Lífið

Vill lifa eins og almúginn

Leikkonan Keira Knightley segist í nýjasta tölublaði tímaritsins Glamour að hún reyni að halda aftur að sér í eyðslu til þess að halda sér á jörðinni. 

Hún segist reyna að eyða ekki meiru en sem samsvarar tæpum sex milljónum íslenskra króna á ári, sem er um það bil hálf milljón á mánuði.

„Já, eitthvað á því bili. Ég meina, ef mig langar í eitthvað eða ég þarf eitthvað sem kostar meira þá kaupi ég það, en já, ég reyni að halda eyðslu í algjöru lágmarki,“ segir Keira og bætir við.

„Ef að maður lifir of hátt þýðir það að maður kynnist ekki fólki sem lifir ekki eins hátt. Sem einangrar mann. Ég hef átt mínar bestu og skemmtilegustu stundir á stöðum sem eru ekki sérstaklega glæsilegir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.