Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar 22. október 2025 15:32 Það er skrýtið að hugsa til þess að það sem kallað var „frekja“ í æsku, kallast „leiðtogahæfni“ í dag. Þegar ég var lítil stelpa heyrði ég oft að ég væri frekja, stjórnsöm og „bossy“. Ég var alltaf að ráðskast. „Þú átt að vera þessi dúkka og ég er þessi.“ Það er nú kannski bara eðlilegt fyrir leikskólabarn, er það ekki? Í grunnskóla fann ég að ég átti að bæla þetta niður. Ekki taka pláss. Ég mátti sjá um atriði fyrir samsönginn en ekki gera samt of mikið, eða það var allavega upplifunin. Helst ekki segja mína skoðun og ef ég þurfti að spyrja spurninga þá átti ég ekki hafa þær of langar. Mér leið eins og ég mætti ekki vera ég sjálf. Ég átti að passa í hópinn, en ég gerði það samt ekkert. Ég bældi sjálfa mig meira og meira niður, þó svo að litla stelpan í mér reyndi sífellt að brjótast út. Í seinni tíð hef ég talað við konur með svipaða upplifun. Við hlæjum að því hvernig hópaverkefnin í skólunum enduðu oft á okkur. Afsökunin „þú ert svo góð í þessu“ virðist hafa virkað á okkur allar. En góðar í hverju? Var það skipulagið á verkefninu, glærurnar, kynningin sjálf, eða bara allt af þessu? Við lærðum ekki sem börn að setja öðrum mörk í hópaverkefnunum svo hvernig áttum við að vita að við ættum ekki að sætta okkur við þetta? Síðan á eldri árum var ég oft kölluð mamman í hópnum. Þessi sem passaði upp á að dagskráin gengi upp og að allir væru með og kæmust síðan öruggir heim af djamminu. En ef maður rýnir nánar í þetta, þá sé ég ekki betur en að mömmur í þessum skilningi séu leiðtogar. Manneskjan sem passar upp á að hlutirnir gangi upp. Það var nefnilega ekki fyrr en nýlega sem að allir þessir eiginlegar sem ég átti að bæla, voru dregnir upp á yfirborðið og þeim fagnað. Ég var ekki stjórnsöm, ég hafði frumkvæði. Ég var ekki frekja, ég hafði sterkar skoðanir. Ég var ekki bossy, ég var leiðtogi. Það skiptir svo miklu máli að við segjum stelpum hvað þær eru flottar og nota ekki orð yfir þær sem hafa gríðarlega mótandi áhrifa á þeirra sjálfsmynd. Kennum þeim að það er í lagi að hafa sterkar skoðanir og að aðrir megi líka hafa skoðanir. Kennum þeim að rökræða, fara með ræður, styrkja sig til að verða kröftugu konurnar sem búa í þeim. Ef við viljum sjá konur leiða með sjálfstrausti á vinnustöðum, í stjórnmálum og í samfélaginu, þá verðum við að byrja í leikskólanum, með stelpunum sem eru að skipuleggja dúkkuleiki og trúa því að þær séu „frekjur“. Þær eru framtíðar leiðtogarnir okkar. Bælum ekki niður stelpur, byggjum þær upp, hvetjum þær til að taka pláss og verum samfélag þar sem þær mega vera þær sjálfar. Höfundur er mamma og félagi í JCI (Junior Chamber International). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að hugsa til þess að það sem kallað var „frekja“ í æsku, kallast „leiðtogahæfni“ í dag. Þegar ég var lítil stelpa heyrði ég oft að ég væri frekja, stjórnsöm og „bossy“. Ég var alltaf að ráðskast. „Þú átt að vera þessi dúkka og ég er þessi.“ Það er nú kannski bara eðlilegt fyrir leikskólabarn, er það ekki? Í grunnskóla fann ég að ég átti að bæla þetta niður. Ekki taka pláss. Ég mátti sjá um atriði fyrir samsönginn en ekki gera samt of mikið, eða það var allavega upplifunin. Helst ekki segja mína skoðun og ef ég þurfti að spyrja spurninga þá átti ég ekki hafa þær of langar. Mér leið eins og ég mætti ekki vera ég sjálf. Ég átti að passa í hópinn, en ég gerði það samt ekkert. Ég bældi sjálfa mig meira og meira niður, þó svo að litla stelpan í mér reyndi sífellt að brjótast út. Í seinni tíð hef ég talað við konur með svipaða upplifun. Við hlæjum að því hvernig hópaverkefnin í skólunum enduðu oft á okkur. Afsökunin „þú ert svo góð í þessu“ virðist hafa virkað á okkur allar. En góðar í hverju? Var það skipulagið á verkefninu, glærurnar, kynningin sjálf, eða bara allt af þessu? Við lærðum ekki sem börn að setja öðrum mörk í hópaverkefnunum svo hvernig áttum við að vita að við ættum ekki að sætta okkur við þetta? Síðan á eldri árum var ég oft kölluð mamman í hópnum. Þessi sem passaði upp á að dagskráin gengi upp og að allir væru með og kæmust síðan öruggir heim af djamminu. En ef maður rýnir nánar í þetta, þá sé ég ekki betur en að mömmur í þessum skilningi séu leiðtogar. Manneskjan sem passar upp á að hlutirnir gangi upp. Það var nefnilega ekki fyrr en nýlega sem að allir þessir eiginlegar sem ég átti að bæla, voru dregnir upp á yfirborðið og þeim fagnað. Ég var ekki stjórnsöm, ég hafði frumkvæði. Ég var ekki frekja, ég hafði sterkar skoðanir. Ég var ekki bossy, ég var leiðtogi. Það skiptir svo miklu máli að við segjum stelpum hvað þær eru flottar og nota ekki orð yfir þær sem hafa gríðarlega mótandi áhrifa á þeirra sjálfsmynd. Kennum þeim að það er í lagi að hafa sterkar skoðanir og að aðrir megi líka hafa skoðanir. Kennum þeim að rökræða, fara með ræður, styrkja sig til að verða kröftugu konurnar sem búa í þeim. Ef við viljum sjá konur leiða með sjálfstrausti á vinnustöðum, í stjórnmálum og í samfélaginu, þá verðum við að byrja í leikskólanum, með stelpunum sem eru að skipuleggja dúkkuleiki og trúa því að þær séu „frekjur“. Þær eru framtíðar leiðtogarnir okkar. Bælum ekki niður stelpur, byggjum þær upp, hvetjum þær til að taka pláss og verum samfélag þar sem þær mega vera þær sjálfar. Höfundur er mamma og félagi í JCI (Junior Chamber International).
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun