Lífið

Í sjóðheitum samfesting á HM

J-Lo var í miklu stuði í grænum samfesting á opnunarhátíð HM í Brasilíu.
J-Lo var í miklu stuði í grænum samfesting á opnunarhátíð HM í Brasilíu. Vísir/Getty
Söngkonan J-Lo var heldur betur í stuði á opnunarhátíð HM í Brasilíu í gærkvöldi. 

Söngkonan tróð upp ásamt rapparanum Pitbull og söngkonunni Claudia Leitte  en þau fluttu meðal annars HM lagið We Are One (ole ole).

J-Lo var í sambafíling er hún klæddist grænum samfesting og sokkabuxum þöktum demöntum á sviðinu. Það er óhætt að segja að hún hafi stolið senunni. 

J-Lo virtist í miklu stuði þrátt fyrir að í vikunni hafi orðið opinbert að hún og kærasti hennar Casper Smart væru hætt saman.

Samkvæmt nýjustu fréttum er hún þó komin með nýjan dansara upp á arminn. 



Þau voru ölli í miklu stuði á sviðinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.