Lífið

Fótboltakappi í það heilaga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Markmaðurinn Anders Lindegaard gekk að eiga sænsku kærustu sína, Misse Begiri, við fallega athöfn á Máritíus í vikunni.

Vinir og ættingjar parsins létu sig ekki vanta í herlegheitin sem fóru fram á ströndinni.

Anders, sem spilar með Manchester United, segir á Twitter-reikningi sínum að þetta hafi verið besti dagur lífs síns.

Anders og Misse hafa verið saman síðan árið 2011 og eiga soninn Julian, átján mánaða, saman.

Falleg brúðhjón.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.