Formúla 1

Alonso: Ég vil titla frekar en virðingu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Spænski meistarinn hjá ítalska stórveldinu vill vinna fleiri titla.
Spænski meistarinn hjá ítalska stórveldinu vill vinna fleiri titla. Vísir/Getty
Fernando Alonso segist ekki sáttur þótt honum sé sífellt hælt fyrir frammistöðu sína. Ferrari maðurinn er orðinn langþreyttur eftir titlum.

Þrátt fyrir að Ferrari bíllinn sé augljóslega ekki sambærilegur Mercedes eða jafnvel Williams bílnum í ár tekst Alonso stöðugt að stríða þeim.

Í Austurríki sýndi Alonso góða takta, hann leiddi keppnina fyrir sitt annað þjónustuhlé. Alonso kvartaði eftir keppnina yfir því að hafa ekki aflið til að reyna að ná fjórða sætinu af Felipe Massa á Williams.

Þegar Alonso kom til Ferrari árið 2010 var það til að vinna titil með liðinu. Það hefur enn ekki tekist þrátt fyrir að hann hafi komist nálægt. Sebastian Vettel hefur orðið heimsmeistari öll árin sem Alonso hefur verið hjá Ferrari.

„Þetta er fimmta árið sem er svona. Það er alltaf gott þegar allir trúa að þú sért ávallt að gera þitt besta. Það er virðing frá ökumönnum, liðsstjórum og aðdáendum fyrir að skila góðri vinnu. En ég myndi frekar vilja hafa enga virðingu og vinna fleiri titla,“ sagði tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso.


Tengdar fréttir

Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó

Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag.

Nico Rosberg fyrstur í mark í Austurríki

Nico Rosberg vann keppnina í Austurríki, liðsfélagi hans Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hætti keppni.

Alonso og Hamilton fljótastir

Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni.

Bílskúrinn: Harmleikur heimsmeistarans

Keppnin á Red Bull Ring brautinni í Austurríki var athyglisverð fyrir margt. Hvað kom fyrir Red Bull, hvernig er stemmingin hjá Mercedes og hvernig stóðst Williams áhlaup Mercedes?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×