Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2014 15:45 Úr Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Vísir/Stefán Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi, sem fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, kærði úrslitin í karlaflokki til yfirdómnefndar. Hann telur sig hafa undir höndum gögn sem sýna að sigurvegari hlaupsins, Arnar Pétursson, hafi svindlað í hlaupinu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Kjarnans. Pétur bendir á að Arnar hafi notast við svokallaða „héra“ á meðan hlaupinu stóð. Var um að ræða tvo hjólareiðakappa sem hvöttu hann áfram í hlaupinu ásamt því að stýra hraðanum og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir honum koma. Yfirdómnefndin tók kæruna fyrir þar sem viðurkennt var að hjólreiðamenn hefðu fylgt Arnari eftir þrjá fjórðu af hlaupinu. Hins vegar var málinu vísað frá þar sem ósannað þótti að Arnar hefði notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þó yrði fylgst betur með hlaupurum á næsta ári. Í 10. grein reglnanna segir:Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu að því er segir í 18. grein. Arnar mætti ekki þegar yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók málið fyrir en faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, mætti í hans stað. Talaði hann fyrir hönd sonar síns og fullyrti að kæran ætti ekki við rök að styðjast. Um hafi verið að ræða sig sjálfan og annan son sinn, bróður Arnars, sem fylgdust með honum til skemmtunar. Benti hann á að þeir hefðu ekki aðstoðað hann þótt að greinilegt væri að aðrir keppendur nýttu sér aðstoð á hjólum. Standa því úrslitin óhögguð en samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Pétur Sturla ákveðið að áfrýjað úrskurðinum til dómstóls ÍSÍ þar sem Pétur gagnrýnir vinnubrögð dómnefndarinnar en ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag. Íþróttir Tengdar fréttir Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi, sem fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, kærði úrslitin í karlaflokki til yfirdómnefndar. Hann telur sig hafa undir höndum gögn sem sýna að sigurvegari hlaupsins, Arnar Pétursson, hafi svindlað í hlaupinu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Kjarnans. Pétur bendir á að Arnar hafi notast við svokallaða „héra“ á meðan hlaupinu stóð. Var um að ræða tvo hjólareiðakappa sem hvöttu hann áfram í hlaupinu ásamt því að stýra hraðanum og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir honum koma. Yfirdómnefndin tók kæruna fyrir þar sem viðurkennt var að hjólreiðamenn hefðu fylgt Arnari eftir þrjá fjórðu af hlaupinu. Hins vegar var málinu vísað frá þar sem ósannað þótti að Arnar hefði notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þó yrði fylgst betur með hlaupurum á næsta ári. Í 10. grein reglnanna segir:Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu að því er segir í 18. grein. Arnar mætti ekki þegar yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók málið fyrir en faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, mætti í hans stað. Talaði hann fyrir hönd sonar síns og fullyrti að kæran ætti ekki við rök að styðjast. Um hafi verið að ræða sig sjálfan og annan son sinn, bróður Arnars, sem fylgdust með honum til skemmtunar. Benti hann á að þeir hefðu ekki aðstoðað hann þótt að greinilegt væri að aðrir keppendur nýttu sér aðstoð á hjólum. Standa því úrslitin óhögguð en samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Pétur Sturla ákveðið að áfrýjað úrskurðinum til dómstóls ÍSÍ þar sem Pétur gagnrýnir vinnubrögð dómnefndarinnar en ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag.
Íþróttir Tengdar fréttir Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34