Lífið

Námskeið í blaðamennsku reyndist píramídasvindl

Félagarnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Sigurður Hannes Ásgeirsson standa á bak við grínþættina Háska, sem sýndir eru hér á Vísi.



Háski fjalla um misheppnaða rannsóknarblaðamanninn Hjálmar sem verður sjaldnast ágengt þar sem hann veður áfram af eigingirni, fáfræði og leti. 



Í þriðja þætti af Háska heldur Hjálmar áfram að brenna brýr að baki sér.

Hann kemur sér í klípu hjá bakaranum og heldur vandræðalegt námskeið í rannsóknarblaðamennsku þar sem hann kynnir gestafyrirlesarann Ágúst Bjarnason frá Akureyri.

Hjálmar toppar vandræðaganginn síðan á misheppnuðu stefnumóti.


Hjálmar er ekki til fyrirmyndar þegar kemur að stefnumótum.

Tengdar fréttir

Hefur enga þolinmæði fyrir fötluðum

Rannsóknarblaðamaðurinn Hjálmar móðgar Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur þegar hann sekkur sér í málefni fatlaðra með misheppnuðum árangri.

Hafnað af Sölva Tryggvasyni

Í öðrum þætti af Háska lendir Hjálmar í þeirri óskemmtilegu reynslu að vera hafnað af Sölva Tryggvasyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×