Handbolti

Fer Ísland í riðil með Guðmundi og Degi?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gumundur Guðmundsson þjálfar lið Dana.
Gumundur Guðmundsson þjálfar lið Dana. Vísir/Getty
Fari svo að íslenska landsliðið taki sæti Barein á HM í handbolta í Katar þá gætum við fengið skemmtilegt einvígi þriggja íslenskra þjálfara í riðlakeppninni.

Barein hefur ákveðið að draga landslið sitt úr heimsmeistarakeppninni í janúar eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. og Alþjóðahandboltasambandið mun ekki ákveða það fyrr en 21. nóvember hvaða þjóð fær sæti Barein. Ísland gæti átt tilkall til sætisins þar sem Ísland er fyrsta varaþjóð hjá Evrópu.

Það er búið að draga í riðla í keppninni og Barein er í riðli með Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson þjálfar lið Danmerkur og Dagur Sigurðsson þjálfar landslið Þýskalands. Hinar þjóðirnar í riðlinum eru Pólland, Rússland, Argentína en fjórar efstu þjóðirnar komast áfram í sextán liða úrslit.

Barein átti að mæta Rússlandi í fyrsta leik en leikur tvö átti að vera tveimur dögum síðar á móti Danmörku. Lokaleikur Barein í riðlinum átti síðan að vera á móti Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Ísland með á HM í handbolta í Katar eftir allt saman?

Íslenska handboltalandsliðið gæti verið á leiðinni á HM í Katar í janúar eftir allt saman vegna ástandsins við Persaflóann en svo gæti farið að bæði Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum yrði meinuð þátttaka á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×