Lífið

Opnun á fyrsta, alvöru sumardeginum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Myndir/Heida HB
Íslenska lífsstílsmerkið Gyðja Collection opnaði sína fyrstu verslun í vikunni og var haldið upp á það með pomp og prakt síðastliðinn fimmtudag.

NYX Cosmetics tóku einnig þátt í gleðinni en báðar verslanirnar eru staðsettar að Bæjarlind í Kópavogi.

„Opnunin tókst vel og var virkilega góð stemmning í loftinu. Það var líka alveg yndislegt veður, fyrsti alvöru sumardagurinn, hiti og glampandi sól og á svona dögum þá er hvergi betra að vera en á Íslandi, hlustandi á ljúfa tóna og með sumardrykk við höndina,“ segir Sigrún Lilja, stofnandi og hönnuður Gyðju. Hún klæddist kjól frá Andreu og var með lifandi blómakrans úr Garðheimum um kvöldið. Hún bætir við að hún sé í sjöunda himni með nýju húsakynni Gyðju.

Sigrún og maðurinn hennar Reynir Daði.
„Við gerðum þetta húsnæði alveg að okkar og í okkar anda. Mig langaði að umhverfið myndi fylla okkur sem hér starfa góðri orku og innblæstri og því erum við með mikið af hvetjandi skilaboðum á veggjunum og speglunum sem umvefja sýningarrýmið og skrifstofurnar. Þetta er svolítið listamannsumhverfi með blöndu af svolítilli skrifstofustemmningu og svo fallegri verslun. Alveg nákvæmlega eins og ég vildi hafa það,“ bætir Sigrún við. 

Skrifborðin og fundarborðin á skrifstofunum þykja vel heppnuð en þau eru hvít úr fremur hráum við og var það maður Sigrúnar, Reynir Daði sem sá alfarið um hönnunina og smíðina á þeim.

Sigrún með foreldrum sínum Guðjóni og Guðrúnu.
Rebekka, Anna Brá DJ sem sá um tónlistina og Solla eigandi NYX.
Lisa eigandi LEVEL og Alexandra.
Sigrún með Sigrúnu Halldórsdóttur og Ósk Ágústdóttur.
Sigrún með Óla Helga hönnuði og móður hans, Valgerði.
Sigrún og Nanna dansari.
Saga Ýrr lögmaður og Sigga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.