Sneri við taflinu og æfir nú fyrir maraþonið Bjarki Ármannsson skrifar 14. ágúst 2014 09:39 Ívar Trausti árið 2008, fyrir átakið, og nú síðasta haust. Mynd/Ívar Trausti Rúmlega sex ár eru liðin frá því að Ívari Trausta Jósafatssyni barst það sem hann kallar „wake-up call“ varðandi heilsu sína. Hann var þá orðinn rúmlega hundrað kíló á þyngd, fékk ekki að gefa blóð í Blóðbankanum vegna of hás blóðþrýstingsins og var ráðlagt af hjartalæknum að byrja að taka þynningarlyf. Í dag æfir Ívar Trausti af fullu kappi fyrir komandi Reykjavíkurmaraþon en ótrúlegur viðsnúningur hans í heilsufarsmálum er fyrst og fremst af hans eigin völdum. „Ég vildi alls ekki fara á þynningarlyf og taldi mig í raun alveg geta snúið þessu við,“ segir hinn 53 ára íþróttagarpur. „Hægt og rólega gerði ég það. Þetta voru engin læti, bara skynsemi.“ Ívar hefur mikla reynslu af því að hreyfa sig en hafði gert lítið af því í tíu ár þegar það rann upp fyrir honum að hann þyrfti að taka sig á. Hann segist aldrei hafa leitað til einkaþjálfara eða lækna og einungis notast við eigin íþróttareynslu og þekkingu í næringarfræði. „Ég hef alveg gert allt sjálfur. Ég set upp hlaupaprógrömm og styrktaræfingar fyrir aðra og kann alveg á næringu og allt þetta sjálfur,“ segir hann. „Það er ekkert mjög erfitt fyrir mig að gera þetta, en þá getur maður líka bara deilt því frekar.“ Á Facebook-síðu Ívars setur hann reglulega inn efni í aðdraganda maraþonsins. Þar segir hann meðal annars frá sérstökum æfingum sem hann hefur tileinkað sér til að takast á við meiðsli sem hafa hrjáð hann, meðal annars í mjóhrygg og bólgu í hásinum. Hann segir þetta meðal annars gert til að hvetja aðra til að láta ekki meiðsli og önnur vandamál aftra sér frá því að hreyfa sig. „Ég geri ekki svona vanalega. En þetta eru allt kvillar sem fullt af fólki er með, bæði yfirþyngd, hár blóðþrýstingur og ýmsar bólgur hér og þar, “ segir Ívar. „Þó að það þýði smá athygli, þá er ágætt ef þetta hjálpar eitthvað. Ég þekki svo marga í hjólum, hlaupi, þríþraut og svona sem eru endalaust að meiða sig og lenda í stoppi. Þá er ágætt að deila því hvernig maður hefur lært á sjálfan sig að forðast þetta.“ Ívar er nú rúmlega 72 kíló og stefnir á að klára maraþonið á innan við tveim klukkutímum og fimmtíu mínútum. Þess má geta að sigurvegari í Íslandsmeistaramóti karla í maraþoninu í fyrra, Pétur Sturla Bjarnason, lauk hlaupi á tveimur klukkutímum og 46 mínútum. „Eftir það er aðalatriðið að halda sér heilum og halda áfram að bæta sig bara,“ segir Ívar um framhaldið. Innlegg frá Ivar Trausti Josafatsson. Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira
Rúmlega sex ár eru liðin frá því að Ívari Trausta Jósafatssyni barst það sem hann kallar „wake-up call“ varðandi heilsu sína. Hann var þá orðinn rúmlega hundrað kíló á þyngd, fékk ekki að gefa blóð í Blóðbankanum vegna of hás blóðþrýstingsins og var ráðlagt af hjartalæknum að byrja að taka þynningarlyf. Í dag æfir Ívar Trausti af fullu kappi fyrir komandi Reykjavíkurmaraþon en ótrúlegur viðsnúningur hans í heilsufarsmálum er fyrst og fremst af hans eigin völdum. „Ég vildi alls ekki fara á þynningarlyf og taldi mig í raun alveg geta snúið þessu við,“ segir hinn 53 ára íþróttagarpur. „Hægt og rólega gerði ég það. Þetta voru engin læti, bara skynsemi.“ Ívar hefur mikla reynslu af því að hreyfa sig en hafði gert lítið af því í tíu ár þegar það rann upp fyrir honum að hann þyrfti að taka sig á. Hann segist aldrei hafa leitað til einkaþjálfara eða lækna og einungis notast við eigin íþróttareynslu og þekkingu í næringarfræði. „Ég hef alveg gert allt sjálfur. Ég set upp hlaupaprógrömm og styrktaræfingar fyrir aðra og kann alveg á næringu og allt þetta sjálfur,“ segir hann. „Það er ekkert mjög erfitt fyrir mig að gera þetta, en þá getur maður líka bara deilt því frekar.“ Á Facebook-síðu Ívars setur hann reglulega inn efni í aðdraganda maraþonsins. Þar segir hann meðal annars frá sérstökum æfingum sem hann hefur tileinkað sér til að takast á við meiðsli sem hafa hrjáð hann, meðal annars í mjóhrygg og bólgu í hásinum. Hann segir þetta meðal annars gert til að hvetja aðra til að láta ekki meiðsli og önnur vandamál aftra sér frá því að hreyfa sig. „Ég geri ekki svona vanalega. En þetta eru allt kvillar sem fullt af fólki er með, bæði yfirþyngd, hár blóðþrýstingur og ýmsar bólgur hér og þar, “ segir Ívar. „Þó að það þýði smá athygli, þá er ágætt ef þetta hjálpar eitthvað. Ég þekki svo marga í hjólum, hlaupi, þríþraut og svona sem eru endalaust að meiða sig og lenda í stoppi. Þá er ágætt að deila því hvernig maður hefur lært á sjálfan sig að forðast þetta.“ Ívar er nú rúmlega 72 kíló og stefnir á að klára maraþonið á innan við tveim klukkutímum og fimmtíu mínútum. Þess má geta að sigurvegari í Íslandsmeistaramóti karla í maraþoninu í fyrra, Pétur Sturla Bjarnason, lauk hlaupi á tveimur klukkutímum og 46 mínútum. „Eftir það er aðalatriðið að halda sér heilum og halda áfram að bæta sig bara,“ segir Ívar um framhaldið. Innlegg frá Ivar Trausti Josafatsson.
Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira