Handbolti

Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Örn Árnason spilaði lengi sem leikstjórnandi, meðal annars í atvinnumennsku.
Heimir Örn Árnason spilaði lengi sem leikstjórnandi, meðal annars í atvinnumennsku. vísir/daníel
Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar handboltafélags í Olís-deild karla í handbolta, gæti látið af störfum sem þjálfari liðsins á næstu dögum.

„Það kom upp sú hugmynd hjá stjórninni að ég myndi kannski taka fram skóna aftur,“ segir Heimir í samtali við Vísi.

Heimir var spilandi þjálfari hjá Akureyri á síðustu leiktíð en ætlar ekki að gera það aftur.

„Það er ekki möguleiki að ég fari í það bíó aftur,“ segir Heimir, sem segist þurfa að meta það hvernig ástandið á honum er líkamlega áður en hann tekur endanlega ákvörðun.

Heimir þjálfar liðið ásamt silfurdrengnum SverreJakobssyni sem stendur vaktina í vörn Akureyrarliðsins.

Fari svo að Heimir taki fram skóna og byrji að spila á nýjan leik verður að öllum líkindum nýr þjálfari ráðinn, að sögn Heimis Arnar.

Samkvæmt heimildum Vísis er AtliHilmarsson efstur á blaði hjá Akureyringum, en hann stýrði liðinu til deildarmeistaratitils 2011. Sama ár tapaði Akureyri í lokaúrslitum Íslandsmótsins gegn FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×