Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar 22. október 2025 08:30 Það hefur orðið bakslag í réttindabaráttu kvenna, eða svo er okkur talin trú um þessa dagana. Tímasetningin er forvitnileg. Því svo samstillt eru orð og áherslur að ætla mætti að um væri að ræða sérstakt markaðsátak í aðdraganda Kvenna- og kváraverkfallsins. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera.“ Framangreint er tilvísun í verkefnastýru Kvennaverkfallsins. Því eins og við öll vitum þá er það alltaf konur og kvár, en aldrei karlar og kvár. Í Morgunblaðinu lýsa baráttukonur áhyggjum af bakslagi meðal ungs fólks. Þær segja ungt fólk orðið íhaldssamara en afar þess og ömmur og vísa til Reykjavík Index-rannsóknarinnar. Því veganismi og kakó-athafnir séu á undanhaldi, en beinasoð og trúin á hina hefðbundnu fjölskyldu sækir fram. Þær hafa áhyggjur af þessu, gjalda varhug við hugsjónum ungu kynslóðarinnar, sem þær segja bruggaðar með beinasoðinu í faraldrinum. Þær segja okkur hafa skriðið fram úr hellum okkar eftir faraldurinn með nýja og verri sýn á heiminn. Já, þær sem selja naglasúpu hræðast beinaseyðið. Það er vert að nefna að ömmurnar og afarnir sem voru dregin til samanburðar eru hippakynslóðin. Fólk sem lifði sín uppvaxtarár á félagsmenningarlegri óöld sem raungerðist á grundvelli róttækrar framfarahyggju og skaðlegra hugmynda um að fjölskylda, hjónaband og móðurhlutverkið væru kúgandi afl. Efri stéttir og menntaðri skildu hins vegar aldrei við þessi gildi, þrátt fyrir að breiða þau út eins og gospel. Hugmyndafræðin normvæddi upplausn fjölskyldunnar í þágu frjálsari og ábyrgðarlausari ásta. Gott á meðan það hentar verður nýja mantran. Því við erum öll eyland í þessum nýja veruleika. Ekkert má vera heilagt lengur, ekki einu sinni móðureðlið. Því þó að rannsóknir sýni endurtekið hvernig niðurbrot fjölskyldunnar eykur misskiptingu og framleiðir fyrirsjáanleg félagsleg vandamál. Þá keppast jafnréttissinnar enn þann dag í dag við að viðhalda hugmyndafræðinni. En kvenréttindabarátta sem gerir út af við móðurhlutverkið í þágu eigin hugsjóna er barátta sem hefur gengið fram úr sér. Staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er nú orðin hin sanna lúxus-vara. Ef markmið annarrar bylgju femínisma var að frelsa konur frá heimilinu, hefur þeim sannarlega tekist ætlunarverk sitt. Árið 2024 náði fæðingartíðni á Íslandi nýjum botni. Íslenskar konur eignast að meðaltali 1,56 börn á lífsleið sinni og þá fyrst um þrítugt. Ísland hefur verið dásamað sem jafnréttisparadís af erlendum miðlum og alþjóðastofnunum. En á bak við glansmyndina leynist þversögn, við erum þjóð sem er hætt að fjölga sér. Hagvöxtur er drifinn áfram af almennri neyslu og vinnandi höndum annarra þjóða. Láglaunastéttum sem mega éta það sem úti frýs svo lengi sem það þjónar atvinnulífinu. Fólki sem mun eflaust leita á önnur mið þegar í harðbakkann slær, ásamt öllum þeim Íslendingum sem þegar hafa glatað tengingu við land og þjóð. Það sjálfsblekking að kalla þetta sjálfbæra þróun. Við lifum á lánstíma. Fjármögnum vitleysu með yfirdrætti sem verður skuldfærður á komandi kynslóðir. Er furða að ungt fólk sé að verða íhaldssamt? En rétttrúnaðarriddarar eru á útleið og þeir kalla það bakslag. Því líkt og keisarinn kviknakti gekk sperrtur um göturnar gera þeir hið sama. Þeir segja okkur að upp sé niður og niður sé upp. Að veruleikinn sem blasir fyrir augum okkar sé öfugt við það sem hann er. Himininn er ekki blár. Blár er afstætt hugtak. Þú ert ekki að sjá blátt. Heldur flókinn veruleika himinhvolfsins sem er í hættu á farast og skammastu þín fyrir að spyrja. Því vandamálið er ekki vandamálið. Vandamálið ert þú. Höfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Það hefur orðið bakslag í réttindabaráttu kvenna, eða svo er okkur talin trú um þessa dagana. Tímasetningin er forvitnileg. Því svo samstillt eru orð og áherslur að ætla mætti að um væri að ræða sérstakt markaðsátak í aðdraganda Kvenna- og kváraverkfallsins. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera.“ Framangreint er tilvísun í verkefnastýru Kvennaverkfallsins. Því eins og við öll vitum þá er það alltaf konur og kvár, en aldrei karlar og kvár. Í Morgunblaðinu lýsa baráttukonur áhyggjum af bakslagi meðal ungs fólks. Þær segja ungt fólk orðið íhaldssamara en afar þess og ömmur og vísa til Reykjavík Index-rannsóknarinnar. Því veganismi og kakó-athafnir séu á undanhaldi, en beinasoð og trúin á hina hefðbundnu fjölskyldu sækir fram. Þær hafa áhyggjur af þessu, gjalda varhug við hugsjónum ungu kynslóðarinnar, sem þær segja bruggaðar með beinasoðinu í faraldrinum. Þær segja okkur hafa skriðið fram úr hellum okkar eftir faraldurinn með nýja og verri sýn á heiminn. Já, þær sem selja naglasúpu hræðast beinaseyðið. Það er vert að nefna að ömmurnar og afarnir sem voru dregin til samanburðar eru hippakynslóðin. Fólk sem lifði sín uppvaxtarár á félagsmenningarlegri óöld sem raungerðist á grundvelli róttækrar framfarahyggju og skaðlegra hugmynda um að fjölskylda, hjónaband og móðurhlutverkið væru kúgandi afl. Efri stéttir og menntaðri skildu hins vegar aldrei við þessi gildi, þrátt fyrir að breiða þau út eins og gospel. Hugmyndafræðin normvæddi upplausn fjölskyldunnar í þágu frjálsari og ábyrgðarlausari ásta. Gott á meðan það hentar verður nýja mantran. Því við erum öll eyland í þessum nýja veruleika. Ekkert má vera heilagt lengur, ekki einu sinni móðureðlið. Því þó að rannsóknir sýni endurtekið hvernig niðurbrot fjölskyldunnar eykur misskiptingu og framleiðir fyrirsjáanleg félagsleg vandamál. Þá keppast jafnréttissinnar enn þann dag í dag við að viðhalda hugmyndafræðinni. En kvenréttindabarátta sem gerir út af við móðurhlutverkið í þágu eigin hugsjóna er barátta sem hefur gengið fram úr sér. Staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er nú orðin hin sanna lúxus-vara. Ef markmið annarrar bylgju femínisma var að frelsa konur frá heimilinu, hefur þeim sannarlega tekist ætlunarverk sitt. Árið 2024 náði fæðingartíðni á Íslandi nýjum botni. Íslenskar konur eignast að meðaltali 1,56 börn á lífsleið sinni og þá fyrst um þrítugt. Ísland hefur verið dásamað sem jafnréttisparadís af erlendum miðlum og alþjóðastofnunum. En á bak við glansmyndina leynist þversögn, við erum þjóð sem er hætt að fjölga sér. Hagvöxtur er drifinn áfram af almennri neyslu og vinnandi höndum annarra þjóða. Láglaunastéttum sem mega éta það sem úti frýs svo lengi sem það þjónar atvinnulífinu. Fólki sem mun eflaust leita á önnur mið þegar í harðbakkann slær, ásamt öllum þeim Íslendingum sem þegar hafa glatað tengingu við land og þjóð. Það sjálfsblekking að kalla þetta sjálfbæra þróun. Við lifum á lánstíma. Fjármögnum vitleysu með yfirdrætti sem verður skuldfærður á komandi kynslóðir. Er furða að ungt fólk sé að verða íhaldssamt? En rétttrúnaðarriddarar eru á útleið og þeir kalla það bakslag. Því líkt og keisarinn kviknakti gekk sperrtur um göturnar gera þeir hið sama. Þeir segja okkur að upp sé niður og niður sé upp. Að veruleikinn sem blasir fyrir augum okkar sé öfugt við það sem hann er. Himininn er ekki blár. Blár er afstætt hugtak. Þú ert ekki að sjá blátt. Heldur flókinn veruleika himinhvolfsins sem er í hættu á farast og skammastu þín fyrir að spyrja. Því vandamálið er ekki vandamálið. Vandamálið ert þú. Höfundur er félagsfræðingur
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar