Efast um að Stevie Wonder sé blindur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. október 2014 10:57 Stevie Wonder er sagður sjá. Vísir/Getty „Enginn segir að Stevie Wonder sé í raun ekki blindur. Enginn er að halda því fram. En að því sögðu, Stevie Wonder er kannski ekki blindur,“ segir í grein á bandaríska miðlinum Deadspin, sem er vinsæll fréttavefur í Bandaríkjunum. Þar hefur nú birst úttekt á þeim samsæriskenningum sem snúast um að söngvarinn frægi, Stevie Wonder, sé í raun ekki blindur. Deadspin hefur fjallað um hinar ýmsu samsæriskenningar að undanförnu og bættu þessum kenningum, sem fjalla um blindu Stevie Wonder, við í gærdag.Stevie Wonder ungur að árum.Vísir/GettyNokkur gögn lögð fram Stevie Wonder er sagður hafa verið blindur frá fæðingu. Hann fæddist sex vikum fyrir tímann með gallaða sjónhimnu. Hann hefur því aldrei séð liti né hvernig hlutir líta út. Þeir sem aðhyllast þær kenningar að Stevie Wonder geti í raun séð hafa lagt fram nokkur gögn máli sínu til stuðnings.Einn hefur bent á viðtal við breska söngvarann Boy George sem sagði að Stevie Wonder hafi eitt sinn reynt að kyrkja sig í gríni. Boy George á að velt fyrir sér hvernig Wonder hafi vitað hvar hann var. Boy George hafi þannig efast um að Wonder væri blindur í raun. Því skal þó haldið til haga að svo virðist sem engar heimildir séu til fyrir þessari sögu, aðrar en frásagnir manna á spjallborðum tileinkuðum þessum samsæriskenningum um blindu Stevie Wonder.Þegar hann greip hljóðnemann Annað vinsælt „sönnunargagn“ í baráttu þeirra sem vilja sannfæra aðra um að Stevie Wonder geti séð í raun er myndband sem sýnir hann grípa hljóðnema sem Paul McCartney rakst í. Félagarnir voru að syngja saman í Hvítahúsinu árið 2010 og Paul McCartney var í miklu stuði. Svo miklu að hann byrjaði að dansa um þröngt sviðið og rakst í hljóðnema sem var fyrir framan Stevie Wonder. Áður en hann féll til jarðar tókst söngvaranum blinda að grípa hann. Myndband af því má sjá hér að neðan.Fréttamaðurinn Bomani Jones Líklega frægasti talsmaður þess að Stevie Wonder sé ekki blindur er íþróttafréttamaðurinn Bomani Jones, sem er íþróttafréttamaður ESPN og tíður gestur þáttarins Around the Horn. Jones hefur komið fram í fjölmiðlum vestanhafs með þessar kenningar sínar. Hann birti til dæmis langt myndband á Youtube þar sem hann velti fyrir sér hvers vegna Stevie Wonder vilji taka þátt í þættinum Dancing With the Stars. Bomani Jones segist einnig þekkja mann sem hafi selt Stevie Wonder þrjá nýja flatskjái. Hann hefur einnig bent á að Stevie Wonder hafi klæðst nánast sömu fötum frá 1972. Hann spyr einnig af hverju Stevie Wonder kaupi sér dýra miða á körfuboltaleiki, en Wonder fer reglulega á leiki og tekur þátt í gleðinni. Bomani Jones hefur einnig bent á frétt miðilsins TMZ, þar sem Stevie Wonder sést taka mynd af vaxmynd af Michael Jackson. Blaðamaður Deadspin segir að þetta séu vissulega ekki nákvæmar sannanir en segir mikilvægt að halda þessum kenningum til haga og velta hlutunum fyrir sér. Hér að neðan má sjá tíst frá manni sem birtir mynd af Wonder með myndavél.Lmao RT @bomani_jones: well? RT @AHeartyJuicing: you seen this pic of Stevie at the motown museum? #stevieaintblindpic.twitter.com/NS0CDoNxTz — King Jaffe Joffer (@themancANDREss) May 23, 2014Stevie Wonder fer reglulega á körfuboltaleiki.Vísir/Getty Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Enginn segir að Stevie Wonder sé í raun ekki blindur. Enginn er að halda því fram. En að því sögðu, Stevie Wonder er kannski ekki blindur,“ segir í grein á bandaríska miðlinum Deadspin, sem er vinsæll fréttavefur í Bandaríkjunum. Þar hefur nú birst úttekt á þeim samsæriskenningum sem snúast um að söngvarinn frægi, Stevie Wonder, sé í raun ekki blindur. Deadspin hefur fjallað um hinar ýmsu samsæriskenningar að undanförnu og bættu þessum kenningum, sem fjalla um blindu Stevie Wonder, við í gærdag.Stevie Wonder ungur að árum.Vísir/GettyNokkur gögn lögð fram Stevie Wonder er sagður hafa verið blindur frá fæðingu. Hann fæddist sex vikum fyrir tímann með gallaða sjónhimnu. Hann hefur því aldrei séð liti né hvernig hlutir líta út. Þeir sem aðhyllast þær kenningar að Stevie Wonder geti í raun séð hafa lagt fram nokkur gögn máli sínu til stuðnings.Einn hefur bent á viðtal við breska söngvarann Boy George sem sagði að Stevie Wonder hafi eitt sinn reynt að kyrkja sig í gríni. Boy George á að velt fyrir sér hvernig Wonder hafi vitað hvar hann var. Boy George hafi þannig efast um að Wonder væri blindur í raun. Því skal þó haldið til haga að svo virðist sem engar heimildir séu til fyrir þessari sögu, aðrar en frásagnir manna á spjallborðum tileinkuðum þessum samsæriskenningum um blindu Stevie Wonder.Þegar hann greip hljóðnemann Annað vinsælt „sönnunargagn“ í baráttu þeirra sem vilja sannfæra aðra um að Stevie Wonder geti séð í raun er myndband sem sýnir hann grípa hljóðnema sem Paul McCartney rakst í. Félagarnir voru að syngja saman í Hvítahúsinu árið 2010 og Paul McCartney var í miklu stuði. Svo miklu að hann byrjaði að dansa um þröngt sviðið og rakst í hljóðnema sem var fyrir framan Stevie Wonder. Áður en hann féll til jarðar tókst söngvaranum blinda að grípa hann. Myndband af því má sjá hér að neðan.Fréttamaðurinn Bomani Jones Líklega frægasti talsmaður þess að Stevie Wonder sé ekki blindur er íþróttafréttamaðurinn Bomani Jones, sem er íþróttafréttamaður ESPN og tíður gestur þáttarins Around the Horn. Jones hefur komið fram í fjölmiðlum vestanhafs með þessar kenningar sínar. Hann birti til dæmis langt myndband á Youtube þar sem hann velti fyrir sér hvers vegna Stevie Wonder vilji taka þátt í þættinum Dancing With the Stars. Bomani Jones segist einnig þekkja mann sem hafi selt Stevie Wonder þrjá nýja flatskjái. Hann hefur einnig bent á að Stevie Wonder hafi klæðst nánast sömu fötum frá 1972. Hann spyr einnig af hverju Stevie Wonder kaupi sér dýra miða á körfuboltaleiki, en Wonder fer reglulega á leiki og tekur þátt í gleðinni. Bomani Jones hefur einnig bent á frétt miðilsins TMZ, þar sem Stevie Wonder sést taka mynd af vaxmynd af Michael Jackson. Blaðamaður Deadspin segir að þetta séu vissulega ekki nákvæmar sannanir en segir mikilvægt að halda þessum kenningum til haga og velta hlutunum fyrir sér. Hér að neðan má sjá tíst frá manni sem birtir mynd af Wonder með myndavél.Lmao RT @bomani_jones: well? RT @AHeartyJuicing: you seen this pic of Stevie at the motown museum? #stevieaintblindpic.twitter.com/NS0CDoNxTz — King Jaffe Joffer (@themancANDREss) May 23, 2014Stevie Wonder fer reglulega á körfuboltaleiki.Vísir/Getty
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira