Lífið

Jacques Bergerac látinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jacques og Ginger.
Jacques og Ginger.
Franski leikarinn Jacques Bergerac lést á heimili sínu í Suðvestur-Frakklandi þann 15. júní síðastliðinn, 87 ára að aldri.

Jacques er þekktur fyrir að leika í Les Girls með Gene Kelly og Gigi með Leslie Caron.

Jacques var laganemi þegar hann hitti leikkonuna Ginger Rogers í fríi í Frakklandi. Hún fékk áheyrnarprufu fyrir hann hjá MGM sem leiddi til þess að þau léku saman í Twist of Fate árið 1954. 

Jacques og Ginger giftu sig í febrúar árið 1953 en skildu í júlí árið 1957. Leikarinn kvæntist Dorothy Malone í júní árið 1959 en þau skildu í desember árið 1964.

Jacques hætti í kvikmyndabransanum um árið 1960. Árið 1963 tók hann við stjórnunarstöðu hjá snyrtivöruframleiðandanum Revlon. 

Hann skilur eftir sig tvær dætur, Mimi og Diane, sem hann átti með Dorothy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.