Erlent

Facebook gerði tilraunir á sjö hundruð þúsund notendum

Facebook gerði tilraunir á notendum sínum árið 2012.
Facebook gerði tilraunir á notendum sínum árið 2012.

Sérstakt rannsóknarlið á vegum Facebook gerði tilraunir á notendum samfélagsmiðilsins árið 2012 þegar það rannsakaði hvort upplýsingarnar í fréttaveitu notenda hefðu áhrif á stöðuuppfærslur þeirra.

Rannsóknin náði til sjö hundruð þúsund notenda. Í henni var upplýsingum í fréttaveitu (e. Newsfeed) notendanna breytt. Annar hópurinn fékk sérstaklega neikvæðar upplýsingar í gegnum fréttaveituna og hinn fékk sérstaklega jákvæðar. Í ljós kom að upplýsingar í fréttaveitunni höfðu marktæk áhrif á stöðuuppfærslur þeirra sem nota Facebook. Þeir sem fengu neikvæðar fréttir í gegnum sína fréttaveitu voru neikvæðari í skrifum sínum á Facebook en aðrir. Og þeir sem fengu jákvæðari fréttir skrifuðu jákvæðari færslur.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences og fór Adam Kramer, starfsmaður Facebook, fyrir rannsóknarliðinu.

Hegðun fólks og upplifun á Facebook hefur verið talsvert rannsökuð. Michigan-háskólinn birti niðurstöður rannsóknar á síðasta ári sem leiddu í ljós að margt ungt fólk varð þunglynt af Facebook-notkun. Rannsóknarlið við Humboldt háskólann í Berlín komst að því að Facebook gerir fólk gjarnan afbrýðisamt.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.