Þrjú til fimm ár að efna loforð um þúsundir leiguíbúða Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2014 13:48 Frá undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal. VISIR/VILHLEM Stærsta kosningaloforð Samfylkingarinnar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga var fjölgun leiguíbúða í Reykjavík en flokkurinn lofaði að 2.500 - 3.000 nýjar leiguíbúðir yrðu byggðar á kjörtímabilinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Ég dreg ekkert úr því að það eru mikil fyrirheit en það þarf. Við getum ekki horft á húsnæðismarkaðinn eins og hann er núna án þess að aðhafast eitthvað. En ég vil líka vara við því að þetta tekur tíma. Við höfum sagt að þetta muni taka um þrjú til fimm ár að koma þessu í gang og það er sá tími sem þarf að gefa sér því þetta er vandaverk en mjög brýnt. Þannig að ég verð í þessu af heilum hug frá fyrsta degi,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýnd án þess að fjármálin hafi verið áberandi mál í kosningabaráttunni. Dagur sagði að þau sem standi að meirihlutanum séu alltaf með annað augað á fjármálum borgarinnar. Meðal annars af þessum sökum hafi ekki verið rétt að boða gjaldfrjálsan leikskóla, sem var helsta baráttumál Sóleyjar Tómasdóttur forseta borgarstjórnar. Í samstarfsyfirlýsingu hins nýja fjögurra flokka meirihluta í borginni er vikið að auknu íbúalýðræði. „Við sjáum hörð viðbrögð við einstaka ákvörðunum í borginni og svo framvegis. Við erum með þessum sáttmála að gefa Pírötum sæti við enda borðsins í nýju stjórnkerfis- og lýðræðisráði og ég horfi bara spenntur til þess hvernig þeir munu halda á því verkefni. Ég held að þeir hafi alla burði til þess, þó nokkuð af nýjum hugmyndum og svo finnum við út úr því saman hvernig þetta verður best gert. Ég held að þetta þurfi að lita allt sem við gerum,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í þættinum Sprengisandi. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Stærsta kosningaloforð Samfylkingarinnar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga var fjölgun leiguíbúða í Reykjavík en flokkurinn lofaði að 2.500 - 3.000 nýjar leiguíbúðir yrðu byggðar á kjörtímabilinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Ég dreg ekkert úr því að það eru mikil fyrirheit en það þarf. Við getum ekki horft á húsnæðismarkaðinn eins og hann er núna án þess að aðhafast eitthvað. En ég vil líka vara við því að þetta tekur tíma. Við höfum sagt að þetta muni taka um þrjú til fimm ár að koma þessu í gang og það er sá tími sem þarf að gefa sér því þetta er vandaverk en mjög brýnt. Þannig að ég verð í þessu af heilum hug frá fyrsta degi,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýnd án þess að fjármálin hafi verið áberandi mál í kosningabaráttunni. Dagur sagði að þau sem standi að meirihlutanum séu alltaf með annað augað á fjármálum borgarinnar. Meðal annars af þessum sökum hafi ekki verið rétt að boða gjaldfrjálsan leikskóla, sem var helsta baráttumál Sóleyjar Tómasdóttur forseta borgarstjórnar. Í samstarfsyfirlýsingu hins nýja fjögurra flokka meirihluta í borginni er vikið að auknu íbúalýðræði. „Við sjáum hörð viðbrögð við einstaka ákvörðunum í borginni og svo framvegis. Við erum með þessum sáttmála að gefa Pírötum sæti við enda borðsins í nýju stjórnkerfis- og lýðræðisráði og ég horfi bara spenntur til þess hvernig þeir munu halda á því verkefni. Ég held að þeir hafi alla burði til þess, þó nokkuð af nýjum hugmyndum og svo finnum við út úr því saman hvernig þetta verður best gert. Ég held að þetta þurfi að lita allt sem við gerum,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í þættinum Sprengisandi.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira