Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar 22. október 2025 15:02 Það hafa verið stofnaðar fjölmargar rannsóknarnefndir, sem taka til starfa þegar það verða slys. Tökum sem dæmi rannsóknarnefndir flugslysa, sem eru til í flestum löndum. Það þurfa ekki einu sinni að verða dauðaslys, það dugir að flugvél verði fyrir einhverjum skakkaföllum, að þá kemur nefndin og rannsakar málið. Ef flugvél lendir í sjóinn er lagt í mikinn kostnað til að ná upp flakinu til að reyna að finna ástæður slyssins. Slysin eiga sér oft langan aðdraganda. Það hafa verið komnar sprungur í vængfestingu löngu áður en vængurinn dettur af. Með því að skoða festingarnar reglulega má finna litlar sprungur, sem með tíð og tíma gætu stækkað og orðið til þess að vængurinn dytti af. Þessi aðferðarfræði hefur án efa orðið til þess að gera flugvélar öruggari og þannig koma í veg fyrir mörg flugslys og bjarga mörgum mannslífum. Það eru ekki margir sem deyja í flugslysum miðað við mannfall í styrjöldum. Þó ekki séu styrjaldir og flugslys að öllu leiti sambærileg má vel líta á styrjaldir sem slys. Styrjaldir eins og flugslys eiga oft langan aðdraganda. Það eru komnar sprungur í samskipti löngu áður en stríðið brýst út. Það er samt sjaldnast gert nokkuð í málunum fyrr en stríðið er byrjað eða allavegana er orðið óumflýjanlegt. Versalasamningarnir voru til dæmis ávísun á stríð. Vissulega eru margir sem kannað hafa orsakir styrjalda og eins hafa menn lært af reynslunni og reynt að skipa málum þannig að ekki verði endurtekningar á fyrri stríðum. Þannig var Efnahagsbandalagið tilraun í þá átt. Það er sjaldnast litið á stríð sem slys. Úkraníu slysið, af hverju ekki tókst að gera Rússland hluta af vestrænum þjóðfélögum eftir að Sovétið hrundi, er verðugt rannsóknarefni. Það er sjálfsagt að stofna rannsóknarnefnd stríða, sem færi yfir aðdraganda styrjalda. Þó svona rannsóknarnefndir, væru ekki fullkomnar, þá mætti með tíð og tíma læra margt af þeim og ef vel tækist til kenna okkur að skynja bresti í samskiptum, áður en þeir leiði til styrjalda. Einhverjir gætu sagt eitthvað á þá leið að skítlegt eðli mannsins sé þannig að það þurfi lítið til, það sé jafnvel oft orsökin. Rannsóknarnefnd styrjalda myndi kasta ljósi á þennan þátt eins og fjölmarga aðra þætti, sem leiða til styrjalda. Það stoppaði ekki öll stríð, en gæti vel dregið úr tíðni þeirra. Það er dapurlegt að heyra í íslenskum ráðamönnum blása út hætturnar sem stafa af „andstæðingnum“, og berja stríðsbumburnar, eitthvað sem oft er undirbúningur að stríði. Friður er líka lausn. Fulltrúar okkar ættu að benda á það á öllum fundum að friður væri besta lausnin og að við ættum að líta á styrjaldir sem slys. Við ættum líka að mæla fyrir því og fá með okkur í lið, aðrar friðelskandi þjóðir til að stofna rannsóknarnefnd stríðsátaka. Þó ekki væri annað gagn af tillögum af þessu tagi, en að beina umræðunni frá hervæðingu og stríði að umræðu um frið, væri það árangur. Eitt ættum við að hafa lært af öllum stríðunum, að ekki er hægt að lýsa stríðum, sem baráttu hins góða og hins illa. Höfundur er fyrrverandi bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið stofnaðar fjölmargar rannsóknarnefndir, sem taka til starfa þegar það verða slys. Tökum sem dæmi rannsóknarnefndir flugslysa, sem eru til í flestum löndum. Það þurfa ekki einu sinni að verða dauðaslys, það dugir að flugvél verði fyrir einhverjum skakkaföllum, að þá kemur nefndin og rannsakar málið. Ef flugvél lendir í sjóinn er lagt í mikinn kostnað til að ná upp flakinu til að reyna að finna ástæður slyssins. Slysin eiga sér oft langan aðdraganda. Það hafa verið komnar sprungur í vængfestingu löngu áður en vængurinn dettur af. Með því að skoða festingarnar reglulega má finna litlar sprungur, sem með tíð og tíma gætu stækkað og orðið til þess að vængurinn dytti af. Þessi aðferðarfræði hefur án efa orðið til þess að gera flugvélar öruggari og þannig koma í veg fyrir mörg flugslys og bjarga mörgum mannslífum. Það eru ekki margir sem deyja í flugslysum miðað við mannfall í styrjöldum. Þó ekki séu styrjaldir og flugslys að öllu leiti sambærileg má vel líta á styrjaldir sem slys. Styrjaldir eins og flugslys eiga oft langan aðdraganda. Það eru komnar sprungur í samskipti löngu áður en stríðið brýst út. Það er samt sjaldnast gert nokkuð í málunum fyrr en stríðið er byrjað eða allavegana er orðið óumflýjanlegt. Versalasamningarnir voru til dæmis ávísun á stríð. Vissulega eru margir sem kannað hafa orsakir styrjalda og eins hafa menn lært af reynslunni og reynt að skipa málum þannig að ekki verði endurtekningar á fyrri stríðum. Þannig var Efnahagsbandalagið tilraun í þá átt. Það er sjaldnast litið á stríð sem slys. Úkraníu slysið, af hverju ekki tókst að gera Rússland hluta af vestrænum þjóðfélögum eftir að Sovétið hrundi, er verðugt rannsóknarefni. Það er sjálfsagt að stofna rannsóknarnefnd stríða, sem færi yfir aðdraganda styrjalda. Þó svona rannsóknarnefndir, væru ekki fullkomnar, þá mætti með tíð og tíma læra margt af þeim og ef vel tækist til kenna okkur að skynja bresti í samskiptum, áður en þeir leiði til styrjalda. Einhverjir gætu sagt eitthvað á þá leið að skítlegt eðli mannsins sé þannig að það þurfi lítið til, það sé jafnvel oft orsökin. Rannsóknarnefnd styrjalda myndi kasta ljósi á þennan þátt eins og fjölmarga aðra þætti, sem leiða til styrjalda. Það stoppaði ekki öll stríð, en gæti vel dregið úr tíðni þeirra. Það er dapurlegt að heyra í íslenskum ráðamönnum blása út hætturnar sem stafa af „andstæðingnum“, og berja stríðsbumburnar, eitthvað sem oft er undirbúningur að stríði. Friður er líka lausn. Fulltrúar okkar ættu að benda á það á öllum fundum að friður væri besta lausnin og að við ættum að líta á styrjaldir sem slys. Við ættum líka að mæla fyrir því og fá með okkur í lið, aðrar friðelskandi þjóðir til að stofna rannsóknarnefnd stríðsátaka. Þó ekki væri annað gagn af tillögum af þessu tagi, en að beina umræðunni frá hervæðingu og stríði að umræðu um frið, væri það árangur. Eitt ættum við að hafa lært af öllum stríðunum, að ekki er hægt að lýsa stríðum, sem baráttu hins góða og hins illa. Höfundur er fyrrverandi bóndi.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun