Lífið

Menn hafa misjafnar skoðanir á Crocs

Crocs-skór eru til á börn og fullorðna
Crocs-skór eru til á börn og fullorðna Vísir/Getty
Crocs Inc. er skóframleiðslufyrirtæki stofnað af Michael Hagos, Lyndon Duke Hanson og George Boedecker Jr. til þess að framleiða og dreifa svampklossum.

Svampklossinn var upprunalega hannaður af fyrirtæki sem heitir Foam Creations, og hefur höfuðstöðvar sínar í Quebec í Kanada.

Svampklossinn var þá búinn til sem skór til að notast við í heilsulindum og sundlaugum. Crocs Inc. tóku svo yfir framleiðslu klossanna, gáfu þeim þetta nafn og kynntu fyrsta módelið úr eigin smiðju árið 2002 á bátasýningu í Fort Lauderdale í Flórída-fylki. Skórnir seldust upp á sýningunni.

Upp frá því hóf Crocs Inc. að framleiða ýmsar gerðir af Crocs-skóm í öllum regnbogans litum. Hinir „klassísku“ Crocs-skór eru nú fáanlegir í yfir tuttugu litum.

Árið 2006 greip einhvers konar Crocs-æði heimsbyggðina og sala á svampklossunum þrefaldaðist á fyrsta ársfjórðungi árið 2007.

Tískuheimurinn lýsti yfir vanþóknun sinni á skóbúnaðinum í glanstímaritum og á vefsíðum um allan heim. Í grein Time-magazine frá þessum tíma segir meðal annars: „Croc-skórinn lítur út eins og hófur á hesti úr plasti. Hvernig er hægt að taka það alvarlega?“

Þá voru ýmsar heimasíður og Facebook-grúppur stofnaðar í kjölfarið, meðal annars grúppan: „I don't care how comfortable Crocs are, you look like a dumbass“ og bloggið www.ihatecrocs.com, um svipað leyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.