki út fréttatilkynningu," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi í kvöld en þá var IHF ekki ennþá búið að gefa út fréttatilkynningu. Hún kom síðan seinna. „Þetta er búið að vera langur vegur en þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða," sagði Guðmundur en trúði hann alltaf á það að Ísland fengi sætið á HM? „Ég var orðinn mjög bjartsýnn þegar þessi lið drógu sig út útaf því að ég var búinn að fá stuðning frá Evrópusambandinu um það að við yrðum næsta þjóð inn. Síðan þegar þær óskuðu eftir að fá að fara inn aftur þá var ég ekki eins bjartsýnn," sagði Guðmundur. Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum höfðu afsalað sér sætum sínum fyrr í þessum mánuði vegna pólískra ástæðna en þau vildu síðan bæði fá sætin aftur í þessari viku. IHF samþykkti það ekki og Ísland og Sádí-Arabía fengu sætin. Ísland hóf málarekstur gegn IHF eftir að Þýskaland var tekið inn í sumar þegar Ástralir duttu út. Ísland átti að vera næsta varaþjóð en IHF breytti reglunum í miðri keppni. „Við vorum ekki búnir að gefast upp í þessu dómsmáli og það var ennþá inni. Ég ætlaði að halda því áfram," sagði Guðmundur en hafði það eitthvað að segja um niðurstöðuna? „Ég veit það ekki. Við vorum með beiðni á þessum fundi um að fá að fara með málið beint til Íþróttadómstólsins í Lausanne og sleppa þar með næsta dómstigi hjá IHF. Sú beiðni lá fyrir hjá okkur en hún hefur eflaust ekkert verið tekin fyrir fyrst að við vorum komnir inn. Það sýndi fullan hug okkar að við ætluðum að halda áfram með þetta mál. Það verða aðrir að svara fyrir það hvort að það hafi haft einhver áhrif," sagði Guðmundur en sætið á HM skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenskan handbolta. „Við erum í prófi annað hvert ár í þessum Evrópu- og heimsmeistarakeppnum. Þetta er spilað svo ört og það er rosalega mikilvægt að keppa meðal þeirra bestu því þá erum við í hærri styrkleikaflokki þegar er verið að draga í þessar undankeppnir. Þetta er því gríðarlega mikilvægt fyrir okkur," sagði Guðmundur en það verður rætt meira við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20 Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27 IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. „Ég talaði við Arne Elovsson, varaforseta EHF, og þetta er niðurstaðan á fundinum. Ég skil ekkert í þeim af hverju þeir gefa ekki út fréttatilkynningu," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi í kvöld en þá var IHF ekki ennþá búið að gefa út fréttatilkynningu. Hún kom síðan seinna. „Þetta er búið að vera langur vegur en þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða," sagði Guðmundur en trúði hann alltaf á það að Ísland fengi sætið á HM? „Ég var orðinn mjög bjartsýnn þegar þessi lið drógu sig út útaf því að ég var búinn að fá stuðning frá Evrópusambandinu um það að við yrðum næsta þjóð inn. Síðan þegar þær óskuðu eftir að fá að fara inn aftur þá var ég ekki eins bjartsýnn," sagði Guðmundur. Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum höfðu afsalað sér sætum sínum fyrr í þessum mánuði vegna pólískra ástæðna en þau vildu síðan bæði fá sætin aftur í þessari viku. IHF samþykkti það ekki og Ísland og Sádí-Arabía fengu sætin. Ísland hóf málarekstur gegn IHF eftir að Þýskaland var tekið inn í sumar þegar Ástralir duttu út. Ísland átti að vera næsta varaþjóð en IHF breytti reglunum í miðri keppni. „Við vorum ekki búnir að gefast upp í þessu dómsmáli og það var ennþá inni. Ég ætlaði að halda því áfram," sagði Guðmundur en hafði það eitthvað að segja um niðurstöðuna? „Ég veit það ekki. Við vorum með beiðni á þessum fundi um að fá að fara með málið beint til Íþróttadómstólsins í Lausanne og sleppa þar með næsta dómstigi hjá IHF. Sú beiðni lá fyrir hjá okkur en hún hefur eflaust ekkert verið tekin fyrir fyrst að við vorum komnir inn. Það sýndi fullan hug okkar að við ætluðum að halda áfram með þetta mál. Það verða aðrir að svara fyrir það hvort að það hafi haft einhver áhrif," sagði Guðmundur en sætið á HM skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenskan handbolta. „Við erum í prófi annað hvert ár í þessum Evrópu- og heimsmeistarakeppnum. Þetta er spilað svo ört og það er rosalega mikilvægt að keppa meðal þeirra bestu því þá erum við í hærri styrkleikaflokki þegar er verið að draga í þessar undankeppnir. Þetta er því gríðarlega mikilvægt fyrir okkur," sagði Guðmundur en það verður rætt meira við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20 Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27 IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30
Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20
Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27
IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56