Lífið

Með brjóst í O-stærð til að líkjast Jessicu Rabbit

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hin 25 ára Penny Brown vill ólm líkjast teiknimyndafígúrunni Jessicu Rabbit. Síðustu tvö árin hefur hún farið í tvær aðgerðir til að stækka brjóst sín úr stærð H í stærð O. 

Auk þess treður hún sér í korselett sem minnkar ummál mittis hennar úr 96 sentímetrum í 58 sentímetra. Hún gengur í korselettinu í allt að 23 klukkutíma á dag.

Penny er hvergi nærri hætt því hún ætlar bráðlega í þriðju brjóstastækkunina til að tvöfalda barm sinn.

„Ég hef alltaf verið með mjótt mitti, stórar mjaðmir og stór brjóst en ég er svona manneskja sem vill allt eða ekkert. Mig langaði að ýkja allt,“ segir Penny í viðtali við Daily Mail.

Hún getur ekki borðað heila máltíð þegar hún er í korselettinu því það er svo þröngt. Þá er einnig erfitt fyrir hana að beygja sig, sitja og liggja. Hún getur heldur ekki stundað neina líkamsrækt og það er erfitt fyrir hana að keyra bíl. Hún segir þjáningarnar þó vera þess virði.

„Ég hef verið með Jessicu Rabbit á heilanum síðan ég var lítil. Mér finnst hún vera ótrúlega kynæsandi og karakter hennar býr yfir miklum krafti og styrk. Þegar ég var fimm ára byrjaði ég að hugsa um brjóstastækkun.“

Penny er áströlsk en býr á eyjunni Okinawa í Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.