Vignir: Var í skrýtnu félagi með skrýtinn þjálfara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2014 11:30 Vignir í leik með Minden á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Línumaðurinn Vignir Svavarsson segist hæstánægður með að vera kominn aftur til Danmerkur eftir sex ára dvöl í Þýskalandi. Vignir gekk í sumar í raðir Midtjylland frá þýska liðinu Minden. „Ég átti erfitt ár í fyrra. Þá var ég hjá skrýtnu félagi og með skrýtinn þjálfara. En ég er búinn að finna gleðina á ný,“ sagði Vignir í samtali við Vísi en hann verður í eldlínunni með landsliði Íslands sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2016 í kvöld. Vignir var að glíma talsvert við meiðsli á síðustu leiktíð auk þess sem hann fékk ekki mikið að spila hjá þjálfaranum Goran Perkovac.Hann ákvað því að snúa aftur til Danmerkur þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn árið 2005 er hann gekk í raðir Skjern. Aron Kristjánsson, núverandi landsliðsþjálfari, var þá þjálfari liðsins. Vignir spilar nú með Midtjylland sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og segir byrjunina á tímabilinu hafa verið vonum framar. „Við erum með lið sem getur unnið alla en líka tapað fyrir öllum liðum ef við hittum ekki á réttan dag. En einbeitingin hjá okkur hefur verið góð og við erum í öðru sæti deildarinnar. Það eru allir sáttir við það.“ Landsliðið kemur nú saman fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2016 en strákarnir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni í kvöld. Það verður fyrsti landsleikurinn eftir Bosníuleikina í júní þar sem Íslands varð af þátttökurétti á HM í Katar.Vignir í leik á EM í Danmörku fyrr á þessu ári.Vísir/Daníel„Það er alltaf gaman að hitta strákana og það er góður andi á æfingunum. Við vorum allir mjög ósáttir við hvernig þetta fór í sumar en við ætlum að nýta tækifærið, byrja á núlli og sýna hvað við getum.“ „Frammistaðan í leikjunum gegn Bosníu var hvorki falleg né okkur til sóma. Við vorum allir brjálaðir og hundsvekktir í allt sumar. En nú er það bara búið og ekkert við því að gera.“ „Þetta snýst bara um hvað við getum gert næst og það er að tryggja okkur inn á EM.“ Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið Það gætu orðið breytingar hjá Akureyri handboltafélagi á næstu dögum. 28. október 2014 15:52 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Línumaðurinn Vignir Svavarsson segist hæstánægður með að vera kominn aftur til Danmerkur eftir sex ára dvöl í Þýskalandi. Vignir gekk í sumar í raðir Midtjylland frá þýska liðinu Minden. „Ég átti erfitt ár í fyrra. Þá var ég hjá skrýtnu félagi og með skrýtinn þjálfara. En ég er búinn að finna gleðina á ný,“ sagði Vignir í samtali við Vísi en hann verður í eldlínunni með landsliði Íslands sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2016 í kvöld. Vignir var að glíma talsvert við meiðsli á síðustu leiktíð auk þess sem hann fékk ekki mikið að spila hjá þjálfaranum Goran Perkovac.Hann ákvað því að snúa aftur til Danmerkur þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn árið 2005 er hann gekk í raðir Skjern. Aron Kristjánsson, núverandi landsliðsþjálfari, var þá þjálfari liðsins. Vignir spilar nú með Midtjylland sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og segir byrjunina á tímabilinu hafa verið vonum framar. „Við erum með lið sem getur unnið alla en líka tapað fyrir öllum liðum ef við hittum ekki á réttan dag. En einbeitingin hjá okkur hefur verið góð og við erum í öðru sæti deildarinnar. Það eru allir sáttir við það.“ Landsliðið kemur nú saman fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2016 en strákarnir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni í kvöld. Það verður fyrsti landsleikurinn eftir Bosníuleikina í júní þar sem Íslands varð af þátttökurétti á HM í Katar.Vignir í leik á EM í Danmörku fyrr á þessu ári.Vísir/Daníel„Það er alltaf gaman að hitta strákana og það er góður andi á æfingunum. Við vorum allir mjög ósáttir við hvernig þetta fór í sumar en við ætlum að nýta tækifærið, byrja á núlli og sýna hvað við getum.“ „Frammistaðan í leikjunum gegn Bosníu var hvorki falleg né okkur til sóma. Við vorum allir brjálaðir og hundsvekktir í allt sumar. En nú er það bara búið og ekkert við því að gera.“ „Þetta snýst bara um hvað við getum gert næst og það er að tryggja okkur inn á EM.“
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið Það gætu orðið breytingar hjá Akureyri handboltafélagi á næstu dögum. 28. október 2014 15:52 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00
Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15
Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið Það gætu orðið breytingar hjá Akureyri handboltafélagi á næstu dögum. 28. október 2014 15:52