Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar 22. október 2025 15:02 Það hafa verið stofnaðar fjölmargar rannsóknarnefndir, sem taka til starfa þegar það verða slys. Tökum sem dæmi rannsóknarnefndir flugslysa, sem eru til í flestum löndum. Það þurfa ekki einu sinni að verða dauðaslys, það dugir að flugvél verði fyrir einhverjum skakkaföllum, að þá kemur nefndin og rannsakar málið. Ef flugvél lendir í sjóinn er lagt í mikinn kostnað til að ná upp flakinu til að reyna að finna ástæður slyssins. Slysin eiga sér oft langan aðdraganda. Það hafa verið komnar sprungur í vængfestingu löngu áður en vængurinn dettur af. Með því að skoða festingarnar reglulega má finna litlar sprungur, sem með tíð og tíma gætu stækkað og orðið til þess að vængurinn dytti af. Þessi aðferðarfræði hefur án efa orðið til þess að gera flugvélar öruggari og þannig koma í veg fyrir mörg flugslys og bjarga mörgum mannslífum. Það eru ekki margir sem deyja í flugslysum miðað við mannfall í styrjöldum. Þó ekki séu styrjaldir og flugslys að öllu leiti sambærileg má vel líta á styrjaldir sem slys. Styrjaldir eins og flugslys eiga oft langan aðdraganda. Það eru komnar sprungur í samskipti löngu áður en stríðið brýst út. Það er samt sjaldnast gert nokkuð í málunum fyrr en stríðið er byrjað eða allavegana er orðið óumflýjanlegt. Versalasamningarnir voru til dæmis ávísun á stríð. Vissulega eru margir sem kannað hafa orsakir styrjalda og eins hafa menn lært af reynslunni og reynt að skipa málum þannig að ekki verði endurtekningar á fyrri stríðum. Þannig var Efnahagsbandalagið tilraun í þá átt. Það er sjaldnast litið á stríð sem slys. Úkraníu slysið, af hverju ekki tókst að gera Rússland hluta af vestrænum þjóðfélögum eftir að Sovétið hrundi, er verðugt rannsóknarefni. Það er sjálfsagt að stofna rannsóknarnefnd stríða, sem færi yfir aðdraganda styrjalda. Þó svona rannsóknarnefndir, væru ekki fullkomnar, þá mætti með tíð og tíma læra margt af þeim og ef vel tækist til kenna okkur að skynja bresti í samskiptum, áður en þeir leiði til styrjalda. Einhverjir gætu sagt eitthvað á þá leið að skítlegt eðli mannsins sé þannig að það þurfi lítið til, það sé jafnvel oft orsökin. Rannsóknarnefnd styrjalda myndi kasta ljósi á þennan þátt eins og fjölmarga aðra þætti, sem leiða til styrjalda. Það stoppaði ekki öll stríð, en gæti vel dregið úr tíðni þeirra. Það er dapurlegt að heyra í íslenskum ráðamönnum blása út hætturnar sem stafa af „andstæðingnum“, og berja stríðsbumburnar, eitthvað sem oft er undirbúningur að stríði. Friður er líka lausn. Fulltrúar okkar ættu að benda á það á öllum fundum að friður væri besta lausnin og að við ættum að líta á styrjaldir sem slys. Við ættum líka að mæla fyrir því og fá með okkur í lið, aðrar friðelskandi þjóðir til að stofna rannsóknarnefnd stríðsátaka. Þó ekki væri annað gagn af tillögum af þessu tagi, en að beina umræðunni frá hervæðingu og stríði að umræðu um frið, væri það árangur. Eitt ættum við að hafa lært af öllum stríðunum, að ekki er hægt að lýsa stríðum, sem baráttu hins góða og hins illa. Höfundur er fyrrverandi bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa verið stofnaðar fjölmargar rannsóknarnefndir, sem taka til starfa þegar það verða slys. Tökum sem dæmi rannsóknarnefndir flugslysa, sem eru til í flestum löndum. Það þurfa ekki einu sinni að verða dauðaslys, það dugir að flugvél verði fyrir einhverjum skakkaföllum, að þá kemur nefndin og rannsakar málið. Ef flugvél lendir í sjóinn er lagt í mikinn kostnað til að ná upp flakinu til að reyna að finna ástæður slyssins. Slysin eiga sér oft langan aðdraganda. Það hafa verið komnar sprungur í vængfestingu löngu áður en vængurinn dettur af. Með því að skoða festingarnar reglulega má finna litlar sprungur, sem með tíð og tíma gætu stækkað og orðið til þess að vængurinn dytti af. Þessi aðferðarfræði hefur án efa orðið til þess að gera flugvélar öruggari og þannig koma í veg fyrir mörg flugslys og bjarga mörgum mannslífum. Það eru ekki margir sem deyja í flugslysum miðað við mannfall í styrjöldum. Þó ekki séu styrjaldir og flugslys að öllu leiti sambærileg má vel líta á styrjaldir sem slys. Styrjaldir eins og flugslys eiga oft langan aðdraganda. Það eru komnar sprungur í samskipti löngu áður en stríðið brýst út. Það er samt sjaldnast gert nokkuð í málunum fyrr en stríðið er byrjað eða allavegana er orðið óumflýjanlegt. Versalasamningarnir voru til dæmis ávísun á stríð. Vissulega eru margir sem kannað hafa orsakir styrjalda og eins hafa menn lært af reynslunni og reynt að skipa málum þannig að ekki verði endurtekningar á fyrri stríðum. Þannig var Efnahagsbandalagið tilraun í þá átt. Það er sjaldnast litið á stríð sem slys. Úkraníu slysið, af hverju ekki tókst að gera Rússland hluta af vestrænum þjóðfélögum eftir að Sovétið hrundi, er verðugt rannsóknarefni. Það er sjálfsagt að stofna rannsóknarnefnd stríða, sem færi yfir aðdraganda styrjalda. Þó svona rannsóknarnefndir, væru ekki fullkomnar, þá mætti með tíð og tíma læra margt af þeim og ef vel tækist til kenna okkur að skynja bresti í samskiptum, áður en þeir leiði til styrjalda. Einhverjir gætu sagt eitthvað á þá leið að skítlegt eðli mannsins sé þannig að það þurfi lítið til, það sé jafnvel oft orsökin. Rannsóknarnefnd styrjalda myndi kasta ljósi á þennan þátt eins og fjölmarga aðra þætti, sem leiða til styrjalda. Það stoppaði ekki öll stríð, en gæti vel dregið úr tíðni þeirra. Það er dapurlegt að heyra í íslenskum ráðamönnum blása út hætturnar sem stafa af „andstæðingnum“, og berja stríðsbumburnar, eitthvað sem oft er undirbúningur að stríði. Friður er líka lausn. Fulltrúar okkar ættu að benda á það á öllum fundum að friður væri besta lausnin og að við ættum að líta á styrjaldir sem slys. Við ættum líka að mæla fyrir því og fá með okkur í lið, aðrar friðelskandi þjóðir til að stofna rannsóknarnefnd stríðsátaka. Þó ekki væri annað gagn af tillögum af þessu tagi, en að beina umræðunni frá hervæðingu og stríði að umræðu um frið, væri það árangur. Eitt ættum við að hafa lært af öllum stríðunum, að ekki er hægt að lýsa stríðum, sem baráttu hins góða og hins illa. Höfundur er fyrrverandi bóndi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun