Handbolti

Formaður HSÍ: Möguleikar okkar hafa aukist | Eru Ungverjaland og Serbía framar en Ísland í röðinni?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eins og greint var frá á Vísi í gær jukust líkur Íslands á að vera meðal þátttökuþjóða á HM í handbolta í Katar á næsta ári til muna þegar Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sitt úr keppni vegna pólitískra deilna við Katar. SAF fylgdu þar með í fótspor Bahrein sem dró lið sitt úr keppni á föstudaginn af sömu ástæðu.

Nú þegar tvær Asíuþjóðir hafa dregið lið sín úr keppni þykir líklegt að Suður-Kórea taki annað af lausu sætunum, en Íslendingar gera sér vonir um að hitt falli þeim í skaut.

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, kvaðst vongóður um það í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en sagði jafnframt að enn væri ekkert í hendi.

„Eins og staðan er núna, fyrst það eru tvö lið sem eru dottin út, þá hafa möguleikar okkar á að komast inn aukist,“ sagði Guðmundur, en HSÍ kærði sem frægt er þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) að bjóða Þýskalandi en ekki Íslandi sæti á HM í Katar eftir að Ástralíu var vísað úr keppni.

En ætlar HSÍ að láta dómsmálið, sem verður tekið fyrir á næstunni á fyrsta dómstigi IHF, niður falla ef Ísland fær sæti á HM?

„Við munum bara skoða það, en það yrði þá á þeim forsendum að þær reglur sem voru settar síðast verði lagfærðar. En það er stutt í mót og svona dómsmál taka langan tíma, þannig að við þyrftum að skoða það,“ sagði Guðmundur sem bætti við að það væri vissulega skrítið að það lægt ekki enn fyrir hvaða þjóðir myndu taka þátt í Katar.

Fari IHF eftir sömu reglu og þegar Þýskalandi var úthlutað sæti á HM í sumar eru Ungverjaland og Serbía líklega á undan Íslandi í goggunarröðinni því báðar þjóðirnar enduðu ofar en íslenska liðið á HM á Spáni 2013. Þar hafnaði íslenska liðið í 12. sæti, en Ungverjalandi í því 8. og Serbía í því 10.

Verði hins vegar farið eftir frammistöðu á EM í Danmörku í byrjun ársins stendur Ísland mun betur að vígi. Lærisveinar Arons Kristjánssonar höfnuðu þar í 5. sæti, en Ungverjaland í því 8. og Serbía í því 13.

Ákvörðunin um hvaða þjóðir taka sæti Bahrein og SAF á HM í Katar verður tekin þann 21. nóvember næstkomandi á fundi framkvæmdastjórnar IHF.


Tengdar fréttir

HSÍ ætlar að berjast fyrir farseðlinum til Katar

Möguleikar Íslands á að taka þátt á HM í Katar í janúar jukust mikið í gær þegar Barein ákvað að draga lið sitt úr keppni. Nýju reglurnar hjá IHF, sem urðu þess valdandi að Þjóðverjar fóru á HM en ekki Ísland, gætu á endanum orðið þess valdandi að Ísland

HSÍ er búið að hafa samband við IHF

Það er óvænt eitt opið sæti á HM og formaður HSÍ hringdi í IHF í dag og ítrekaði kröfu sína um að láta Ísland fá sæti á mótinu.

Ísland með á HM í handbolta í Katar eftir allt saman?

Íslenska handboltalandsliðið gæti verið á leiðinni á HM í Katar í janúar eftir allt saman vegna ástandsins við Persaflóann en svo gæti farið að bæði Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum yrði meinuð þátttaka á HM.

Fer Ísland í riðil með Guðmundi og Degi?

Fari svo að íslenska landsliðið taki sæti Barein á HM í handbolta í Katar þá gætum við fengið skemmtilegt einvígi þriggja íslenskra þjálfara í riðlakeppninni.

Furstadæmin draga lið sitt úr keppni | Líklegt að Ísland verði með í Katar

Dramatíkin í kringum HM í handbolta í Katar á næsta ári virðist engan enda ætla að taka, en franska fréttastofan AFP hefur greint að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi dregið lið sitt úr keppni, sem þýðir væntanlega að möguleikar Íslendinga að taka sæti á HM hefur aukist til mikilla muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×