Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 07:30 Guðmundur vill fara til Katar út af ÓL 2016. Vísir/Pjetur „Ég bara veit ekki hvað mun gerast. Maður er alveg hættur að átta sig á þessu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, við Fréttablaðið um fund Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í dag þar sem endanlega verður tekin ákvörðun um hvaða þjóðir spila á HM 2015 í Katar. Eftir farsann í kringum ákvörðun IHF að troða Þjóðverjum bakdyramegin á HM varð uppi annað bíó þegar Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku á mótinu vegna ósættis landanna við Katar. Klæði hafa nú verið borin á vopnin, sendiherrar landanna hafa snúið aftur til Katar og vilja þau nú vera með á HM. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þessar þjóðir verða teknar aftur inn. Ég veit samt hreinlega ekki hver staðan er. Ég er búinn að spyrjast fyrir um hvað verði lagt upp með en fulltrúar Evrópu sem ég hef talað við vita ekkert,“ segir Guðmundur. Formaðurinn segir það tæpt að IHF geti stuðst við sömu reglu og Þjóðverjar komust inn á. „Vandamálið við þessa reglu sem þeir tóku þá inn á er að hún er svo huglæg. Og nú sitja þeir uppi með þetta að þurfa að breyta viðmiðunum. Það var það sem við vorum að gagnrýna. Það á ekki að vera hægt að búa til reglur sem hafa engin föst viðmið.“ Ungverjaland og Serbía eru í raun á undan Íslandi inn fari svo að IHF styðjist við „Þjóðverja-regluna“, en hún er svo huglæg að mati Guðmundar að hann var orðinn nokkuð vongóður um að Ísland fengi sætið. „Áður en Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin komu aftur var ég orðinn frekar vongóður,“ segir hann. Það er heldur engin spurning í huga formannsins að Ísland eigi að fá sætið. Ekki gangi upp að hafna því og taka ekki þátt í skrípaleiknum. Ólympíuleikarnir eru í húfi. „Fyrir mér er það engin spurning að ef þetta sæti býðst þá tökum við það. Þetta er undankeppni fyrir Ólympíuleika og þar viljum við vera. Ég myndi ekki kasta þessu sæti frá mér bara til að vera fúll á móti,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. Búist er við ákvörðun eftir fund IHF fyrir fjögur í dag. Handbolti Tengdar fréttir Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14 Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00 Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30 Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
„Ég bara veit ekki hvað mun gerast. Maður er alveg hættur að átta sig á þessu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, við Fréttablaðið um fund Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í dag þar sem endanlega verður tekin ákvörðun um hvaða þjóðir spila á HM 2015 í Katar. Eftir farsann í kringum ákvörðun IHF að troða Þjóðverjum bakdyramegin á HM varð uppi annað bíó þegar Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku á mótinu vegna ósættis landanna við Katar. Klæði hafa nú verið borin á vopnin, sendiherrar landanna hafa snúið aftur til Katar og vilja þau nú vera með á HM. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þessar þjóðir verða teknar aftur inn. Ég veit samt hreinlega ekki hver staðan er. Ég er búinn að spyrjast fyrir um hvað verði lagt upp með en fulltrúar Evrópu sem ég hef talað við vita ekkert,“ segir Guðmundur. Formaðurinn segir það tæpt að IHF geti stuðst við sömu reglu og Þjóðverjar komust inn á. „Vandamálið við þessa reglu sem þeir tóku þá inn á er að hún er svo huglæg. Og nú sitja þeir uppi með þetta að þurfa að breyta viðmiðunum. Það var það sem við vorum að gagnrýna. Það á ekki að vera hægt að búa til reglur sem hafa engin föst viðmið.“ Ungverjaland og Serbía eru í raun á undan Íslandi inn fari svo að IHF styðjist við „Þjóðverja-regluna“, en hún er svo huglæg að mati Guðmundar að hann var orðinn nokkuð vongóður um að Ísland fengi sætið. „Áður en Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin komu aftur var ég orðinn frekar vongóður,“ segir hann. Það er heldur engin spurning í huga formannsins að Ísland eigi að fá sætið. Ekki gangi upp að hafna því og taka ekki þátt í skrípaleiknum. Ólympíuleikarnir eru í húfi. „Fyrir mér er það engin spurning að ef þetta sæti býðst þá tökum við það. Þetta er undankeppni fyrir Ólympíuleika og þar viljum við vera. Ég myndi ekki kasta þessu sæti frá mér bara til að vera fúll á móti,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. Búist er við ákvörðun eftir fund IHF fyrir fjögur í dag.
Handbolti Tengdar fréttir Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14 Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00 Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30 Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14
Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00
Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30
Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni