Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar 22. október 2025 08:30 Það hefur orðið bakslag í réttindabaráttu kvenna, eða svo er okkur talin trú um þessa dagana. Tímasetningin er forvitnileg. Því svo samstillt eru orð og áherslur að ætla mætti að um væri að ræða sérstakt markaðsátak í aðdraganda Kvenna- og kváraverkfallsins. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera.“ Framangreint er tilvísun í verkefnastýru Kvennaverkfallsins. Því eins og við öll vitum þá er það alltaf konur og kvár, en aldrei karlar og kvár. Í Morgunblaðinu lýsa baráttukonur áhyggjum af bakslagi meðal ungs fólks. Þær segja ungt fólk orðið íhaldssamara en afar þess og ömmur og vísa til Reykjavík Index-rannsóknarinnar. Því veganismi og kakó-athafnir séu á undanhaldi, en beinasoð og trúin á hina hefðbundnu fjölskyldu sækir fram. Þær hafa áhyggjur af þessu, gjalda varhug við hugsjónum ungu kynslóðarinnar, sem þær segja bruggaðar með beinasoðinu í faraldrinum. Þær segja okkur hafa skriðið fram úr hellum okkar eftir faraldurinn með nýja og verri sýn á heiminn. Já, þær sem selja naglasúpu hræðast beinaseyðið. Það er vert að nefna að ömmurnar og afarnir sem voru dregin til samanburðar eru hippakynslóðin. Fólk sem lifði sín uppvaxtarár á félagsmenningarlegri óöld sem raungerðist á grundvelli róttækrar framfarahyggju og skaðlegra hugmynda um að fjölskylda, hjónaband og móðurhlutverkið væru kúgandi afl. Efri stéttir og menntaðri skildu hins vegar aldrei við þessi gildi, þrátt fyrir að breiða þau út eins og gospel. Hugmyndafræðin normvæddi upplausn fjölskyldunnar í þágu frjálsari og ábyrgðarlausari ásta. Gott á meðan það hentar verður nýja mantran. Því við erum öll eyland í þessum nýja veruleika. Ekkert má vera heilagt lengur, ekki einu sinni móðureðlið. Því þó að rannsóknir sýni endurtekið hvernig niðurbrot fjölskyldunnar eykur misskiptingu og framleiðir fyrirsjáanleg félagsleg vandamál. Þá keppast jafnréttissinnar enn þann dag í dag við að viðhalda hugmyndafræðinni. En kvenréttindabarátta sem gerir út af við móðurhlutverkið í þágu eigin hugsjóna er barátta sem hefur gengið fram úr sér. Staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er nú orðin hin sanna lúxus-vara. Ef markmið annarrar bylgju femínisma var að frelsa konur frá heimilinu, hefur þeim sannarlega tekist ætlunarverk sitt. Árið 2024 náði fæðingartíðni á Íslandi nýjum botni. Íslenskar konur eignast að meðaltali 1,56 börn á lífsleið sinni og þá fyrst um þrítugt. Ísland hefur verið dásamað sem jafnréttisparadís af erlendum miðlum og alþjóðastofnunum. En á bak við glansmyndina leynist þversögn, við erum þjóð sem er hætt að fjölga sér. Hagvöxtur er drifinn áfram af almennri neyslu og vinnandi höndum annarra þjóða. Láglaunastéttum sem mega éta það sem úti frýs svo lengi sem það þjónar atvinnulífinu. Fólki sem mun eflaust leita á önnur mið þegar í harðbakkann slær, ásamt öllum þeim Íslendingum sem þegar hafa glatað tengingu við land og þjóð. Það sjálfsblekking að kalla þetta sjálfbæra þróun. Við lifum á lánstíma. Fjármögnum vitleysu með yfirdrætti sem verður skuldfærður á komandi kynslóðir. Er furða að ungt fólk sé að verða íhaldssamt? En rétttrúnaðarriddarar eru á útleið og þeir kalla það bakslag. Því líkt og keisarinn kviknakti gekk sperrtur um göturnar gera þeir hið sama. Þeir segja okkur að upp sé niður og niður sé upp. Að veruleikinn sem blasir fyrir augum okkar sé öfugt við það sem hann er. Himininn er ekki blár. Blár er afstætt hugtak. Þú ert ekki að sjá blátt. Heldur flókinn veruleika himinhvolfsins sem er í hættu á farast og skammastu þín fyrir að spyrja. Því vandamálið er ekki vandamálið. Vandamálið ert þú. Höfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það hefur orðið bakslag í réttindabaráttu kvenna, eða svo er okkur talin trú um þessa dagana. Tímasetningin er forvitnileg. Því svo samstillt eru orð og áherslur að ætla mætti að um væri að ræða sérstakt markaðsátak í aðdraganda Kvenna- og kváraverkfallsins. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera.“ Framangreint er tilvísun í verkefnastýru Kvennaverkfallsins. Því eins og við öll vitum þá er það alltaf konur og kvár, en aldrei karlar og kvár. Í Morgunblaðinu lýsa baráttukonur áhyggjum af bakslagi meðal ungs fólks. Þær segja ungt fólk orðið íhaldssamara en afar þess og ömmur og vísa til Reykjavík Index-rannsóknarinnar. Því veganismi og kakó-athafnir séu á undanhaldi, en beinasoð og trúin á hina hefðbundnu fjölskyldu sækir fram. Þær hafa áhyggjur af þessu, gjalda varhug við hugsjónum ungu kynslóðarinnar, sem þær segja bruggaðar með beinasoðinu í faraldrinum. Þær segja okkur hafa skriðið fram úr hellum okkar eftir faraldurinn með nýja og verri sýn á heiminn. Já, þær sem selja naglasúpu hræðast beinaseyðið. Það er vert að nefna að ömmurnar og afarnir sem voru dregin til samanburðar eru hippakynslóðin. Fólk sem lifði sín uppvaxtarár á félagsmenningarlegri óöld sem raungerðist á grundvelli róttækrar framfarahyggju og skaðlegra hugmynda um að fjölskylda, hjónaband og móðurhlutverkið væru kúgandi afl. Efri stéttir og menntaðri skildu hins vegar aldrei við þessi gildi, þrátt fyrir að breiða þau út eins og gospel. Hugmyndafræðin normvæddi upplausn fjölskyldunnar í þágu frjálsari og ábyrgðarlausari ásta. Gott á meðan það hentar verður nýja mantran. Því við erum öll eyland í þessum nýja veruleika. Ekkert má vera heilagt lengur, ekki einu sinni móðureðlið. Því þó að rannsóknir sýni endurtekið hvernig niðurbrot fjölskyldunnar eykur misskiptingu og framleiðir fyrirsjáanleg félagsleg vandamál. Þá keppast jafnréttissinnar enn þann dag í dag við að viðhalda hugmyndafræðinni. En kvenréttindabarátta sem gerir út af við móðurhlutverkið í þágu eigin hugsjóna er barátta sem hefur gengið fram úr sér. Staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er nú orðin hin sanna lúxus-vara. Ef markmið annarrar bylgju femínisma var að frelsa konur frá heimilinu, hefur þeim sannarlega tekist ætlunarverk sitt. Árið 2024 náði fæðingartíðni á Íslandi nýjum botni. Íslenskar konur eignast að meðaltali 1,56 börn á lífsleið sinni og þá fyrst um þrítugt. Ísland hefur verið dásamað sem jafnréttisparadís af erlendum miðlum og alþjóðastofnunum. En á bak við glansmyndina leynist þversögn, við erum þjóð sem er hætt að fjölga sér. Hagvöxtur er drifinn áfram af almennri neyslu og vinnandi höndum annarra þjóða. Láglaunastéttum sem mega éta það sem úti frýs svo lengi sem það þjónar atvinnulífinu. Fólki sem mun eflaust leita á önnur mið þegar í harðbakkann slær, ásamt öllum þeim Íslendingum sem þegar hafa glatað tengingu við land og þjóð. Það sjálfsblekking að kalla þetta sjálfbæra þróun. Við lifum á lánstíma. Fjármögnum vitleysu með yfirdrætti sem verður skuldfærður á komandi kynslóðir. Er furða að ungt fólk sé að verða íhaldssamt? En rétttrúnaðarriddarar eru á útleið og þeir kalla það bakslag. Því líkt og keisarinn kviknakti gekk sperrtur um göturnar gera þeir hið sama. Þeir segja okkur að upp sé niður og niður sé upp. Að veruleikinn sem blasir fyrir augum okkar sé öfugt við það sem hann er. Himininn er ekki blár. Blár er afstætt hugtak. Þú ert ekki að sjá blátt. Heldur flókinn veruleika himinhvolfsins sem er í hættu á farast og skammastu þín fyrir að spyrja. Því vandamálið er ekki vandamálið. Vandamálið ert þú. Höfundur er félagsfræðingur
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun