Lífið

,,Allt gengur upp - í vinnunni og í einkalífinu"

Kerry Washington
Kerry Washington Vísir/Getty
Leikkonan Kerry Washington er ef til vill best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum Scandal, sem vakið hafa mikla athygli. Leikkonan hæfileikaríka er einnig þekkt fyrir að halda einkalífi sínu utan sviðsljóssins, en mörgum til mikillar furðu var hún gestur í viðtali hjá LA Times í vikunni þar sem hún talar meðal annars í fyrsta sinn opinberlega um fjölskyldu sína, en hún eignaðist dóttur í síðasta mánuði. Viðtalið má sjá neðst í fréttinni.

,,Ég er fyrst og fremst þakklát," sagði Washington. ,,Ég er svo þakklát að ég sé að lifa þennan draum - þar sem allt gengur upp í vinnunni og í einkalífinu," sagði hún jafnframt.

Leikkonan gekk að eiga Nnamdi Asomugha, fyrrverandi ruðningsstjörnu, fyrir um það bil ári síðan en hjónabandið kom slúðurpressunni vestanhafs í opna skjöldu, þar sem samband þeirra hafði alla tíð verið leynilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.