Lífið

Grænmetisætur oft misskildar

Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og Sigvaldi Ástríðarson eru á meðal stofnenda Samtaka grænmetisæta á Íslandi
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og Sigvaldi Ástríðarson eru á meðal stofnenda Samtaka grænmetisæta á Íslandi Fréttablaðið/Valli
„Við vildum búa til samfélag þar sem við deilum ráðum og reynslu okkar á milli og vekjum athygli annarra á því af hverju fólk velur að verða grænmetisætur og hvernig það lifir,“ segir Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, einn stofnenda Samtaka grænmetisæta á Íslandi, en samtökin fagna eins árs afmæli um þessar mundir.

Af því tilefni er aðalfundur samtakanna haldinn í dag, klukkan 14, í húsnæði Lifandi markaðar í Borgartúni.

„Það ríkir mikill misskilningur um það hvernig grænmetisætur lifa. Við erum fjölbreyttur hópur sem borðar ekki kjöt af hinum ýmsu ástæðum, ekki eingöngu út frá dýraverndunarsjónarmiðum,“ útskýrir Sæunn, og bætir við að starfið í samtökunum sé bæði félagslegt og hagsmunatengt.

„Það eru allir velkomnir í samtökin og á aðalfundinn, þó að þeir séu ekki grænmetisætur eða séu að stíga fyrstu skrefin í þessu,“ segir Sæunn, sem sjálf hætti að borða kjöt fyrir tæpum tuttugu árum.

„Ég hélt áfram að borða fisk, en svo fyrir um það bil tíu árum síðan tók ég fiskinn út líka.“

Sæunn leggur áherslu á að um fjölbreyttan hóp sé að ræða.

„Það eru til svo margar gerðir af grænmetisætum, sumir eru bara í hráfæði, eða eru vegan, og borða þar af leiðandi engar dýraafurðir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.