Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson og Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson skrifa 9. nóvember 2017 07:00 Frumframleiðendur er samheiti yfir matvælaframleiðendur sem vinna afurðir beint úr auðlindum lands og sjávar. Um er að ræða framleiðendur með leyfi til áframsölu, sem útvega afurðir til manneldis frá fyrstu hendi, yrkja landið, rækta dýr og afurðir þeirra (svo sem egg, hunang og fleira), sækja föng í sjó og vötn, eða sækja og safna afurðum beint úr villtri náttúru (svo sem jurtum, berjum, eggjum villtra fugla og annars sem nýta má til manneldis). Hugtakið frumframleiðandi kemur fyrir í búvörulögum nr. 99/1993 með síðari breytingum, og er aðgreint frá hugtakinu „afurðastöð“, sem nær yfir hvern þann aðila sem vinnur úr afurðum frá frumframleiðanda, en frumframleiðandi getur að auki verið afurðastöð og unnið úr eigin frumframleiðslu sjálfur. Frumframleiðendur gegna gífurlega mikilvægu hlutverki í möguleikum samfélags til sjálfbærni, viðhalds og framþróunar, þar sem þeir eru þeir aðilar sem útvega samfélaginu afurðir til að matast á eða vinna mat úr. Ísland er gjöfult land og á sér sterkar og langar hefðir í frumframleiðslu á flestum sviðum þeirrar framleiðslu. Mikilvægt er að halda áfram því góða starfi sem unnist hefur í átt að aukinni sjálfbærni á öllum sviðum frumframleiðslu (og um leið endurvakningu sjálfbærni fyrri tíma, með þróaðri hætti), til lands og sjávar. Í því samhengi er áríðandi að huga gaumgæfilega að þeim áhrifum sem stórvægilegar aðgerðir geta haft á náttúruleg vistkerfi, svo sem stóriðja, orkuver og virkjanir, geta hugsanlega haft á auðlindir og frumframleiðslu. Samfara aukinni sjálfbærni á öllum sviðum frumframleiðslu, er mikilvægt að finna leiðir sem minnka kostnað og skapa aðstæður sem auka möguleika á því að frumframleiðendur fái sanngjarnt verð fyrir þær afurðir sem þeir framleiða. Að öðrum kosti má vænta þess að kerfið falli um sjálft sig á endanum. Skv. upplýsingum frá Landssamtökum sauðfjárbænda er algengt að íslenskir sauðfjárbændur fái í sinn hlut um 25-41% af endanlegu markaðsverði þeirra afurða sem þeir framleiða. Þróunin undanfarið veldur áhyggjum um frekari lækkun á þessu hlutfalli. Þó hefur verið bent á að það hlutfall sé jafnvel lægra en kollegar þeirra víða annars staðar í Evrópu eru að fá, en breskir bændur séu til að mynda að fá nær 50% af endanlegu verði.Gróðahugsun Afleiðing þeirrar hugsunar sem stýrt hefur framleiðslu að miklu leyti frá iðnvæðingu og leiðir af sér síaukinn ágang á auðlindir með auðsöfnun að markmiði í nafni auðsöfnunar, er sú að frumframleiðendum fer fækkandi. Carlo Petrini, einn stofnenda SLOW FOOD samtakanna og formaður þeirra frá upphafi, benti á í fyrirlestri sínum hérlendis í maí síðastliðnum, að bændur væru í dag um 3% þegna á Ítalíu. Eftir seinni heimsstyrjöld hafi hlutfall þeirra hins vegar verið um 50%. Erfiður rekstrargrundvöllur sökum sífelldrar lækkunar afurðaverðs til bænda í krafti innkaupastefnu stórfyrirtækja, veldur því að æ fleiri bændur sjá ekki tilgang í og hafa ekki getu til áframhaldandi starfs. Sjá má fyrir sér að gróðahugsun, þar sem auðsöfnun auðsöfnunarinnar vegna er markmið, verði á endanum að víkja fyrir sjónarmiðum sem einkennast fremur af virðingu og vernd. Tekin hafa verið mikilvæg skref á ýmsum sviðum frumframleiðslu til að tryggja sjálfbærni auðlinda Íslands, miklar framfarir hafa orðið í vinnsluaðferðum í sjávarútvegi, ekki síst hvað stærri fyrirtæki og útgerð varðar. Framfarir til aukinnar sjálfbærni og fyrirhyggja einkennir í auknum mæli einnig landbúnað og önnur svið, en komið hafa fram mikilvæg verkefni þar sem grasrótin er virkjuð, sem stuðla markvisst að aukinni sjálfbærni, svo sem aðgerðir sem færa landgræðslu heim í héruð, eins og verkefnið Bændur græða landið og styrkir Landbótasjóðs Landgræðslunnar til umráðahafa lands til uppgræðsluverkefna. Þá má nefna verkefni eins og Gæðastýrða sauðfjárrækt og Gæðastýringu í hrossarækt, sem taka til landnota, búfjáreftirlits, lyfjanotkunar, áburðarnotkunar og uppskeru, fóðrunar dýranna og fleiri þátta. Þá hafa verið tekin jákvæð skref með aukinni vinnslu heima á býlum, svo sem sjálfbærum og vistvænum býlum, t.a.m. á Þorvaldseyri Hvolsvelli, Vallanesi á Fljótsdalshéraði, Erpsstöðum í Dölum og Sólheimum í Grímsnesi og handverkssláturhúsi á Seglbúðum Kirkjubæjarklaustri, sem eru fyrirmyndir sem horfa ber til. Ekki síst eru mikilvæg þau skref sem hinn almenni neytandi virðist í auknum mæli taka í átt að sjálfbærari og vistvænni lífsstíl, sem greina má í auknum áhuga á bændamörkuðum, auknum áhuga á afurðum beint frá frumframleiðendum og áhuga á meðvitaðri neyslu, minnkun matarsóunar og umhyggju fyrir náttúrunni.Greinin er annar hluti greinaraðarinnar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð. Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.Rakel Halldórsdóttir er annar stofnenda Frú Laugu bændamarkaðar, stjórnarmaður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís.Páll Gunnar Pálsson er sérfræðingur hjá Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frumframleiðendur er samheiti yfir matvælaframleiðendur sem vinna afurðir beint úr auðlindum lands og sjávar. Um er að ræða framleiðendur með leyfi til áframsölu, sem útvega afurðir til manneldis frá fyrstu hendi, yrkja landið, rækta dýr og afurðir þeirra (svo sem egg, hunang og fleira), sækja föng í sjó og vötn, eða sækja og safna afurðum beint úr villtri náttúru (svo sem jurtum, berjum, eggjum villtra fugla og annars sem nýta má til manneldis). Hugtakið frumframleiðandi kemur fyrir í búvörulögum nr. 99/1993 með síðari breytingum, og er aðgreint frá hugtakinu „afurðastöð“, sem nær yfir hvern þann aðila sem vinnur úr afurðum frá frumframleiðanda, en frumframleiðandi getur að auki verið afurðastöð og unnið úr eigin frumframleiðslu sjálfur. Frumframleiðendur gegna gífurlega mikilvægu hlutverki í möguleikum samfélags til sjálfbærni, viðhalds og framþróunar, þar sem þeir eru þeir aðilar sem útvega samfélaginu afurðir til að matast á eða vinna mat úr. Ísland er gjöfult land og á sér sterkar og langar hefðir í frumframleiðslu á flestum sviðum þeirrar framleiðslu. Mikilvægt er að halda áfram því góða starfi sem unnist hefur í átt að aukinni sjálfbærni á öllum sviðum frumframleiðslu (og um leið endurvakningu sjálfbærni fyrri tíma, með þróaðri hætti), til lands og sjávar. Í því samhengi er áríðandi að huga gaumgæfilega að þeim áhrifum sem stórvægilegar aðgerðir geta haft á náttúruleg vistkerfi, svo sem stóriðja, orkuver og virkjanir, geta hugsanlega haft á auðlindir og frumframleiðslu. Samfara aukinni sjálfbærni á öllum sviðum frumframleiðslu, er mikilvægt að finna leiðir sem minnka kostnað og skapa aðstæður sem auka möguleika á því að frumframleiðendur fái sanngjarnt verð fyrir þær afurðir sem þeir framleiða. Að öðrum kosti má vænta þess að kerfið falli um sjálft sig á endanum. Skv. upplýsingum frá Landssamtökum sauðfjárbænda er algengt að íslenskir sauðfjárbændur fái í sinn hlut um 25-41% af endanlegu markaðsverði þeirra afurða sem þeir framleiða. Þróunin undanfarið veldur áhyggjum um frekari lækkun á þessu hlutfalli. Þó hefur verið bent á að það hlutfall sé jafnvel lægra en kollegar þeirra víða annars staðar í Evrópu eru að fá, en breskir bændur séu til að mynda að fá nær 50% af endanlegu verði.Gróðahugsun Afleiðing þeirrar hugsunar sem stýrt hefur framleiðslu að miklu leyti frá iðnvæðingu og leiðir af sér síaukinn ágang á auðlindir með auðsöfnun að markmiði í nafni auðsöfnunar, er sú að frumframleiðendum fer fækkandi. Carlo Petrini, einn stofnenda SLOW FOOD samtakanna og formaður þeirra frá upphafi, benti á í fyrirlestri sínum hérlendis í maí síðastliðnum, að bændur væru í dag um 3% þegna á Ítalíu. Eftir seinni heimsstyrjöld hafi hlutfall þeirra hins vegar verið um 50%. Erfiður rekstrargrundvöllur sökum sífelldrar lækkunar afurðaverðs til bænda í krafti innkaupastefnu stórfyrirtækja, veldur því að æ fleiri bændur sjá ekki tilgang í og hafa ekki getu til áframhaldandi starfs. Sjá má fyrir sér að gróðahugsun, þar sem auðsöfnun auðsöfnunarinnar vegna er markmið, verði á endanum að víkja fyrir sjónarmiðum sem einkennast fremur af virðingu og vernd. Tekin hafa verið mikilvæg skref á ýmsum sviðum frumframleiðslu til að tryggja sjálfbærni auðlinda Íslands, miklar framfarir hafa orðið í vinnsluaðferðum í sjávarútvegi, ekki síst hvað stærri fyrirtæki og útgerð varðar. Framfarir til aukinnar sjálfbærni og fyrirhyggja einkennir í auknum mæli einnig landbúnað og önnur svið, en komið hafa fram mikilvæg verkefni þar sem grasrótin er virkjuð, sem stuðla markvisst að aukinni sjálfbærni, svo sem aðgerðir sem færa landgræðslu heim í héruð, eins og verkefnið Bændur græða landið og styrkir Landbótasjóðs Landgræðslunnar til umráðahafa lands til uppgræðsluverkefna. Þá má nefna verkefni eins og Gæðastýrða sauðfjárrækt og Gæðastýringu í hrossarækt, sem taka til landnota, búfjáreftirlits, lyfjanotkunar, áburðarnotkunar og uppskeru, fóðrunar dýranna og fleiri þátta. Þá hafa verið tekin jákvæð skref með aukinni vinnslu heima á býlum, svo sem sjálfbærum og vistvænum býlum, t.a.m. á Þorvaldseyri Hvolsvelli, Vallanesi á Fljótsdalshéraði, Erpsstöðum í Dölum og Sólheimum í Grímsnesi og handverkssláturhúsi á Seglbúðum Kirkjubæjarklaustri, sem eru fyrirmyndir sem horfa ber til. Ekki síst eru mikilvæg þau skref sem hinn almenni neytandi virðist í auknum mæli taka í átt að sjálfbærari og vistvænni lífsstíl, sem greina má í auknum áhuga á bændamörkuðum, auknum áhuga á afurðum beint frá frumframleiðendum og áhuga á meðvitaðri neyslu, minnkun matarsóunar og umhyggju fyrir náttúrunni.Greinin er annar hluti greinaraðarinnar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð. Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.Rakel Halldórsdóttir er annar stofnenda Frú Laugu bændamarkaðar, stjórnarmaður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís.Páll Gunnar Pálsson er sérfræðingur hjá Matís.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar