Formaður HSÍ: Möguleikar okkar hafa aukist | Eru Ungverjaland og Serbía framar en Ísland í röðinni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 09:00 Eins og greint var frá á Vísi í gær jukust líkur Íslands á að vera meðal þátttökuþjóða á HM í handbolta í Katar á næsta ári til muna þegar Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sitt úr keppni vegna pólitískra deilna við Katar. SAF fylgdu þar með í fótspor Bahrein sem dró lið sitt úr keppni á föstudaginn af sömu ástæðu. Nú þegar tvær Asíuþjóðir hafa dregið lið sín úr keppni þykir líklegt að Suður-Kórea taki annað af lausu sætunum, en Íslendingar gera sér vonir um að hitt falli þeim í skaut. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, kvaðst vongóður um það í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en sagði jafnframt að enn væri ekkert í hendi. „Eins og staðan er núna, fyrst það eru tvö lið sem eru dottin út, þá hafa möguleikar okkar á að komast inn aukist,“ sagði Guðmundur, en HSÍ kærði sem frægt er þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) að bjóða Þýskalandi en ekki Íslandi sæti á HM í Katar eftir að Ástralíu var vísað úr keppni. En ætlar HSÍ að láta dómsmálið, sem verður tekið fyrir á næstunni á fyrsta dómstigi IHF, niður falla ef Ísland fær sæti á HM? „Við munum bara skoða það, en það yrði þá á þeim forsendum að þær reglur sem voru settar síðast verði lagfærðar. En það er stutt í mót og svona dómsmál taka langan tíma, þannig að við þyrftum að skoða það,“ sagði Guðmundur sem bætti við að það væri vissulega skrítið að það lægt ekki enn fyrir hvaða þjóðir myndu taka þátt í Katar. Fari IHF eftir sömu reglu og þegar Þýskalandi var úthlutað sæti á HM í sumar eru Ungverjaland og Serbía líklega á undan Íslandi í goggunarröðinni því báðar þjóðirnar enduðu ofar en íslenska liðið á HM á Spáni 2013. Þar hafnaði íslenska liðið í 12. sæti, en Ungverjalandi í því 8. og Serbía í því 10. Verði hins vegar farið eftir frammistöðu á EM í Danmörku í byrjun ársins stendur Ísland mun betur að vígi. Lærisveinar Arons Kristjánssonar höfnuðu þar í 5. sæti, en Ungverjaland í því 8. og Serbía í því 13. Ákvörðunin um hvaða þjóðir taka sæti Bahrein og SAF á HM í Katar verður tekin þann 21. nóvember næstkomandi á fundi framkvæmdastjórnar IHF. Handbolti Tengdar fréttir HSÍ ætlar að berjast fyrir farseðlinum til Katar Möguleikar Íslands á að taka þátt á HM í Katar í janúar jukust mikið í gær þegar Barein ákvað að draga lið sitt úr keppni. Nýju reglurnar hjá IHF, sem urðu þess valdandi að Þjóðverjar fóru á HM en ekki Ísland, gætu á endanum orðið þess valdandi að Ísland 8. nóvember 2014 08:30 HSÍ er búið að hafa samband við IHF Það er óvænt eitt opið sæti á HM og formaður HSÍ hringdi í IHF í dag og ítrekaði kröfu sína um að láta Ísland fá sæti á mótinu. 7. nóvember 2014 16:14 Ísland með á HM í handbolta í Katar eftir allt saman? Íslenska handboltalandsliðið gæti verið á leiðinni á HM í Katar í janúar eftir allt saman vegna ástandsins við Persaflóann en svo gæti farið að bæði Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum yrði meinuð þátttaka á HM. 7. nóvember 2014 14:30 Barein ekki með á HM | Ákvörðun tekin 21. nóvember Ísland gæti tekið þátt á HM í Katar eftir að Barein dró lið sitt úr keppni. 7. nóvember 2014 14:50 Fer Ísland í riðil með Guðmundi og Degi? Fari svo að íslenska landsliðið taki sæti Barein á HM í handbolta í Katar þá gætum við fengið skemmtilegt einvígi þriggja íslenskra þjálfara í riðlakeppninni. 7. nóvember 2014 15:44 Furstadæmin draga lið sitt úr keppni | Líklegt að Ísland verði með í Katar Dramatíkin í kringum HM í handbolta í Katar á næsta ári virðist engan enda ætla að taka, en franska fréttastofan AFP hefur greint að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi dregið lið sitt úr keppni, sem þýðir væntanlega að möguleikar Íslendinga að taka sæti á HM hefur aukist til mikilla muna. 8. nóvember 2014 13:51 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Eins og greint var frá á Vísi í gær jukust líkur Íslands á að vera meðal þátttökuþjóða á HM í handbolta í Katar á næsta ári til muna þegar Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sitt úr keppni vegna pólitískra deilna við Katar. SAF fylgdu þar með í fótspor Bahrein sem dró lið sitt úr keppni á föstudaginn af sömu ástæðu. Nú þegar tvær Asíuþjóðir hafa dregið lið sín úr keppni þykir líklegt að Suður-Kórea taki annað af lausu sætunum, en Íslendingar gera sér vonir um að hitt falli þeim í skaut. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, kvaðst vongóður um það í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en sagði jafnframt að enn væri ekkert í hendi. „Eins og staðan er núna, fyrst það eru tvö lið sem eru dottin út, þá hafa möguleikar okkar á að komast inn aukist,“ sagði Guðmundur, en HSÍ kærði sem frægt er þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) að bjóða Þýskalandi en ekki Íslandi sæti á HM í Katar eftir að Ástralíu var vísað úr keppni. En ætlar HSÍ að láta dómsmálið, sem verður tekið fyrir á næstunni á fyrsta dómstigi IHF, niður falla ef Ísland fær sæti á HM? „Við munum bara skoða það, en það yrði þá á þeim forsendum að þær reglur sem voru settar síðast verði lagfærðar. En það er stutt í mót og svona dómsmál taka langan tíma, þannig að við þyrftum að skoða það,“ sagði Guðmundur sem bætti við að það væri vissulega skrítið að það lægt ekki enn fyrir hvaða þjóðir myndu taka þátt í Katar. Fari IHF eftir sömu reglu og þegar Þýskalandi var úthlutað sæti á HM í sumar eru Ungverjaland og Serbía líklega á undan Íslandi í goggunarröðinni því báðar þjóðirnar enduðu ofar en íslenska liðið á HM á Spáni 2013. Þar hafnaði íslenska liðið í 12. sæti, en Ungverjalandi í því 8. og Serbía í því 10. Verði hins vegar farið eftir frammistöðu á EM í Danmörku í byrjun ársins stendur Ísland mun betur að vígi. Lærisveinar Arons Kristjánssonar höfnuðu þar í 5. sæti, en Ungverjaland í því 8. og Serbía í því 13. Ákvörðunin um hvaða þjóðir taka sæti Bahrein og SAF á HM í Katar verður tekin þann 21. nóvember næstkomandi á fundi framkvæmdastjórnar IHF.
Handbolti Tengdar fréttir HSÍ ætlar að berjast fyrir farseðlinum til Katar Möguleikar Íslands á að taka þátt á HM í Katar í janúar jukust mikið í gær þegar Barein ákvað að draga lið sitt úr keppni. Nýju reglurnar hjá IHF, sem urðu þess valdandi að Þjóðverjar fóru á HM en ekki Ísland, gætu á endanum orðið þess valdandi að Ísland 8. nóvember 2014 08:30 HSÍ er búið að hafa samband við IHF Það er óvænt eitt opið sæti á HM og formaður HSÍ hringdi í IHF í dag og ítrekaði kröfu sína um að láta Ísland fá sæti á mótinu. 7. nóvember 2014 16:14 Ísland með á HM í handbolta í Katar eftir allt saman? Íslenska handboltalandsliðið gæti verið á leiðinni á HM í Katar í janúar eftir allt saman vegna ástandsins við Persaflóann en svo gæti farið að bæði Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum yrði meinuð þátttaka á HM. 7. nóvember 2014 14:30 Barein ekki með á HM | Ákvörðun tekin 21. nóvember Ísland gæti tekið þátt á HM í Katar eftir að Barein dró lið sitt úr keppni. 7. nóvember 2014 14:50 Fer Ísland í riðil með Guðmundi og Degi? Fari svo að íslenska landsliðið taki sæti Barein á HM í handbolta í Katar þá gætum við fengið skemmtilegt einvígi þriggja íslenskra þjálfara í riðlakeppninni. 7. nóvember 2014 15:44 Furstadæmin draga lið sitt úr keppni | Líklegt að Ísland verði með í Katar Dramatíkin í kringum HM í handbolta í Katar á næsta ári virðist engan enda ætla að taka, en franska fréttastofan AFP hefur greint að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi dregið lið sitt úr keppni, sem þýðir væntanlega að möguleikar Íslendinga að taka sæti á HM hefur aukist til mikilla muna. 8. nóvember 2014 13:51 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
HSÍ ætlar að berjast fyrir farseðlinum til Katar Möguleikar Íslands á að taka þátt á HM í Katar í janúar jukust mikið í gær þegar Barein ákvað að draga lið sitt úr keppni. Nýju reglurnar hjá IHF, sem urðu þess valdandi að Þjóðverjar fóru á HM en ekki Ísland, gætu á endanum orðið þess valdandi að Ísland 8. nóvember 2014 08:30
HSÍ er búið að hafa samband við IHF Það er óvænt eitt opið sæti á HM og formaður HSÍ hringdi í IHF í dag og ítrekaði kröfu sína um að láta Ísland fá sæti á mótinu. 7. nóvember 2014 16:14
Ísland með á HM í handbolta í Katar eftir allt saman? Íslenska handboltalandsliðið gæti verið á leiðinni á HM í Katar í janúar eftir allt saman vegna ástandsins við Persaflóann en svo gæti farið að bæði Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum yrði meinuð þátttaka á HM. 7. nóvember 2014 14:30
Barein ekki með á HM | Ákvörðun tekin 21. nóvember Ísland gæti tekið þátt á HM í Katar eftir að Barein dró lið sitt úr keppni. 7. nóvember 2014 14:50
Fer Ísland í riðil með Guðmundi og Degi? Fari svo að íslenska landsliðið taki sæti Barein á HM í handbolta í Katar þá gætum við fengið skemmtilegt einvígi þriggja íslenskra þjálfara í riðlakeppninni. 7. nóvember 2014 15:44
Furstadæmin draga lið sitt úr keppni | Líklegt að Ísland verði með í Katar Dramatíkin í kringum HM í handbolta í Katar á næsta ári virðist engan enda ætla að taka, en franska fréttastofan AFP hefur greint að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi dregið lið sitt úr keppni, sem þýðir væntanlega að möguleikar Íslendinga að taka sæti á HM hefur aukist til mikilla muna. 8. nóvember 2014 13:51