Gaman að sjá hvað fólk nýtur þess að dansa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 11:00 Helena elskar að syngja. Vísir/Auðunn Níelsson „Ég var tíu ára gömul þegar ég söng fyrst í útvarpi. Þá söng ég sæta, litla Bach-melódíu sem heitir Létt dansa litlir blómálfar sem var spiluð í barnatímanum í útvarpinu. Þarna er ég bara barn en samt var þetta músíkalskt og fínt,“ segir söngkonan Helena Eyjólfsdóttir. Hún fagnar sextíu ára söngafmæli sínu á Hótel Sögu í kvöld með tónleikum og dansleik. „Næst þegar ég kom fram var ég orðin fimmtán ára og það var í Austurbæjarbíói. Þá var verið að kynna rokk og ról fyrir Íslendingum og breska hljómsveitin Tony Crumbie and his Rockets flutt til Íslands. Hljómsveit Gunnars Ormslev spilaði fyrir hlé og ég var beðin um að syngja með þeim. En ég söng ekkert rokk, bara falleg lög. Mér fannst þetta óskaplega gaman og þá held ég að ég hafi ánetjast dægurlögunum.“ Síðan tók við glæstur ferill Helenu og spilaði hún lengi vel með hljómsveit Ingimars Eydal. Hún segir árin í Sjallanum á Akureyri með þeirri sveit hafa verið eftirminnileg. „Við fengum svo góðar viðtökur frá fólki. Svo þegar hljómsveit Ingimars Eydal hætti í Sjallanum stofnaði Finnur Eydal, eiginmaður minn, hljómsveit og við fórum syngjandi og spilandi um allt land í tólf ár,“ segir Helena. Hún bætir við að maður verði að hafa unun af tónlist til að vera svona lengi í bransanum. „Þetta er ekki hægt nema þetta sé gaman. Svo er ég alltaf að syngja með svo frábærum strákum. Þeir eru allir saman góðir vinir mínir og boðnir og búnir til að spila með mér hvenær sem ég hóa.“ Helena hlakkar til kvöldsins á Hótel Sögu. „Við gerðum þetta í haust þegar ævisagan mín kom út. Þá vorum við með tvenna tónleika á Græna hattinum og svona eina á Hótel Sögu. Það tókst svo glimrandi vel. Húsið troðfylltist og fólk dansaði til tvö um nóttina. Það var svo gaman að sjá hvað fólkið naut þess að dansa þannig að við vildum endurtaka leikinn. Við endum á rokksyrpu á tónleikunum áður en ballið hefst og fólk iðar í skinninu að fara að hreyfa sig og flykkist út á gólfið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í kvöld en með Helenu syngja Þorvaldur Halldórsson og Alfreð Almarsson. Hljómsveitina skipa Gunnar Gunnarsson á hljómborð, Sigurður Flosason á saxófónn og slagverk, Brynleifur Hallsson á gítar, Árni Ketill á trommur, Friðrik Bjarnason á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Grímur Sigurðsson á trompett. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Ég var tíu ára gömul þegar ég söng fyrst í útvarpi. Þá söng ég sæta, litla Bach-melódíu sem heitir Létt dansa litlir blómálfar sem var spiluð í barnatímanum í útvarpinu. Þarna er ég bara barn en samt var þetta músíkalskt og fínt,“ segir söngkonan Helena Eyjólfsdóttir. Hún fagnar sextíu ára söngafmæli sínu á Hótel Sögu í kvöld með tónleikum og dansleik. „Næst þegar ég kom fram var ég orðin fimmtán ára og það var í Austurbæjarbíói. Þá var verið að kynna rokk og ról fyrir Íslendingum og breska hljómsveitin Tony Crumbie and his Rockets flutt til Íslands. Hljómsveit Gunnars Ormslev spilaði fyrir hlé og ég var beðin um að syngja með þeim. En ég söng ekkert rokk, bara falleg lög. Mér fannst þetta óskaplega gaman og þá held ég að ég hafi ánetjast dægurlögunum.“ Síðan tók við glæstur ferill Helenu og spilaði hún lengi vel með hljómsveit Ingimars Eydal. Hún segir árin í Sjallanum á Akureyri með þeirri sveit hafa verið eftirminnileg. „Við fengum svo góðar viðtökur frá fólki. Svo þegar hljómsveit Ingimars Eydal hætti í Sjallanum stofnaði Finnur Eydal, eiginmaður minn, hljómsveit og við fórum syngjandi og spilandi um allt land í tólf ár,“ segir Helena. Hún bætir við að maður verði að hafa unun af tónlist til að vera svona lengi í bransanum. „Þetta er ekki hægt nema þetta sé gaman. Svo er ég alltaf að syngja með svo frábærum strákum. Þeir eru allir saman góðir vinir mínir og boðnir og búnir til að spila með mér hvenær sem ég hóa.“ Helena hlakkar til kvöldsins á Hótel Sögu. „Við gerðum þetta í haust þegar ævisagan mín kom út. Þá vorum við með tvenna tónleika á Græna hattinum og svona eina á Hótel Sögu. Það tókst svo glimrandi vel. Húsið troðfylltist og fólk dansaði til tvö um nóttina. Það var svo gaman að sjá hvað fólkið naut þess að dansa þannig að við vildum endurtaka leikinn. Við endum á rokksyrpu á tónleikunum áður en ballið hefst og fólk iðar í skinninu að fara að hreyfa sig og flykkist út á gólfið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í kvöld en með Helenu syngja Þorvaldur Halldórsson og Alfreð Almarsson. Hljómsveitina skipa Gunnar Gunnarsson á hljómborð, Sigurður Flosason á saxófónn og slagverk, Brynleifur Hallsson á gítar, Árni Ketill á trommur, Friðrik Bjarnason á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Grímur Sigurðsson á trompett.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira