Rússar gætu hafa gleymt Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 8. ágúst 2014 13:00 vísir/afp Norskur sérfræðingur í alþjóðamálum segir erfitt að útskýra hvers vegna Rússar beita Norðmenn en ekki Íslendinga viðskiptaþvingunum. Hugsanlega eigi Rússar eftir að bæta Íslandi á listann eða þeir vilji hafa opna leið til að flytja vestrænar vörur inn í gegnum Ísland. Það hefur vakið athygli að Rússar hafa ákveðið að setja innflutningsbann á norskar matvörur en ekki Íslenskar, en löndin eru bæði aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og flytja út svipaðar vörur til Rússlands. Þá hafa bæði ríkin lýst stuðningi við efnahagsþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Indra Øverland framkvæmdastjóri hjá Norsku alþjóðamálastofnuninni (NUPI) segir erfitt að útskýra hvers vegna Ísland er ekki á lista Rússa, ef til vill hafi þeir hreinlega gleymt Íslandi eða finnist það ekki skipta máli vegna smæðarinnar. „Ég hreinlega veit ekki ástæðuna en það getur hugsast að þeir vilji með þessu halda opinni leið til að kaupa vestrænar vörur sem þeir hefðu annars flutt inn frá Noregi og öðrum löndum frá og í gegnum Ísland,“ segir Øverland.Indra Øverland.Norsk stjórnvöld ekki hafa verið herskárri gagnvart Rússum en stjórnvöld annarra vestrænna ríkja. „Carl Bildt utanríkisráðherra Svía hefur t.d. verið mjög neikvæður út í Rússa og sænsk stjórnvöld og dönsk hafi verið mun neikvæðari gagnvart Rússum en Norðmenn og Anders Fough Rasmussen framkvæmdastrjóri NATO er auðvitað danskur,“ segir Øverland. Hann segir aðgerðir Rússa setja þrýsting á vestræna stjórnmálamenn heima fyrir, sérstaklega ef Úkraína fjari út í fréttum og útflutningsfyrirtæki á Vesturlöndum fari að finna verulega fyrir rússneska influtningsbanninu. „Það er hins vegar alls ekki víst að það gangi eftir vegna þess að samband Rússlands og Vesturlanda er svo slæmt um þessar mundir að ólíklegt er að viðskiptaþvingunum Vesturlanda og gagnþvingunum Rússa verði aflétt í náinni framtíð,“ segir Øverland. Innflutningsbannið hafi lítil áhrif á stöðu Vladimir Putins Rússlandsforseta heimafyrir á meðan rúblan falli ekki og atvinnuleysi haldi áfram að vera lítið í Rússlandi. „Atvinnuleysi er mjög lítið í Rússlandi. Rússland er ríkt land og mun ríkara en opinberar tölur segja til um fyrir margra hluta sakir, vegna svarta markaðarins og vegna þess að rússneskur efnahagur er á margan hátt ólíkur þeim vestræna,“ segir Øverland. Fari Rússar hins vegar yfir landamærin til Úkraínu sé skrattinn laus, því úkraínskir þjóðernissinnar geti valdið miklum usla með hryðjuverkum í Rússlandi. Tengdar fréttir Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Norskur sérfræðingur í alþjóðamálum segir erfitt að útskýra hvers vegna Rússar beita Norðmenn en ekki Íslendinga viðskiptaþvingunum. Hugsanlega eigi Rússar eftir að bæta Íslandi á listann eða þeir vilji hafa opna leið til að flytja vestrænar vörur inn í gegnum Ísland. Það hefur vakið athygli að Rússar hafa ákveðið að setja innflutningsbann á norskar matvörur en ekki Íslenskar, en löndin eru bæði aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og flytja út svipaðar vörur til Rússlands. Þá hafa bæði ríkin lýst stuðningi við efnahagsþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Indra Øverland framkvæmdastjóri hjá Norsku alþjóðamálastofnuninni (NUPI) segir erfitt að útskýra hvers vegna Ísland er ekki á lista Rússa, ef til vill hafi þeir hreinlega gleymt Íslandi eða finnist það ekki skipta máli vegna smæðarinnar. „Ég hreinlega veit ekki ástæðuna en það getur hugsast að þeir vilji með þessu halda opinni leið til að kaupa vestrænar vörur sem þeir hefðu annars flutt inn frá Noregi og öðrum löndum frá og í gegnum Ísland,“ segir Øverland.Indra Øverland.Norsk stjórnvöld ekki hafa verið herskárri gagnvart Rússum en stjórnvöld annarra vestrænna ríkja. „Carl Bildt utanríkisráðherra Svía hefur t.d. verið mjög neikvæður út í Rússa og sænsk stjórnvöld og dönsk hafi verið mun neikvæðari gagnvart Rússum en Norðmenn og Anders Fough Rasmussen framkvæmdastrjóri NATO er auðvitað danskur,“ segir Øverland. Hann segir aðgerðir Rússa setja þrýsting á vestræna stjórnmálamenn heima fyrir, sérstaklega ef Úkraína fjari út í fréttum og útflutningsfyrirtæki á Vesturlöndum fari að finna verulega fyrir rússneska influtningsbanninu. „Það er hins vegar alls ekki víst að það gangi eftir vegna þess að samband Rússlands og Vesturlanda er svo slæmt um þessar mundir að ólíklegt er að viðskiptaþvingunum Vesturlanda og gagnþvingunum Rússa verði aflétt í náinni framtíð,“ segir Øverland. Innflutningsbannið hafi lítil áhrif á stöðu Vladimir Putins Rússlandsforseta heimafyrir á meðan rúblan falli ekki og atvinnuleysi haldi áfram að vera lítið í Rússlandi. „Atvinnuleysi er mjög lítið í Rússlandi. Rússland er ríkt land og mun ríkara en opinberar tölur segja til um fyrir margra hluta sakir, vegna svarta markaðarins og vegna þess að rússneskur efnahagur er á margan hátt ólíkur þeim vestræna,“ segir Øverland. Fari Rússar hins vegar yfir landamærin til Úkraínu sé skrattinn laus, því úkraínskir þjóðernissinnar geti valdið miklum usla með hryðjuverkum í Rússlandi.
Tengdar fréttir Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30