Lífið

Þurfti lögreglufylgd heim eftir skóla vegna alvarlegs eineltis

Natalie Guðríður Gunnarsdóttir er plötusnúður sem hefur átt litskrúðuga ævi.
Natalie Guðríður Gunnarsdóttir er plötusnúður sem hefur átt litskrúðuga ævi. Mynd/Daníel Rúnarsson
Natalie Guðríður Gunnarsdóttir, plötusnúður, var lögð í alvarlegt einelti eftir að hún byrjaði í Austurbæjarskóla en enginn lagði trúnað á það fyrr en henni var fylgt heim af lögreglumönnum. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hana í Lífinu sem fylgir með Fréttablaðinu í dag.

„Þegar ég fór í Austurbæjarskóla uppgötvaði ég, að ég var alls ekki eins og allir hinir krakkarnir í útliti. Það voru ekki fallegir hlutir sem gerðust. Mér var strítt og hótað og það var ákveðið ofbeldi í gangi allan veturinn. Strákarnir beittu meira líkamlegu ofbeldi,“ segir hún í viðtalinu.

Í viðtalinu ræðir Natalie einnig sérstaka og áhugaverða fjölskyldusögu sína en hún var ættleidd af ömmu sinni og afa, samkynhneigð og föðurmissinn. Hún tjáir sig einnig opinskátt um það hvernig það er að vera blandað barn á Íslandi en hefur Natalie fundið fyrir miklum rasisma á Íslandi. „Það er því hræðileg þróun sem er í gangi í samfélaginu í dag varðandi innflytjendur og allt þetta umtal í kosningunum, um moskur.“

Viðtalið má finna í heild sinni hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.