Þrettán nýjar heimildarmyndir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. maí 2014 16:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson: "Þetta er orðin ansi rótgróin hátíð sem hefur þá sérstöðu að frumsýna íslenskar heimildarmyndir.“ Vísir/GVA Dagskrá Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildarmynda, var birt í gær. Hátíðin verður haldin í áttunda sinn um hvítasunnuhelgina, 6. til 9. júní, og mun að vanda fara fram í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. „Þetta er orðin ansi rótgróin hátíð sem hefur þá sérstöðu að frumsýna íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, einn skipuleggjenda Skjaldborgarhátíðarinnar. „Við munum frumsýna þrettán myndir í ár, hverja annarri áhugaverðari, og auk þess erum við með lið sem heitir verk í vinnslu þar sem kvikmyndagerðarfólk kynnir myndir sem eru á vinnslustigi, sem er oft mjög fróðlegt bæði fyrir kvikmyndagerðarfólkið sjálft og áhorfendur. Í ár verður sýnt úr fimm myndum á vinnslustigi. Rúsínan í pylsuendanum er svo heiðursgesturinn okkar, alþjóðlega heimildarmyndagerðarstjarnan Victor Kossakavosky, en þrjár af myndum hans verða sýndar á hátíðinni.“ Á meðal kvikmyndagerðarfólks sem á myndir á hátíðinni í ár eru Ari Alexander Ergis Magnússon, Árni Sveins, Hulda Rós og Helga Rakel, Helgi Felixson og fleiri. Viðfangsefnin eru að sama skapi fjölbreytt, eða allt frá taílenskum sjávarsígaunum til Þórðar frá Dagverðará. Hafsteinn segir dagskrána vera ansi þétta og að myndirnar verði sýndar hver á fætur annarri án afláts. „Við byrjum á föstudagskvöldi og sýnum myndir frá 10 á morgnana til 10 á kvöldin bæði laugardag og sunnudag. Svo endar hátíðin á mjög svo hressu dansiballi í félagsheimilinu þar sem áhorfendaverðlaun Skjaldborgar, Einarinn, eru veitt. Þetta er mjög lýðræðislegt og það eru eingöngu áhorfendur sem velja bestu myndina, engin dómnefnd, enda er þessi hátíð fordómalaus og dagskráin fjölbreytt eftir því.“ Hægt er að kynna sér dagskrána í heild og lesa umfjöllun um einstakar myndir á heimasíðunni skjaldborg.com/heimildarmyndir. Menning Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Dagskrá Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildarmynda, var birt í gær. Hátíðin verður haldin í áttunda sinn um hvítasunnuhelgina, 6. til 9. júní, og mun að vanda fara fram í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. „Þetta er orðin ansi rótgróin hátíð sem hefur þá sérstöðu að frumsýna íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, einn skipuleggjenda Skjaldborgarhátíðarinnar. „Við munum frumsýna þrettán myndir í ár, hverja annarri áhugaverðari, og auk þess erum við með lið sem heitir verk í vinnslu þar sem kvikmyndagerðarfólk kynnir myndir sem eru á vinnslustigi, sem er oft mjög fróðlegt bæði fyrir kvikmyndagerðarfólkið sjálft og áhorfendur. Í ár verður sýnt úr fimm myndum á vinnslustigi. Rúsínan í pylsuendanum er svo heiðursgesturinn okkar, alþjóðlega heimildarmyndagerðarstjarnan Victor Kossakavosky, en þrjár af myndum hans verða sýndar á hátíðinni.“ Á meðal kvikmyndagerðarfólks sem á myndir á hátíðinni í ár eru Ari Alexander Ergis Magnússon, Árni Sveins, Hulda Rós og Helga Rakel, Helgi Felixson og fleiri. Viðfangsefnin eru að sama skapi fjölbreytt, eða allt frá taílenskum sjávarsígaunum til Þórðar frá Dagverðará. Hafsteinn segir dagskrána vera ansi þétta og að myndirnar verði sýndar hver á fætur annarri án afláts. „Við byrjum á föstudagskvöldi og sýnum myndir frá 10 á morgnana til 10 á kvöldin bæði laugardag og sunnudag. Svo endar hátíðin á mjög svo hressu dansiballi í félagsheimilinu þar sem áhorfendaverðlaun Skjaldborgar, Einarinn, eru veitt. Þetta er mjög lýðræðislegt og það eru eingöngu áhorfendur sem velja bestu myndina, engin dómnefnd, enda er þessi hátíð fordómalaus og dagskráin fjölbreytt eftir því.“ Hægt er að kynna sér dagskrána í heild og lesa umfjöllun um einstakar myndir á heimasíðunni skjaldborg.com/heimildarmyndir.
Menning Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“