Palli einn í heiminum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað og rúmur helmingur hefur íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi. Þá hafa aðeins 7% verknámsnemenda jákvætt viðhorf til heilbrigðismála. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ sem ætlað var að kanna viðhorf nemenda í verknámi við Landspítalann. Þátttaka í könnuninni var góð og var svarhlutfall 70%. Niðurstöður þessar eru sláandi og á sama tíma grafalvarlegar þar sem þær endurspegla mikla óánægju nemenda með íslenskt heilbrigðiskerfi. Núverandi þróun er sú að heilbrigðisstarfsfólk leitar í auknum mæli í vinnu erlendis þar sem því bjóðast betri vinnuaðstæður, mannsæmandi vinnuálag og margfalt hærri laun. Mannekla er nú þegar stórt vandamál á Landspítalanum þar sem heilbrigðisstéttir eru að eldast og ekki nóg af nýútskrifuðu fólki á landinu til að taka við keflinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist sem enginn viðsnúningur muni verða á þessari þróun. Það gefur því auga leið að bæta þarf heilbrigðiskerfið en það hefur verið fjársvelt í fjölda ára eins og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur margsinnis bent á. Vandamálið liggur ekki í ævintýraþrá heilbrigðisnema og starfsfólks, að það vilji yfir höfuð ekki búa á Íslandi. Heilbrigðisnemar hafa margir löngun til að starfa á Íslandi en bágt ástand heilbrigðiskerfisins útilokar nánast þann möguleika. Það hefur enginn áhuga á að vinna við ómannlegt álag sem slítur bæði líkama og sál. Það vill enginn þurfa að vinna undir getu vegna bágra aðstæðna. Þá er mörgum beinlínis ómögulegt að sætta sig við margfalt lægri laun en önnur lönd bjóða upp á. Sumir hafa stofnað fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir auk þess sem löngu háskólanámi geta fylgt miklar skuldir sem þarf að borga af. Það er alvarlegt mál að ástand íslensks heilbrigðiskerfis sé svo slæmt að nemendur sem hafa kynnst því geti ekki hugsað sér að starfa þar í framtíðinni. Þátttakendur könnunarinnar eru framtíð íslensks heilbrigðiskerfis og hún virðist vera ótryggð. Þótt miklar tækniframfarir hafi orðið, gildir það enn að Landspítalinn er ekkert án fólksins sem starfar á honum. Með áframhaldandi aðgerðaleysi stjórnvalda margfaldast vandamálið og erfiðara verður að uppræta það. Ef ekkert er að gert er hætt við að það verði ansi tómlegt á sveppaþöktum göngum Landspítalans í framtíðinni. Þá er hætta á að Palli verði einn í heiminum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Falin skólagjöld Háskóla Íslands 12. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Samstaða um LÍN 13. október 2014 11:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað og rúmur helmingur hefur íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi. Þá hafa aðeins 7% verknámsnemenda jákvætt viðhorf til heilbrigðismála. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ sem ætlað var að kanna viðhorf nemenda í verknámi við Landspítalann. Þátttaka í könnuninni var góð og var svarhlutfall 70%. Niðurstöður þessar eru sláandi og á sama tíma grafalvarlegar þar sem þær endurspegla mikla óánægju nemenda með íslenskt heilbrigðiskerfi. Núverandi þróun er sú að heilbrigðisstarfsfólk leitar í auknum mæli í vinnu erlendis þar sem því bjóðast betri vinnuaðstæður, mannsæmandi vinnuálag og margfalt hærri laun. Mannekla er nú þegar stórt vandamál á Landspítalanum þar sem heilbrigðisstéttir eru að eldast og ekki nóg af nýútskrifuðu fólki á landinu til að taka við keflinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist sem enginn viðsnúningur muni verða á þessari þróun. Það gefur því auga leið að bæta þarf heilbrigðiskerfið en það hefur verið fjársvelt í fjölda ára eins og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur margsinnis bent á. Vandamálið liggur ekki í ævintýraþrá heilbrigðisnema og starfsfólks, að það vilji yfir höfuð ekki búa á Íslandi. Heilbrigðisnemar hafa margir löngun til að starfa á Íslandi en bágt ástand heilbrigðiskerfisins útilokar nánast þann möguleika. Það hefur enginn áhuga á að vinna við ómannlegt álag sem slítur bæði líkama og sál. Það vill enginn þurfa að vinna undir getu vegna bágra aðstæðna. Þá er mörgum beinlínis ómögulegt að sætta sig við margfalt lægri laun en önnur lönd bjóða upp á. Sumir hafa stofnað fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir auk þess sem löngu háskólanámi geta fylgt miklar skuldir sem þarf að borga af. Það er alvarlegt mál að ástand íslensks heilbrigðiskerfis sé svo slæmt að nemendur sem hafa kynnst því geti ekki hugsað sér að starfa þar í framtíðinni. Þátttakendur könnunarinnar eru framtíð íslensks heilbrigðiskerfis og hún virðist vera ótryggð. Þótt miklar tækniframfarir hafi orðið, gildir það enn að Landspítalinn er ekkert án fólksins sem starfar á honum. Með áframhaldandi aðgerðaleysi stjórnvalda margfaldast vandamálið og erfiðara verður að uppræta það. Ef ekkert er að gert er hætt við að það verði ansi tómlegt á sveppaþöktum göngum Landspítalans í framtíðinni. Þá er hætta á að Palli verði einn í heiminum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun