Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar 23. október 2025 11:02 Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Þá og nú Fyrir ekki löngu síðan lágu morgun- og fréttablöð á eldhúsborðum landsins sem ungir sem aldnir gátu gripið í með síðdegishressingunni eftir langan dag í vinnu eða skóla. Engin TikTok eða Reels. Í staðinn leiddu Pondus og Smáfólkið yngri kynslóðina yfir í íþróttafréttir, þaðan í dægurmál, heilsíðugreinar og forsíðufréttir. Þar með var, kannski óvart, búið að skanna heilt dagblað og jafnvel teygði maður sig í það næsta. Í umferðarteppunni á leið á fótboltaæfingu eða í fiðlutíma ómuðu síðdegisþættir útvarpsstöðvanna þar sem fréttir og málefni líðandi stundar voru krufin. Er sömu sögu að segja í dag eða víkja fréttaskýringarnar og samfélagsumræðan mögulega fyrir Spotify-playlistum skutlaranna? Kvöldfréttir áttu sinn stað eftir kvöldmatinn, gæðastund með fjölskyldunni. Er sá tími liðinn? Fá mamma og pabbi kannski nægan skammt af fréttum í gegnum samfélagsmiðlaskrun dagsins og leyfa Netflix að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni í staðinn? Þessar lýsingar eru auðvitað ekki algildar en settar fram til að vekja okkur til umhugsunar um hvort fréttir á hefðbundnum miðlum séu smám saman að hverfa úr umhverfi barna. Hversu mörg dagblöð liggja á eldhúsborðum landsins í dag og hversu heilagur er kvöldfréttatíminn á heimilum landsins? Fréttaforðun raunveruleg Á sama tíma og helmingur Íslendinga segist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum, sýna rannsóknir að ungt fólk nálgast fréttir í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum fremur en í hefðbundnum fjölmiðlum. Á samfélagsmiðlum má finna mikið af frábæru og vönduðu fréttaefni og íslenskir fjölmiðlar eru sannarlega duglegir að deila sínu efni á þeim vettvangi. Engu að síður er þar einnig aragrúi af síðra efni sem oft er dulbúið sem fréttir, birt undir fölsku flaggi og hefur annars konar tilgang en að miðla fréttum á traustan máta. Ekki er þar með sagt að þessi nýi veruleiki sé alslæmur. Þó gefur augaleið að bæði ungir og aldnir fréttaneytendur þurfa réttu verkfærin til að rata í gegnum þennan frumskóg af efni svo skilja megi kjarnann frá hisminu. Miðlalæsi hefur aldrei verið mikilvægara og það er okkar að bregðast við nýjum veruleika með eflingu þess, sérstaklega hjá yngri kynslóðum sem alast upp í allt öðru fréttaumhverfi en við sem eldri erum. Höldum á lofti mikilvægi hefðbundinna fréttamiðla og eflum ungt fólk sem ábyrga og gagnrýna fréttaneytendur. Höfundur er sérfræðingur upplýsinga- og miðlalæsis hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Fjölmiðlar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Þá og nú Fyrir ekki löngu síðan lágu morgun- og fréttablöð á eldhúsborðum landsins sem ungir sem aldnir gátu gripið í með síðdegishressingunni eftir langan dag í vinnu eða skóla. Engin TikTok eða Reels. Í staðinn leiddu Pondus og Smáfólkið yngri kynslóðina yfir í íþróttafréttir, þaðan í dægurmál, heilsíðugreinar og forsíðufréttir. Þar með var, kannski óvart, búið að skanna heilt dagblað og jafnvel teygði maður sig í það næsta. Í umferðarteppunni á leið á fótboltaæfingu eða í fiðlutíma ómuðu síðdegisþættir útvarpsstöðvanna þar sem fréttir og málefni líðandi stundar voru krufin. Er sömu sögu að segja í dag eða víkja fréttaskýringarnar og samfélagsumræðan mögulega fyrir Spotify-playlistum skutlaranna? Kvöldfréttir áttu sinn stað eftir kvöldmatinn, gæðastund með fjölskyldunni. Er sá tími liðinn? Fá mamma og pabbi kannski nægan skammt af fréttum í gegnum samfélagsmiðlaskrun dagsins og leyfa Netflix að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni í staðinn? Þessar lýsingar eru auðvitað ekki algildar en settar fram til að vekja okkur til umhugsunar um hvort fréttir á hefðbundnum miðlum séu smám saman að hverfa úr umhverfi barna. Hversu mörg dagblöð liggja á eldhúsborðum landsins í dag og hversu heilagur er kvöldfréttatíminn á heimilum landsins? Fréttaforðun raunveruleg Á sama tíma og helmingur Íslendinga segist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum, sýna rannsóknir að ungt fólk nálgast fréttir í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum fremur en í hefðbundnum fjölmiðlum. Á samfélagsmiðlum má finna mikið af frábæru og vönduðu fréttaefni og íslenskir fjölmiðlar eru sannarlega duglegir að deila sínu efni á þeim vettvangi. Engu að síður er þar einnig aragrúi af síðra efni sem oft er dulbúið sem fréttir, birt undir fölsku flaggi og hefur annars konar tilgang en að miðla fréttum á traustan máta. Ekki er þar með sagt að þessi nýi veruleiki sé alslæmur. Þó gefur augaleið að bæði ungir og aldnir fréttaneytendur þurfa réttu verkfærin til að rata í gegnum þennan frumskóg af efni svo skilja megi kjarnann frá hisminu. Miðlalæsi hefur aldrei verið mikilvægara og það er okkar að bregðast við nýjum veruleika með eflingu þess, sérstaklega hjá yngri kynslóðum sem alast upp í allt öðru fréttaumhverfi en við sem eldri erum. Höldum á lofti mikilvægi hefðbundinna fréttamiðla og eflum ungt fólk sem ábyrga og gagnrýna fréttaneytendur. Höfundur er sérfræðingur upplýsinga- og miðlalæsis hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar