Innlent

Merkjasendingar á Bústaðavegi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bollunum, eins og þessum hér, eru notaðir til að senda skilaboð til viðskiptavina.
Bollunum, eins og þessum hér, eru notaðir til að senda skilaboð til viðskiptavina.
Grunsamlegar merkjasendingar á Bústaðavegi hafa vakið athygli vegfarenda um Fossvoginn og Vísi hafa borist fjölmargar ábendingar um litaða bolla sem komið hefur verið upp á umferðareyju á gatnamótunum við Grensásveg.Heimildir fréttastofu herma að merkjasendingarnar tengist glæpastarfsemi í hverfinu og að mismunandi litir bollana komi skilaboðum áleiðis til viðskiptavina.Lögreglan vildi ekki staðfesta í samtali við Vísi eðli þeirrar starfsemi sem bollarnir vísa til en vaktstjóri lögreglunnar segir að málið hafið komið inn á borð til lögreglunnar.„Jú, við könnumst við þetta. Þetta hefur lauslega verið kannað en ekki verið settur mannskapur í þetta af nokkru ráði," segir Pétur Guðmundsson vaktstjóri.„En við vitum allt,“ bætir hann við og hlær.Pétur vill þó ekki útiloka að um listrænan gjörning gæti verið að ræða meðan lögreglan hefur ekki fleiri haldbærar upplýsingar um málið í höndunum. „Það er þó aldrei að vita hvernig þetta þróast. Við skulum byrja að sjá hvort þetta hætti núna í kjölfar fréttarinnar.“Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullri nafnleynd er heitið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.